Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 56
25. október 2012 FIMMTUDAGUR40
sport@frettabladid.is
LOGI GEIRSSON spilar í kvöld sinn fyrsta handboltaleik í tæpa átján mánuði, en hann verður í leikmannahópi FH þegar
liðið heimsækir Aftureldingu í 6. umferð N1 deildar karla. Logi hefur verið að glíma við meiðsli á öxl en hefur æft verkjalaus
undanfarnar vikur og ætlar því að láta reyna á öxlina í kvöld. Hann lék sinn síðasta leik þegar FH tryggði sér Íslandsmeistara-
titilinn 4. maí 2011.
FÓTBOLTI Ísland fær í dag tækifæri
til að tryggja sér sæti í úrslita-
keppni Evrópumeistaramóts
kvenna í knattspyrnu annað skipt-
ið í röð. Fyrir fjórum árum unnu
stelpurnar sigur á Írlandi á köldu
októberkvöldi og eignaðist Ísland
þar með í fyrsta sinn A-landslið í
knattspyrnu sem tryggir sér sæti í
úrslitakeppni stórmóts.
Í þetta skiptið stendur Úkraína
í vegi Íslands. Úkraína hefur einu
sinni tekið þátt í úrslitakeppni stór-
móts og var það á EM í Finnlandi
fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá
íslenska liðinu.
Fyrri leikurinn fór fram ytra um
helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur
og er því með forystu fyrir leikinn
á Laugardalsvelli í kvöld.
Þekkjum andstæðinginn betur
„Við lærðum heilmikið af þessum
leik,“ sagði Katrín Jónsdóttir lands-
liðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær,
en Sigurður Ragnar Eyjólfsson
hafði takmörkuð úrræði þegar
kom að því að afla sér upplýsinga
um liðið.
„Hann var búinn að undirbúa
okkur eins vel og hægt var en það
er síðan allt öðruvísi að spila sjálf-
an leikinn. Við mætum því betur
undirbúnar til leiks nú og vitum
við hverju við megum búast,“ bætti
Katrín við.
Sigurður Ragnar vonast til að
liðið byrji eins vel og það gerði í
leiknum ytra, en stelpurnar kom-
ust þá 2-0 yfir snemma í leiknum.
„Það væri sterkt að byrja aftur
eins vel núna en það má heldur
ekki gleyma því að Úkraína er með
hörkulið enda náðu þær að koma
til baka og jafna leikinn,“ segir
Sigurður Ragnar. „Þetta verður
erfiður leikur en við munum sem
fyrr spila upp á okkar styrkleika.
Það eru alltaf svipaðar áherslur í
okkar varnarleik og helst munur
á því hversu framarlega við erum
með okkar lið.“
Katrín tekur undir þetta og hefur
ekki áhyggjur af því að liðið muni
leggja of mikla áherslu á varnar-
leikinn, þó svo að jafntefli muni
duga til að komast áfram. „Það
er auðvitað mikilvægt að sinna
varnar hlutverkinu en við ætlum
ekki að leggjast í vörn og leggja allt
kapp á að halda núlli allan leikinn.
Við munum spila okkar bolta eins
og við erum vanar að gera.“
Spilum alltaf til sigurs
Katrín segir að niðurstaðan í dag
muni fyrst og fremst ráðast af
hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru
jöfn lið og þær sýndu okkur úti að
þær kunna að spila fótbolta. Það
lið vinnur sem ætlar sér meira að
sækja sigurinn. Við ætlum okkur
að vera það lið.“
Sigurður Ragnar tekur í svipað-
an streng og segir að það sem hafi
áður gerst muni ekki skipta neinu
máli.
