Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 32

Fréttablaðið - 25.10.2012, Page 32
KYNNING − AUGLÝSINGSlysabætur FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is sími 512 5432 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Lagarök lögmannsstofa sér um innheimtu á slysa- og skaða-bótum. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á persónulega þjón- ustu á meðan á rekstri máls stend- ur og tekur alla jafnan enga þókn- un nema við uppgjör bóta. Héraðs- dómslögmennirnir Ágúst Ólafsson og Ingólfur Magnússon starfa báðir hjá Lagarökum og hafa sótt sér mikla sérfræðiþekkingu á sviði skaðabótaréttar. „Við leggjum áherslu á sérfræði- þekkingu og alhliða þjónustu í af- greiðslu slysa- og skaðabótamála óháð því hvort um er að ræða um- ferðarslys, vinnuslys, frítíma- slys, réttargæslu fyrir þolendur af- brota og svo mætti lengi telja,“ segir Ágúst. Lagarök býður upp á heild- stæða lausn í bæði innheimtu og uppgjöri á slysabótum fyrir ein- staklinga með hámarks árangur að leiðarljósi. Ingólfur hefur unnið að viðamikilli rannsókn á bótarétti sem styrkt var af Rannís og hefur starfað hjá vátryggingafélagi, ríki og sveitarfélagi við afgreiðslu slysa- bóta. Við meistaranám sitt í laga- deild sótti Ágúst sérhæft námskeið í bótarétti auk þess sem hann hefur jafnframt mikla reynslu á sviði innheimtumála en hann hefur rekið innheimtufyrirtæki til fjölda ára. Ágúst veitti um árabil ráðgjöf um val á tryggingum, bæði til ein- staklinga og fyrirtækja. Persónuleg þjónusta Ingólfur segir Lagarök leggja ríka áherslu á persónulega þjónustu á meðan rekstur máls stendur yfir. „Viðskiptavinir okkar eru alltaf í beinu og persónulegu sambandi við lögmann sinn sem sér um mál hans. Þannig þarf viðskipta- vinurinn ekki að hafa samband við marga mismunandi aðila út af máli sínu allt eftir því á hvaða stigi það er. Við tökum vel á móti fólki og gætum að því að halda reglulegu sambandi undir rekstri málsins til þess að viðskiptavinurinn sé með- vitaður um framvindu málsins. Við sjáum alfarið um alla gagnaöflun á meðan viðskiptavinurinn ein beitir sér að því að ná sem bestum bata án þess að hafa áhyggjur af gangi málsins.“ Að sögn þeirra leggja Lagarök fyrst og fremst áherslu á persónu- lega þjónustu. Engin tvö mál eru eins að þeirra sögn og engir tveir viðskiptavinir eru eins. „Við teljum persónulega þjónustu vera lykilinn að hámarksárangri í þessum mála- flokki.“ Skjót viðbrögð skipta máli Ágúst og Ingólfur benda á að sér- reglum í íslenskri löggjöf á sviði skaðabótaréttar fjölgi ár frá ári. Því er oft erfitt fyrir þann sem lendir í tjóni að átta sig á því hver réttur hans er. „Þegar bóta réttur til dæmis þess sem hefur orðið fyrir vinnuslysi er ræddur þarf að líta á bótarétt viðkomandi í heild. Því þarf að kanna hugsanlegan rétt tjónþola til slysalauna og til bóta frá almannatryggingum, líf- eyrissjóði, sjúkrasjóði verkalýðs- félags, slysatryggingu launþega, frjálsri slysatryggingu eða rétti viðkomandi til annarra félagslegra greiðslna. Hver raunverulegur bótaréttur hins slasaða er verður fyrst ljós að lokinni slíkri skoðun.“ Þeir leggja ríka áherslu á að við- skiptavinir bregðist skjótt við eftir að slys eigi sér stað því staðan verð- ur erfiðari ef liðið er eitt eða fleiri ár frá slysi. Ágúst Ólafsson hdl. og Ingólfur Magnússon hdl. svara fús- lega öllum spurningum sem leitað er svara við. Hægt er að panta við- talstíma hjá þeim í síma 588-1177. Persónuleg þjónusta er lykillinn að hámarksárangri Miklu máli skiptir að bregðast skjótt við þegar lent er í slysi. Lagarök leggur áherslu á sérfræðiþekkingu, persónulega þjónustu og heildstæða lausn í innheimtu og uppgjöri