Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 62
25. október 2012 FIMMTUDAGUR46 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Það eru þættirnir Bones og Modern Family.“ Magdalena Dubik fiðluleikari og kafari „Við viljum virkilega leggja okkar lóð á vogarskálarnar,“ segir Bjarni Hallgrímur Bjarnason. Viðburðafélagið Basic House Effect, sem er í eigu tveggja átján ára menntaskóla- nema og plötusnúða, ætlar að gefa allan ágóðann af tekjum sínum frá 1. nóvember fram að jólum til Barnaspítala Hringsins. Upphæðin gæti numið allt að sjö hundruð þúsund krónum. Þeir félagar, Bjarni Hallgrímur og Hilmar Már Pétursson, stofnuðu félagið fyrir rúmum tveimur árum og hafa spilað á hátt í þrjú hundruð viðburðum, þar á meðal hitað upp fyrir Quarashi á Bestu útihátíð- inni í fyrra. Með þeim í teymi eru tækni- menn, ljósmyndarar og fleiri aðstoðarmenn. „Við byrjuðum í þessu þegar við sáum auglýsta plötusnúðakeppni á netinu. Við tókum þátt og unnum hana. Eftir það byrj- uðum við á þremur böllum hjá grunnskólum úti á landi og þá fóru hjólin að snúast. Við urðum sífellt meira bókaðir og það er búið að ganga ótrúlega vel síðan þá,“ segir Bjarni Hallgrímur. Þeir félagar hafa sankað að sér alls konar græjum og eru meira og minna búnir að borga þær upp núna. Basic House Effect hefur verið bókað á tíu böll á næstunni í hinum ýmsu grunn- og framhaldsskólum, auk þess sem stór próf- lokapartí eru fram undan. „Í tilefni af því að við höfum loksins borgað niður allan okkar eigin kostnað, tveggja ára afmælinu okkar og í þakklætisskyni viljum við gera eitthvað á móti og þakka fyrir þessar frábæru viðtök- ur með smá jólagjöf frá okkur,“ segir Bjarni. Búnir að borga og gefa ágóðann GÓÐ JÓLAGJÖF Hilmar Már Pétursson, Grímur Óli Geirs- son og Bjarni Hallgrímur Bjarnason eru meðlimir Basic House Effect. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þrír þekktir innlendir leikstjórar eru að íhuga að kvikmynda elleftu skáldsögu Stefáns Mána, Húsið, sem er nýkomin út. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir að lesa bókina um þessar mundir með kvikmyndaréttinn í huga. Þessi áhugi kemur ekki á óvart miðað við viðbrögðin við kvik- myndinni Svartur á leik, sem var byggð á samnefndri bók Stefáns Mána. Um 62 þúsund manns sáu myndina í íslenskum kvikmynda- húsum og er hún orðin næsttekju- hæsta íslenska mynd sögunnar á eftir Mýrinni með um áttatíu milljónir í aðsóknartekjur. Leik- stjóri var Óskar Axelsson og með aðalhlutverk fór Þorvaldur Davíð Kristjánsson. Stefán Máni hefur selt kvikmynda réttinn að tveimur öðrum bókum sínum. Saga Film keypti réttinn að Ódáðahrauni fyrir þremur árum. Sá réttur náði til átján mánaða með möguleika á framlengingu og enn hefur myndin ekki litið dagsins ljós. Áður hafði fyrirtækið Zik Zak tryggt sér rétt- inn að Skipinu. Sá réttur rann út og var ekki endurnýjaður og fékk Stefán Máni hann því aftur í hend- urnar. Söguþráður Hússins er á þann veg að drengur kemst lífs af úr bruna í Kollafirði á Þorláksmessu árið 1979 en foreldrar hans og tvö systkini farast. Seint í nóvember er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draug- ar fortíðar vakna til lífsins. - fb Þrír leikstjórar skoða Húsið STEFÁN MÁNI Þrír innlendir leikstjórar hafa sýnt nýjustu bók Stefáns Mána áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert,“ segir fata- hönnuðurinn Guðmundur Jörunds- son, sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn. Guðmundur hefur vakið athygli sem yfirhönnuður herrafataversl- unar Kormáks og Skjaldar og er einn þeirra sem eiga heiðurinn af vaxandi vinsældum tvídefnis hjá íslenskum karlmönnum undan- farin misseri. Fyrsta lína Jör nefn- ist Jewlia og er væntanleg í fyrr- greinda herrafataverslun með vorinu. „Línan er innblásin af prest- um, gyðingum og pastellitum. Mér fannst Jewlia geta verið gott heiti á Gyðingalandi,“ segir Guð- mundur og staðfestir að ákveðnar áherslubreytingar séu á þessu nýja merki sínu í samanburði við það sem hann hefur gert áður. „Þetta er framsæknara, en þó er enn þá sami grunnur. Ég er að vinna mikið áfram með klassísk klæðskerasnið.“ Guðmundur leggur mikið upp úr vönduðum efnum í línunni. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Tyrklandi, í sömu verksmiðju og ítalska merkið Armani og breska merkið Paul Smith. Í línunni er að finna jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllukraga- boli í bland við fylgihluti á borð við hatta og sólgleraugu. „Rúllukraga- bolir eru klárlega málið í vetur. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikil tískubóla í karlmanns- tískunni og í ár með rúllukraga- bolina. Öll tískumerkin voru með rúllukragaboli í fatalínum næsta árs,“ segir Guðmundur og bætir við að bolirnir eigi að vera þröngir. Fata hönnuðurinn segist stefna á að höfða til breiðs aldurshóps með nýja merkinu, en lína hans fyrir Kormák og Skjöld verður enn til staðar. „Það heldur sínu striki með klassískum sniðum og tvídefnum.“ Á laugardaginn verður Jewlia- línan frumsýnd með pompi og prakt á efstu hæð í Höfðatorgi en Guð- mundur vill lítið gefa uppi um sýn- inguna sjálfa. „Þetta verður skugga- legt og spennandi.“ alfrun@frettabladid.is GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON: RÚLLUKRAGABOLIRNIR AÐ KOMA STERKIR INN PRESTAR, GYÐINGAR OG PASTELLITIR INNBLÁSTURINN JEWLIA EFTIR JÖR Guðmundur Jörundsson frumsýnir nýja línu á laugardaginn sem hann segir vera tískulega og um leið innblásna af prestum, gyðingum og pastellitum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðmundur var að skoða nýju fata- línuna á saumastofu er ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Þar var meðal annars að finna þennan ljósgráa leðurjakka með jakkafata- sniði en hönnuðurinn var eitthvað ósáttur við áferðina á leðrinu. Hann skellti sér því í jakkann og rúllaði sér um á gólfinu. „Nýtt leður getur verið svo stíft, við beitum ýmsum brögðum til að beygla leðrið og ná réttu áferðinni.“ Á GÓLFIÐ Í LEÐRINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.