„Þetta er bara verkefni sem við
ætlum að klára. Við vitum að við
erum góðar í fótbolta enda með
hörku lið. Við þekkjum þá stöðu
að vera í forystu eftir fyrri leik í
svona einvígi en það hjálpar okkur
ekki endilega í þessum leik. Við
spilum alltaf til sigurs og það
breytist ekki nú.“
Sigurður Ragnar ritaði í gær
pistil á heimasíðu KSÍ sem var
endurbirtur víða og dreift manna
á milli í netheimum. Þar segir hann
það draum sinn að stelpurnar fái
fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund
manns.
Hann segir þann draum sinn
raunhæfan. „Af hverju ekki? Við
getum breytt heiminum, ég og þú.
Það eina sem þarf er að mæta á
völlinn.“ eirikur@frettabladid.is
Við ætlum ekki að leggjast í vörn
Ísland mætir í dag Úkraínu í síðari leik liðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2013. Ísland hefur 3-2 for-
ystu eftir fyrri leikinn og dugar því jafntefli til að komast áfram í dag. Þjálfarinn vill fullsetna stúku.
HÆFILEIKARÍKAR Fanndís Friðriksdóttir leikur listir sínar á æfingu landsliðsins í
Egilshöll í vikunni. Rakel Hönnudóttir er henni við hlið, við öllu búin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Dominosdeild kvenna
Keflavík-Snæfell 73-69 (36-35)
Stigahæstar: Pálína Gunnlaugsdóttir 26, Sara
Rún Hinriksdóttir 16, Jessica Ann Jenkins 13, Birna
Ingibjörg Valgarðsdóttir 10 - Hildur Sigurðardóttir
20 (8 fráköst/5 stoðs.), Kieraah Marlow 14/11
fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 14 (13 frák./5
stolnir), Berglind Gunnarsdóttir 10.
Haukar-Fjölnir 73-79 (36-37)
Stigahæstar: Siarre Evans 22 (25 frák./6 stoðs.),
Gunnhildur Gunnarsdóttir 15, Margrét Rósa
Hálfdanardóttir 13, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 12
- Britney Jones 42 (7 frák./6 stoðs.), Fanney Lind
Guðmundsdóttir 11.
KR-Njarðvík 74-67 (40-34)
Stigahæstar: Sigrún Ámundadóttir 18 (12 frák./5
stolnir), Helga Einarsdóttir 16 (12 frák.), Patechia
Hartman 16 - Lele Hardy 30 (21 frák./5 stoðs.).
Grindavík-Valur 56-74 (22-43)
Stigahæstar: Petrúnella Skúladóttir 15, Helga Rut
Hallgrímsdóttir 14 (14 frák.), Crystal Smith 11 -
Alberta Auguste 21 (16 frák./5 stoðs./5 stolnir),
Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Hallveig Jónsdóttir 10.
Stig liða: Keflavík 10, Snæfell 8, Valur 8, KR 6,
Njarðvík 4, Fjölnir 2, Haukar 2, Grindavík 0.
Meistaradeildin í fótbolta
A-RIÐILL
Dinamo Zagreb - PSG 0-2
0-1 Zlatan Ibrahimovic (33.), 0-2 J. Ménez (43.)
Porto - Dynamo Kiev 3-2
Stig liða: Porto 9, PSG 6, Kiev 3, Zagreb 0.
B-RIÐILL
Arsenal - Schalke 0-2
0-1 Klaas-Jan Huntelaar (76.), 0-2 Afellay (86.).
Montpellier - Olympiakos 1-2
Stig liða: Schalke 7, Arsenal 6, Olympiakos 3,
Montpellier 1.
C-RIÐILL
Zenit St Petersburg - Anderlecht 1-0
Málaga - AC Milan 1-0
Stig liða: Málaga 9, Milan 4, Zenit 3, Anderlecht 1.
D-RIÐILL
Ajax - Manchester City 3-1
0-1 Samir Nasri. (22.), 1-1 Siem De Jong (45.), 2-1
Niklas Moisander (57.), 3-1 Christian Eriksen (68.)
Dortmund - Real Madrid 2-1
1-0 Robert Lewandowski (36.), 1-1 Cristiano
Ronaldo (38.), 2-1 Marcel Schmelzer (64.)
