Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 24
25. október 2012 FIMMTUDAGUR24 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EYGLÓ BÁRA PÁLMADÓTTIR Bollagötu 4. Reykjavík lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 21. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 31. október kl. 13.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þorbjörn J. Benediktsson Guðjón I. Jónsson Anna B. Bragadóttir Jenný Jensdóttir Jón H. Elíasson Birna Jensdóttir Hjalti Egillsson Ruth Jensdóttir Ólafur Atli Jónsson Jóhannes Jensson Christina M. Bryars Jens Jensson Benedikt H. Þorbjörnsson Valgerður J. Þorbjörnsdóttir Guðmundur Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts SIGURBJARGAR ÁRMANNSDÓTTUR sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, áður til heimilis Sóltúni 7. Alúðarþakkir til allra sem komu að hjúkrun og umönnun hennar. Þórarinn Hrólfsson Tryggvi Þórarinsson Ingibjörg Ingólfsdóttir Hrólfur Þórarinsson Katrín Guðmunda Einarsdóttir Sigþór Þórarinsson Matthildur Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SJAFNAR B. GEIRDAL fer fram frá Akraneskirkju 26. október kl. 14.00. Bragi Skúlason Anna Þuríður Kristbjörnsdóttir Hrafnhildur Skúladóttir Ólafur Jón Guðmundsson Hafdís Skúladóttir Magnús Árnason Sigríður Birna Bragadóttir Sigurjón Þorsteinsson Steinar Bragi Sigurjónsson Anna Jóna Sigurjónsdóttir Ámundi Steinar Ámundason Grímur Arnar Ámundason Hafdís Anna Bragadóttir Björn Eyjólfsson Sara Skúlína Jónsdóttir Arnar Már Símonarson Aron Frosti Arnarsson Arnar Jón Ólafsson Geirdal Skúli Bragi Magnússon Ásdís Elfa Einarsdóttir Árni Þórður Magnússon Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐJÓNSSON Frá Eyri, Ingólfsfirði, Nýbýlavegi 80, Kópavogi, lést mánudaginn 22. október. Ólafur Ingólfsson Svanhildur Guðmundsdóttir Lára Ingólfsdóttir Jón Leifur Óskarsson Sigurður Ingólfsson Ingunn Hinriksdóttir Halldór Kr. Ingólfsson Hrönn Jónsdóttir Guðjón Ingólfsson Harpa Snorradóttir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir Guðmundur Jóhann Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN JÓHANNESSON Heiðarbæ í Þingvallasveit, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 26. október kl. 11. Jarðsett verður í Þingvallakirkjugarði. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Steinunn E. Guðmundsdóttir Margrét Sveinbjörnsdóttir Auðunn Arnórsson Jóhannes Sveinbjörnsson Ólöf Björg Einarsdóttir Helga Sveinbjörnsdóttir Guðmundur Helgi Vigfússon Kolbeinn Sveinbjörnsson Borghildur Guðmundsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæri, KARL JÓNSSON Stararima 35, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 4. október sl. Útförin fór fram í kyrrþey. Fjölskylda hins látna. Okkar yndislegi pabbi, tengdapabbi og afi, GRÍMUR JÓNSSON járnsmiður og veiðimaður, Sléttuvegi 19, er látinn. Gunnar, Gígja Hrund, Hugi Þeyr, Ásgrímur og Ásta Ísafold Bróðir minn og mágur, HARALDUR BJARNASON Baugstjörn 20, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 27. október kl. 13.30. Ólafur Bjarnason Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GARÐARSDÓTTIR Brekkugötu 36, Akureyri, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð, þriðjudaginn 23. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju, þriðjudaginn 30. október kl. 13.30. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki í Skógarhlíð, sem annaðist hana af einstakri alúð og virðingu meðan hún dvaldi þar. