Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 8
25. október 2012 FIMMTUDAGUR8 JÓN VON TETZCHNER stofnandi Opera Software á ráðstefnu Stjórnvísi í Hörpu föstudaginn 26. október www.volkswagen.is Volkswagen Touareg Komdu og reynsluaktu Volkswagen Touareg Það sem er auka- búnaður hjá öðrum er staðalbúnaður hjá okkur Touareg V6 3.0TDI Blue Motion, 245 hestöfl, sjálfskiptur kostar 11.790.000 kr. ÞJÓÐTRÚ „Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum,“ segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlands veg. Grásteinn, sem er í landi Keldna í Grafarvogi, hefur verið talinn bústaður álfa. Vafasamt þykir að stugga við slíkum stöðum. Reyndist það að minnsta kosti dýrkeypt þegar áður hefur verið átt við Grástein vegna vegafram- kvæmda. „Þá var komist að sam- komulagi við álfana,“ segir Ólaf- ur um hinar fornu væringar. Og þess vegna sveigir nýi hjóla- og göngu stígurinn framhjá klett- inum. Hinum megin steinsins er reiðstígur fyrir hestamenn. „Við vitum að sjálfsögðu vel af því að steinninn á sína sögu. Okkur fannst ekki sérstök ástæða til að hafa samband við álfana núna fyrst við erum ekkert að hrófla við steininum,“ segir Ólafur. Álfasteinninn var fyrst færð- ur til árið 1970 þegar unnið var að lagningu Vesturlandsvegar. Í Morgunblaðinu 15. janúar 1999 segir frá því að steinninn, sem áætlaður var fimmtíu tonn að þyngd, hafi klofnað í tvennt við þær tilfæringar og endað á hvolfi. Vitnað var til verkfræðings sem starfaði að vegagerðinni á þeim tíma og haft eftir honum að eitt óhapp hefði orðið í kjölfar þess að steinninn var fluttur í fyrra skiptið. Ýtustjóri hefði óvart rofið vatnslögn og þúsundir silunga- seiða í fiskeldisstöð drepist. Þegar Vesturlandsvegur var tvöfaldaður á þessum slóðum árið 1999 var Grásteinn aftur færður til. Hafði Morgunblaðið eftir Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra að tvær meginástæður hefðu ráðið því að steinninn var fluttur. Ann- ars vegar væri hann skemmtilegt kennileiti og hins vegar sögusagn- irnar um álfabyggð í steininum. gar@frettabladid.is Enn tiplað á tánum í kring um Grástein Lögð er lykkja á nýjan göngustíg við Vesturlandsveg utan um álfastein sem þar er. Menn hafa tvisvar fært steininn til vegna framkvæmda. Í fyrra skiptið urðu óhöpp sem vegagerðarmenn töldu vera af völdum álfa sem byggju í steininum. GRÁSTEINN Álfasteinninn í landi Keldna er bæði tvíklofinn og á haus eftir fyrri flutn- inga vegna vegaframkvæmda. Að þessu sinni er nýr göngu- og hjólastígur sveigður framhjá Grásteini. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Seconds From Disaster Heimildaþættir um stórslys og hamfarir NATIONAL GEOGRAPHIC CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS KNÚTUR TIL FRAMBÚÐAR Þýski listamaðurinn Josef Tabachnyk hefur gert styttu af ísbirninum Knúti, sem afhjúpuð var í dýragarði Berlínar. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Íslenskir tíundu bekkingar stóðu sig best í ensku á samræmdu prófunum í ár. Lakastar voru einkunnir þeirra í íslensku. Í einstökum hlutum prófa var meðaleinkunnin hæst í íslenskri ritun. Búið er að birta fyrstu niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum sem nem- endur þreyttu í september. Meðaleinkunn nemenda var hæst í ensku, 6,6. Í stærðfræði var meðaleinkunnin 6,5 og í íslensku 6,4. Í íslensku stóðu nemendurnir sig að meðaltali best í ritun, þar sem meðaleinkunnin var sjö, en einkunnin var 6,2 fyrir bæði málfræði og lestur og bókmenntir. Í stærðfræði gekk nem- endum best með reikniaðgerðir og hlutföll og prósentur, þar sem meðaleinkunn var 6,8. Meðaleinkunn nemenda í Reykjavík var hæst í öllum þremur prófunum, 6,6 í íslensku, 6,7 í stærðfræði og 6,8 í ensku. Nemendur í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur voru einnig með 6,7 í stærðfræði og 6,8 í ensku, en 6,5 í íslensku. - þeb Niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum í tíunda bekk liggja fyrir: Íslenskum unglingum gengur best í ritun AUSTURBÆJARSKÓLI Skólar á höfuðborgarsvæðinu voru með hæstu meðaleinkunnirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Einkunnir eftir landshlutum Íslenska Enska Stærðfræði Reykjavík 6,6 6,7 6,8 Nágr. Reykjavíkur 6,5 6,7 6,8 Norðvestur 6,3 6,1 6,3 Norðaustur 6,2 6,1 6,3 Suður 6,1 6,2 6,3 Landið allt 6,4 6,5 6,6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.