Stig liða: Dortmund 7, Real 6, Ajax 3, City 1.
ÚRSLIT Í GÆR
FÓTBOLTI Allt hefur verið gert til
að forða því að frost komi í jörðu
á Laugardalsvellinum fyrir leik
Íslands og Úkraínu klukkan 18.30
í kvöld. Ábreiða hefur verið á
vellinum síðan á föstudag.
„Dúkurinn verður svo tekinn
af fjórum tímum fyrir leik. Þetta
er gamall og lúinn völlur sem er
ekki með undirhita og því þarf
að grípa til þessara ráðstafana,“
sagði Kristinn V. Jóhannsson,
vallarstarfsmaður KSÍ. „Veður-
spá segir að það muni kólna eftir
því sem líður á daginn en við
erum vongóð um að fá góðan völl
fyrir leikinn.“ - esá
Laugardalsvöllur tilbúinn:
Með ábreiðu í
tæpa viku
MARIBOR - TOTTENHAM
KL. 16.55
LIVERPOOL - ANZHI
KL. 19.00
EvrópudEIlDin
TVEIR TOPPLEIKIR Í DAG
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
HANDBOLTI Aron Kristjánsson,
þjálfari íslenska karlalandsliðsins,
valdi í gær sinn fyrsta hóp síðan
hann tók við starfinu af Guðmundi
Guðmundssyni. Aron valdi nítján
leikmenn fyrir tvo leiki í undan-
keppni EM 2014.
Aron verður án þriggja leik-
manna sem voru með íslenska lið-
inu á Ólympíuleikunum í London.
Ólafur Stefánsson er hættur í
landsliðinu, Arnór Atlason gaf
ekki kost á sér að þessu sinni
vegna persónulegra ástæðna og
þá er Björgvin Páll Gústavsson frá
vegna veikinda.
Daníel Freyr Andrésson mark-
vörður úr FH, Arnór Þór Gunnars-
son, Stefán Rafn Sigurmannsson
og Ólafur Gústafsson koma allir
inn í hópinn, sem og þeir Ólafur
Andrés Guðmundsson, Aron Rafn
Eðvarðsson og Þórir Ólafsson, sem
æfðu með liðinu fyrir Ólympíuleik-
ana en komust ekki með til London.
Íslenska liðið fær lítinn tíma til
undirbúnings fyrir leikina, en liðið
mætir Hvíta-Rússlandi í Laugar-
dalshöllinni 31. október og svo
Rúmeníu á útivelli fjórum dögum
síðar.
Ísland er líka í riðli með Slóveníu
og komast tvær efstu þjóðirnar
áfram. - óój
Aron Kristjánsson valdi sinn fyrsta landsliðshóp í gær fyrir komandi leiki í undankeppni EM í Danmörku:
Landsliðið verður án Arnórs og Björgvin Páls
ARNÓR ATLASON Gefur ekki kost á sér í
leikina í næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Landsliðshópurinn:
Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson
(Haukar), Daníel Andrésson (FH), Hreiðar
Guðmundsson (Nötteröy). Aðrir leik-
menn: Alexander Petersson (R-N Löwen),
Arnór Þór Gunnarsson (Bergischer), Aron
Pálmarsson (Kiel), Ásgeir Örn Hallgrímsson
(Paris) Guðjón Valur Sigurðsson (Kiel),
Ingimundur Ingimundarson (ÍR), Kári
Kristjánsson (Wetzlar), Ólafur Guðmunds-
son (Kristianstad), Ólafur Gústafsson (FH),
Ólafur Bjarki Ragnarsson (Emsdetten),
Róbert Gunnarsson (Paris), Snorri Steinn
Guðjónsson (GOG), Stefán Rafn Sigur-
mannsson (Haukar), Sverre Jakobsson
(Grosswallstadt), Vignir Svavarsson
(Minden) og Þórir Ólafsson (Vive Targi
Kielce).