slysabóta fyrir einstaklinga. „Við teljum persónulega þjónustu vera lykilinn að hámarksárangri í þessum málaflokki,“ segja Ingólfur Kristinn Magnússon hdl. og Ágúst Ólafsson hdl. hjá Lagarökum. MYND/GVA Flest slys verða inni á heimilunum. Reglulega ætti því að fara yfir hvert herbergi í húsinu og ganga úr skugga um að allt sé í lagi. Á www. lydheilsustod.is er að finna leiðbeiningar um það hvernig má efla slysavarnir á heimilinu. ● Gangið frá rafmagnssnúrum svo hvorki hangi né liggi lausar um gólf. ● Innstungur þurfa að vera heilar og vel festar í veggi. ● Öryggislæsing þarf að vera á gluggum svo þeir opnist ekki meira en 10 sentimetra. ● Gangið frá snúrum í gardínum svo enginn flæki sig í þeim. ● Setjið klemmuvarnir á hurðir svo þær skellist ekki í gegnumtrekk. ● Hálkunet þarf að vera undir gólfmottum. ● Gólfmottur mega ekki beyglast á gólfinu eða horn brettast upp. ● Þar sem börn eru þarf að loka stigum með öryggishliði. ● Hafið öryggislæsingu á svaladyrum svo hurðin opnist ekki meira en 10 sentimetra. ● Svalahandrið ætti að vera með lóðréttum rimlum með 10 sentimetra millibili. ● Æskilegt er að hlíf sé yfir eldri mið- stöðvarofnum. ● Ekki skal staðsetja húsgögn of nærri rafmagns- ofnum þar sem kviknað getur í. ● Athugið að margar pottaplöntur eru eitraðar. ● Reykskynjari, slökkvitæki og eld- varnarteppi ætti að vera til á heimilinu. Slysavarnir á heimilinu Allir sem skráðir hafa verið með lög heimili á Íslandi síðustu sex mánuði eru tryggðir. Trygginga réttindi fólks flytjast svo með einstak- lingum búsettum í EES-landi. Þeir sem flytjast hingað utan EES-landa öðlast sömu réttindi eftir sex mánaða búsetu hér á landi. Slysabætur og tilkynning slyss Sjúkratryggingar Íslands greiða bætur vegna slysa og eru því mikilvægur hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu. Lendi einstaklingur í slysi er fyrsta skrefið að fylla út eyðublað og skila því til Sjúkratrygginga Íslands. Þar er umsóknin yfirfarin og afstaða tekin til bótaskyldu sem falist getur í greiðslu slysatrygginga, dagpeninga, örorkubóta, dánarbóta og greiðslu vegna sjúkrahjálpar. Slys við heimilisstörf Á skattframtali er hægt að haka við reit sem býður fólki að slysatryggja sig við heimilisstörf. Slík trygging nær til heimilisstarfa sem innt eru af hendi hér á landi. Tryggingarnar gilda fyrir slys sem henda á heimili, í sumarbústað, í garði eða bílskúr. Undanskilin slysatryggingu við heimilisstörf eru meðal annars slys sem einstaklingar verða fyrir við ýmsar daglegar athafnir sem ekki teljast til hefð- bundinna heimilisstarfa, svo sem að klæða sig, baða og borða, eða á ferðalögum. Vinnuslys Atvinnurekandi skal senda inn tilkynningu þegar um vinnuslys er að ræða. Skilyrði er að viðkomandi hafi fengið greidd laun vegna vinnunnar eða ef um sjálf- stæðan atvinnurekanda er að ræða þá reiknað endur- gjald. Einstaklingur telst vera við vinnu þegar hann er á vinnustað á þeim tíma sem honum er ætlað að vera að störfum, einnig í matar- og kaffitímum. Maður sem er á leið til vinnu en fer í banka á leiðinni, og verður fyrir tjóni, er ekki tryggður samkvæmt almannatrygginga- lögum. Öll slys ber að tilkynna innan eins árs. Mikilvægt er að tilkynningar séu rétt útfylltar og í frumriti. Ýtar legar upplýsingar er að finna um starfsemi Sjúkratrygginga Íslands á heimasíðunni www.sjukra.is. Ein af grunnstoðum heilbrigðiskerfisins Sjúkratryggingar Íslands starfa samkvæmt lögum frá Alþingi. Þar eru allflestir landsmenn tryggðir gagnvart slysum á hinum ýmsu stöðum. Sjúkratryggingar Íslands greiða bætur vegna slysa og eru því mikilvægur hluti af íslenska heilbrigðiskerfinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.