Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 25. október 2012 17 Þau fyrirtæki sem vegnar hvað best til lengri tíma eiga það sameiginlegt að þeim stjórnar fólk sem tekst vel að draga fram ólík sjónarmið starfsmanna við ákvarðanatöku. Opnar spurningar og erfiðar vangaveltur eru þar boðnar velkomnar og sama á jafnvel við um ágreining. Þetta gerist ekki nema fyrirtækið hafi á að skipa öflugum stjórnendum með ólíkan bakgrunn og þankagang. Sem leið að þessu markmiði hafa fyrirtæki þróað með sér ýmsar aðferðir til að hæfustu einstak- lingarnir manni hverja stöðu. Sérhæfð ráðningafyrirtæki aðstoða við að búa til góða liðs- heild og fremstu fyrirtækin nota þróaðar aðferðir við ráðningar og frama starfsfólks til að finna þann rétta í starfið. Í þessu ljósi er fróðlegt að velta fyrir sér aðferðunum sem er beitt þegar skipað er á lista stjórnmálaflokka. Augljóst er, ekki síður en í rekstri fyrirtækja, að miklu máli skiptir að í stjórnmál veljist hæfir ein- staklingar með ólíkan bakgrunn og reynslu, bæði konur og karlar. Til að slíkt gerist er nauðsynlegt að ferlið sem notað er til að laða fólk til starfa í stjórnmálum stuðli að því að öflugt fólk hafi bæði áhuga og möguleika á að komast að og að reynsluheimur þeirra, sem að lokum mynda hóp kjörinna fulltrúa, sé sem fjöl- breytilegastur. Af þessu er ljóst að vandasamt er að skipa fólk á framboðslista. Á Íslandi hafa forval og prófkjör verið áberandi síðustu áratugi hjá öllum flokkum vegna rétt- mætrar gagnrýni á skort á lýð- ræði við uppstillingar. Prófkjör, forval og persónukjör geta þó dregið úr fjölbreytni þeirra ein- staklinga sem veljast til áhrifa innan stjórnmálaflokka til lengri tíma litið. Einstaklingar sem velja að taka þátt í þeim hana slag sem persónukjör getur verið, eru líklegri til að eiga margt sam- eiginlegt á sama hátt og þeir sem tækju aldrei þátt í persónukjöri eru frekar af sama sauðahúsinu. Mun meiri líkur eru á að mann- blendinn og opinskár einstakling- ur taki þátt í prófkjöri en sá sem er hlédrægur, hógvær og ómann- blendinn. Marga skortir þannig þá eiginleika sem nauðsynlegir eru til að taka þátt í prófkjörum en geta samt sem áður búið yfir eiginleikum sem gera þá að frá- bærum þing- eða sveitarstjórnar- mönnum. Það er mjög mikilvægt að á Alþingi og í sveitarstjórnir, líkt og í bestu fyrirtækin, veljist fjölbreyttur hópur einstaklinga hvort sem þeir eru félagslyndir eða ómannblendnir, opinskáir eða feimnir. Svo fremi sem þeir séu öflugir. Uppstilling er einnig síður en svo gallalaus. Mun færri koma þannig að því að velja á lista og lýðræði því í lágmarki. Vanda- sami þátturinn í uppstillingar- ferlinu er að velja gott og víðsýnt fólk í valnefndir sem misnotar ekki aðstöðu sína og tryggir ein- göngu pólitískum bandamönnum sínum sæti. Uppstilling getur þó virkað vel ef fulltrúar í valnefnd- um ná að hugsa til fram tíðar og kalli, líkt og stjórnandi fyrir- tækis, eftir öflugum en ólíkum einstaklingum sem spyrja ólíkra spurninga og ná til ólíkra hópa. Aukin krafa um persónukjör endurspeglar vilja kjósenda til að hafa aukin áhrif á hverjir verða kjörnir fulltrúar án þess að þurfa að taka þátt í forvali flokkanna. Flestir vilja hafa bein áhrif á val þingmanna og vilja jafnvel fá að stilla upp sínum eigin lista. Þetta er réttmæt krafa og eitthvað sem þingmenn verða að ræða ýtarlega hvernig megi útfæra. Vera má að þessi skortur á beinum áhrifum kjós- enda sé hluti skýringarinnar á litlu trausti til Alþingis. Persónu- kjör gæti þó fælt enn frekar frá þann hóp frambjóðenda sem forðast hefðbundin prófkjör en gæti annars orðið þjóðinni öflug- ur liðsauki því það er enn vanda- samara að kynna sig og sín sjón- armið fyrir heilli þjóð en litlum hluta hennar í prófkjöri. Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnar mönnum þannig að lýðræðið fengii að njóta sín til skiptis við upp- stillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum væri fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið, fólk með ákveðinn bakgrunn sem að öllu jöfnu tæki aldrei þátt í prófkjörs slag. Hugsanlega mætti velja hluta listans með prófkjöri og hluta með uppstill- ingu eða reyna aðferð breska Íhaldsflokksins þar sem áhuga- samir skila inn ferilskrá og fara í gegnum svipað ferli og þegar sótt er um starf í fyrirtæki. Mögulega þurfa flokkar að eiga í handraðanum skýrar reglur um nokkrar leiðir við val á lista sem gefa ólíkum einstaklingum tækifæri hverju sinni. En þar til fjölbreytnin eykst ættu flokks- bundnir einstaklingar, sem ætla að velja fólk á framboðslista næstu vikur, að hafa í huga mik- ilvægi þess að öflugt fólk með ólíkan bakgrunn og reynslu velj- ist til starfa á Alþingi. Ráðning á þing Í DAG Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Besta leiðin væri að skipta reglulega um leiðir við val á þing- og sveitarstjórnar- mönnum þannig að lýðræðið fengi að njóta sín til skiptis við uppstillingu þar sem nýtt fólk úr ólíkum áttum væri fengið til starfa. Færa má sterk rök fyrir því að flokkarnir verði einnig að sækja fólk út í samfélagið... AF NETINU Gullgrafaraæði Gripið hefur um sig gullgrafar- aæði í ferðabransanum. Allir sem vettlingi geta valdið ætla að græða á ferðamönnum. Fólk er í stórum stíl farið að leigja íbúðir sínar til ferðamanna, það spretta upp gistiheimili – sum þeirra uppfylla ekki lágmarkskröfur um öryggi – það er farið að gera út langferðabíla sem eru ekki hæfir til að flytja fjölda fólks. Og svo má lengi telja. Maður er sífellt að heyra sögur í þessa veru. Að sumu leyti minnir þetta á æði sem hafa áður runnið á landann: Tímann þegar allir ætluðu að verða ríkir á Íslenskri erfðagrein- ingu og banka- og húsnæðis- brjálæðið á árunum fyrir hrun. http://eyjan.pressan.is Egill Helgason Ísland örum skorið fyrir stóriðjuna Landsnet og áltrúarmenn segjast þurfa að leggja risa háspennu- línur þvert í gegnum byggðir landsins og um svonefnd „mannvirkjabelti“ þvers og kruss um hálendið til þess að bæta afhendingaröryggi til almennra notenda. Ekkert er fjær sanni. Hið rétta er að aðeins er verið að hugsa um afhendingaröryggi fyrir stóriðjuna, en risalínurnar eru nauðsynlegar til þess að flytja orku handa tíu sinnum orkufrek- ari notendum en hinir almennu notendur eru samanlagt. http://omarragnarsson.blog.is/ Ómar Ragnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.