Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGSlysabætur FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is sími 512 5432 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Lagarök lögmannsstofa sér um innheimtu á slysa- og skaða-bótum. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á persónulega þjón- ustu á meðan á rekstri máls stend- ur og tekur alla jafnan enga þókn- un nema við uppgjör bóta. Héraðs- dómslögmennirnir Ágúst Ólafsson og Ingólfur Magnússon starfa báðir hjá Lagarökum og hafa sótt sér mikla sérfræðiþekkingu á sviði skaðabótaréttar. „Við leggjum áherslu á sérfræði- þekkingu og alhliða þjónustu í af- greiðslu slysa- og skaðabótamála óháð því hvort um er að ræða um- ferðarslys, vinnuslys, frítíma- slys, réttargæslu fyrir þolendur af- brota og svo mætti lengi telja,“ segir Ágúst. Lagarök býður upp á heild- stæða lausn í bæði innheimtu og uppgjöri á slysabótum fyrir ein- staklinga með hámarks árangur að leiðarljósi. Ingólfur hefur unnið að viðamikilli rannsókn á bótarétti sem styrkt var af Rannís og hefur starfað hjá vátryggingafélagi, ríki og sveitarfélagi við afgreiðslu slysa- bóta. Við meistaranám sitt í laga- deild sótti Ágúst sérhæft námskeið í bótarétti auk þess sem hann hefur jafnframt mikla reynslu á sviði innheimtumála en hann hefur rekið innheimtufyrirtæki til fjölda ára. Ágúst veitti um árabil ráðgjöf um val á tryggingum, bæði til ein- staklinga og fyrirtækja. Persónuleg þjónusta Ingólfur segir Lagarök leggja ríka áherslu á persónulega þjónustu á meðan rekstur máls stendur yfir. „Viðskiptavinir okkar eru alltaf í beinu og persónulegu sambandi við lögmann sinn sem sér um mál hans. Þannig þarf viðskipta- vinurinn ekki að hafa samband við marga mismunandi aðila út af máli sínu allt eftir því á hvaða stigi það er. Við tökum vel á móti fólki og gætum að því að halda reglulegu sambandi undir rekstri málsins til þess að viðskiptavinurinn sé með- vitaður um framvindu málsins. Við sjáum alfarið um alla gagnaöflun á meðan viðskiptavinurinn ein beitir sér að því að ná sem bestum bata án þess að hafa áhyggjur af gangi málsins.“ Að sögn þeirra leggja Lagarök fyrst og fremst áherslu á persónu- lega þjónustu. Engin tvö mál eru eins að þeirra sögn og engir tveir viðskiptavinir eru eins. „Við teljum persónulega þjónustu vera lykilinn að hámarksárangri í þessum mála- flokki.“ Skjót viðbrögð skipta máli Ágúst og Ingólfur benda á að sér- reglum í íslenskri löggjöf á sviði skaðabótaréttar fjölgi ár frá ári. Því er oft erfitt fyrir þann sem lendir í tjóni að átta sig á því hver réttur hans er. „Þegar bóta réttur til dæmis þess sem hefur orðið fyrir vinnuslysi er ræddur þarf að líta á bótarétt viðkomandi í heild. Því þarf að kanna hugsanlegan rétt tjónþola til slysalauna og til bóta frá almannatryggingum, líf- eyrissjóði, sjúkrasjóði verkalýðs- félags, slysatryggingu launþega, frjálsri slysatryggingu eða rétti viðkomandi til annarra félagslegra greiðslna. Hver raunverulegur bótaréttur hins slasaða er verður fyrst ljós að lokinni slíkri skoðun.“ Þeir leggja ríka áherslu á að við- skiptavinir bregðist skjótt við eftir að slys eigi sér stað því staðan verð- ur erfiðari ef liðið er eitt eða fleiri ár frá slysi. Ágúst Ólafsson hdl. og Ingólfur Magnússon hdl. svara fús- lega öllum spurningum sem leitað er svara við. Hægt er að panta við- talstíma hjá þeim í síma 588-1177. Persónuleg þjónusta er lykillinn að hámarksárangri Miklu máli skiptir að bregðast skjótt við þegar lent er í slysi. Lagarök leggur áherslu á sérfræðiþekkingu, persónulega þjónustu og heildstæða lausn í innheimtu og uppgjöri slysabóta fyrir einstaklinga. „Við