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á styrktarsjóði Öldrunarheimila Akureyrar eða Kvenfélags Akureyrarkirkju. Sigurður Jóhannesson Sigríður Sigurðardóttir Sveinn Helgi Sverrisson Laufey S. Sigurðardóttir Sigurður Árni Sigurðsson Guðrún Hálfdánardóttir Elín S. Sigurðardóttir Hallgrímur Magnússon ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA ANNA VALMUNDSDÓTTIR Hólavangi 11, Hellu, áður húsfreyja á Vindási í Landsveit, sem lést 17. október sl. verður jarðsungin frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 27. október kl. 14.00. Vilborg Gísladóttir Kristján Gíslason Auður Haraldsdóttir Margrét Gísladóttir Bragi Guðmundsson Valmundur Gíslason Helga Matthíasdóttir Kristín G. Gísladóttir Guðmundur Þorvaldsson Helga Gísladóttir Ólafur Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ODDUR HELGASON áður til heimilis að Digranesvegi 68 í Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum að kvöldi föstudagsins 19. október sl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 31. október nk. kl. 13.00. Anna Oddsdóttir Steinar Friðgeirsson Halldóra Oddsdóttir Jón B. Björgvinsson barnabörn og barnabarnabörn. „Það er heilmikið vesen í kringum mig,“ segir grafíski hönnuðurinn Gísli Bald- vin Björnsson glaðlega en yfirlitssýning á verkum hans verður opnuð í kvöld í Hönnunarsafninu á Garðatorgi, af for- seta Íslands. Gísli kveðst ekkert hafa með uppsetningu sýningarinnar að gera heldur mæta þar eins og aðrir gestir. Gísli stofnaði auglýsingastofu þegar hann kom frá námi í Þýskalandi árið 1961 og ári síðar sérdeild í auglýsinga- teiknun við Myndlista- og handíðaskól- ann sem í dag er braut grafískrar hönn- unar í Listaháskóla Íslands. Þar hefur hann kennt þangað til fyrr á þessu ári. Hann vill þó ekki kalla sig brautryðj- anda í auglýsingateiknun, heldur nefnir Ágústu Snæland, sem fyrst Íslendinga fór til náms í þeim fræðum 1936, einnig Tryggva Magnússon myndlistarmann og fleiri í hans stétt. „En upp úr 1960 mætir inn á sviðið um tíu manna hópur, úr hinum ýmsu skólum beggja vegna Atlantshafsins. Ég var þar á meðal og kannski sá fyrsti sem tók að mér að skipuleggja auglýsingaherferðir, skrifa texta og veita markaðsráðgjöf auk þess að teikna,“ segir Gísli sem viðurkenn- ir að vinnudagarnir hafi stundum verið langir. „Ég er svo hamingjusamur að hafa haft meira en nóg að gera alla ævi. Rak stofuna í 20 ár og var kominn með 15 manns í kringum mig. Mér fannst þá of mikill tími fara í rekstur og ég týna pínulítið teiknaranum í sjálfum mér svo ég seldi fyrirtækið og fór síðar í ein- yrkjabransann. Í honum var ég til 2002. Þá tók ég að mér að gera stóra og mikla bók um íslenska hestinn í samvinnu við Hjalta Jón Sveinsson. Það tók þrjú ár.“ Ertu hestamaður? „Já, hestarnir björguðu mér frá því að fara yfir um af stressi, um leið og ég kom í hesthúsið kúplaði ég mig frá vinnunni. Gegnum þá kynntist ég líka landinu og var svo heppinn að fá mína góðu konu, Lenu Rist, með mér í hestamennskuna og dæturnar líka.“ Dæturnar eru fjórar og allar kröft- ugar að sögn Gísla, sem einnig á tólf barnabörn. „Elst er gullsmiðurinn Lena og síðan koma ellefu röskir strákar,“ segir afinn stoltur. Þó að einn þeirra sé hinn sprettharði Kári Steinn kveðst Gísli enginn hlaupagikkur vera. „En ég hef verið útivistarmaður, hestamennsk- an hefur hjálpað mér í því og jörð sem við eigum austur í Flóa. Ég syndi líka svo til á hverjum degi og geng, enda reyni ég að vinna gegn ellinni. Ég er sjö- tíu og fjögurra ára en finnst ég ekkert gamall, heilsan er góð og það er fyrir öllu.“ gun@frettabladid.is YFIRLITSSÝNING Á VERKUM GÍSLA B. BJÖRNSSONAR: OPNUÐ Í HÖNNUNARSAFNI HESTARNIR BJÖRGUÐU MÉR TEIKNARINN „Ég er sjötíu og fjögurra ára en finnst ég ekkert gamall, heilsan er góð og það er fyrir öllu.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INGIBJÖRG ÞORBERGS, söngkona og tónskáld, á afmæli í dag. „Maður getur svo ótal margt aðeins ef maður reynir.“85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.