Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 48
25. október 2012 FIMMTUDAGUR32 32tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM tonlist@frettabladid.is Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 27. september - 3. október 2012 LAGALISTINN Vikuna 27. september - 3. október 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Retro Stefson ..............................................................Glow 2 Valdimar ......................................................................... Sýn 3 Mumford & Sons ............................................. I Will Wait 4 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn 5 Muse .....................................................................Madness 6 Ragnar Bjarnason / Jón Jónsson ...................... Froðan 7 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál 8 Magni ..................................................................Augnablik 9 Philip Philips .............................................................Home 10 Adele ..........................................................................Skyfall Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti .....................................Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson ..............................................Retro Stefson 3 Ellý Vilhjálms .......................................... Heyr mína bæn 4 Of Monsters and Men ............My Head Is an Animal 5 Stuðmenn ......................................................... Astralterta 6 Úr kvikmynd ................................................Ávaxtakarfan 7 Steind. Andersen & Hilmar Örn .....................Stafnbúi 8 Muse ............................................................. The 2nd Law 9 Mannakorn ......................................... Í blómabrekkunni 10 Úr leikritum ...... Thorbj. Egner: Gömlu góðu leikritin Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson - Stafnbúi Valdimar - Um stund Pascal Pinon - Twosomeness Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíð- inni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminískum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var til- nefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kapp- anum er beðið með mikilli eftir- væntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svo- lítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúna- borgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi. Framsækinn Lundúnarappari HEITUR Ghostpoet er að klára plötu númer tvö og spilar á Airwaves á laugardagskvöldinu. ASTRALTERTA með Stuðmönnum og Grýlunum er plata vikunnar ★★★★★ „Frábær pakki. Tvær plötur með þessari sígildu og fjölbreyttu popp- tónlist og kvikmyndin sjálf í kaupbæti!“ - TJ Önnur breiðskífa Thee Attacks er komin út hér á landi. Þessi hressi- lega danska rokkhljóm- sveit verður meðal gesta á Airwaves-hátíðinni í ár. Danska rokksveitin Thee Attacks hefur sent frá sér sína aðra plötu, Dirty Sheets, á vegum danska útgáfufélagsins Crunchy Frog og er hún komin út hér á landi. Hljómsveitin kemur fram á Airwaves-hátíðinni og verða opinberir tónleikar hennar á Gamla Gauki föstudagskvöldið 2. nóvember. Hún spilar einnig á nokkrum tónleikum utan dag- skrár í kringum hátíðina. Thee Attacks er frá Álaborg á Jótlandi og var stofnuð árið 2007 af þeim Terry, Johnny og Jimmy. Ári síðar gekk Ritchie til liðs við bandið. Þeir félagar, sem búa núna í Kaupmannahöfn, gáfu út sína fyrstu breiðskífu 2010 sem hét That´s Misters Attack To You og var það Bretinn Liam Wat- son sem annaðist upptökustjórn. Hann hlaut Grammy-verðlaunin fyrir þátt sinn í plötu The White Stripes, Elephant. David Fricke, blaðamaður Roll- ing Stone, sem kemur einmitt á Airwaves í ár, hreifst mjög af That´s Mister Attack To You og Kröftugir danskir rokkarar THEE ATTACKS Önnur plata dönsku rokkaranna er komin út hér á landi. Sveitin spilar á Gamla Gauki 2. nóvember. MYND/SOREN SOLKAER Save the Children á Íslandi valdi hana á topp tíu listann sinn yfir þær bestu það árið. Thee Attacks hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarhátíðum undanfarin ár, meðal annars á Hróarskeldu, SXSW, By:Larm, Spot Festival, Reeperbahn Festival og Eurosonic. Breska tímaritið Mojo var afar hrifið af frammistöðu strákanna á SXSW í fyrra og setti tónleikana þeirra á lista yfir þá sjö bestu á hátíðinni. Nýja platan Dirty Sheets hefur notið mikilla vinsælda í heima- landi þeirra og heiðarlegt og grípandi rokkið af gamla skól- anum átt greiða leið að eyrum hlustenda. Meðal áhrifavalda eru einmitt sveitir á borð við The Kinks, The Who, The Small Faces og T.Rex. Eins hefur Thee Attacks hlotið mikið lof fyrir tón- leika sína en hljómsveitin þykir einstaklega lífleg og kraftmikil á sviði. freyr@frettabladid.is 15% kynningarafsláttur Nánar á www.frumherji.is Ertu að kaupa eða selja fasteign? Viltu minnka áhættu í fasteignakaupunum? Hlutlaus söluskoðun og vönduð skýrsla yfir almennt ástand eignarinnar getur borgað sig margfalt. Láttu fagmenn Frumherja á sviði fasteignaskoðana fara yfir eignina áður en gengið er frá kaupum. Tímapantanir í síma 570 9360 SÖLUSKOÐUN FASTEIGNA Thee Attacks kemur frá Álaborg á Jótlandi og var stofnuð árið 2007 af þeim Terry, Johnny og Jimmy. 2007 Auk rokkaranna í Thee Attacks stíga fimm danskar hljómsveitir á svið á Airwaves-hátíðinni. The Foreign Resort er fjögurra manna band sem spilar drungalega síðrokkstónlist í anda The Cure, Joy Division og My Bloody Valentine. Önnur sveit, The Echo Vamper, er rokkdúó skipað Iza Mortag Freund og James Brook. Öskur-söngstíll Freunds hefur vakið athygli og þykir hann minna á söngkonurnar Lydiu Lunch og Siouxsie Sioux. Þriðja sveitin, The Eclectic Moniker er skipuð sjö manneskjum með Frederik Vedersø í fararbroddi. Tón- listin er draumkennd og melankólísk undir áhrifum frá indírokki, afróbíti, calypso og poppi. Paul Simon, Vampire Weekend, Beirut og Dirty Projectors eru á meðal áhrifavalda. Eins manns sveitin Rangleklod stígur einnig á svið. Hún blandar rokki og danstónlist saman við alls konar forritaða hljóma þannig að úr verður áhrifarík tónasúpa. Loks verður á Airwaves kvennatríóið Nelson Can Play sem spilar indí- og sálartónlist undir áhrifum frá Yeah Yeah Yeahs, The Gossip og The White Stripes. FIMM AÐRAR DANSKAR Á AIRWAVES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.