teljum persónulega þjónustu vera lykilinn að hámarksárangri í þessum málaflokki,“ segja Ingólfur Kristinn Magnússon hdl. og Ágúst Ólafsson hdl. hjá Lagarökum. MYND/GVA Flest slys verða inni á heimilunum. Reglulega ætti því að fara yfir hvert herbergi í húsinu og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Á www. lydheilsustod.is er að finna leiðbeiningar um það hvernig má efla slysavarnir á heimilinu. ● Gangið frá rafmagnssnúrum svo hvorki hangi né liggi lausar um gólf. ● Innstungur þurfa að vera heilar og vel festar í veggi. ● Öryggislæsing þarf að vera á gluggum svo þeir opnist ekki meira en 10 sentimetra. ● Gangið frá snúrum í gardínum svo enginn flæki sig í þeim. ● Setjið klemmuvarnir á hurðir svo þær skellist ekki í gegnumtrekk. ● Hálkunet þarf að vera undir gólfmottum. ● Gólfmottur mega ekki beyglast á gólfinu eða horn brettast upp. ● Þar sem börn eru þarf að loka stigum með öryggishliði. ● Hafið öryggislæsingu á svaladyrum svo hurðin opnist ekki meira en 10 sentimetra. ● Svalahandrið ætti að vera með lóðréttum rimlum með 10 sentimetra millibili. ● Æskilegt er að hlíf sé yfir eldri mið- stöðvarofnum. ● Ekki skal staðsetja húsgögn of nærri rafmagns- ofnum þar sem kviknað getur í. ● Athugið að margar pottaplöntur eru eitraðar. ● Reykskynjari, slökkvitæki og eld- varnarteppi ætti að vera til á heimilinu. Slysavarnir á heimilinu Allir sem skráðir hafa verið með lög heimili á Íslandi síðustu sex mánuði eru tryggðir. Trygginga réttindi fólks flytjast svo með einstak- lingum búsettum í EES-landi. Þeir sem flytjast hingað utan EES-landa öðlast sömu réttindi eftir sex mánaða búsetu hér á landi. Slysabætur og tilkynning slyss Sjúkratryggingar Íslands greiða bætur vegna slysa og eru því mikilvægur hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu. Lendi einstaklingur í slysi er fyrsta skrefið að fylla út eyðublað og skila því til Sjúkratrygginga Íslands. Þar er umsóknin yfirfarin og afstaða tekin til bótaskyldu sem falist getur í greiðslu slysatrygginga, dagpeninga, örorkubóta, dánarbóta og greiðslu vegna sjúkrahjálpar. Slys við heimilisstörf Á skattframtali er hægt að haka við reit sem býður fólki að slysatryggja sig við heimilisstörf. Slík trygging nær til heimilisstarfa sem innt eru af hendi hér á landi. Tryggingarnar gilda fyrir slys sem henda á heimili, í sumarbústað, í garði eða bílskúr. Undanskilin slysatryggingu við heimilisstörf eru meðal annars slys sem einstaklingar verða fyrir við ýmsar daglegar athafnir sem ekki teljast til hefð- bundinna heimilisstarfa, svo sem að klæða sig, baða og borða, eða á ferðalögum. Vinnuslys Atvinnurekandi skal senda inn tilkynningu þegar um vinnuslys er að ræða. Skilyrði er að viðkomandi hafi fengið greidd laun vegna vinnunnar eða ef um sjálf- stæðan atvinnurekanda er að ræða þá reiknað endur- gjald. Einstaklingur telst vera við vinnu þegar hann er á vinnustað á þeim tíma sem honum er ætlað að vera að störfum, einnig í matar- og kaffitímum. Maður sem er á leið til vinnu en fer í banka á leiðinni, og verður fyrir tjóni, er ekki tryggður samkvæmt almannatrygginga- lögum. Öll slys ber að tilkynna innan eins árs. Mikilvægt er að tilkynningar séu rétt útfylltar og í frumriti. Ýtar legar upplýsingar er að finna um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands á heimasíðunni www.sjukra.is. Ein af grunnstoðum heilbrigðiskerfisins Sjúkratryggingar Íslands starfa samkvæmt lögum frá Alþingi. Þar eru allflestir landsmenn tryggðir gagnvart slysum á hinum ýmsu stöðum. Sjúkratryggingar Íslands greiða bætur vegna slysa og eru því mikilvægur hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.