Fréttablaðið - 25.10.2012, Blaðsíða 16
16 25. október 2012 FIMMTUDAGUR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Sagt hefur verið í mín eyru að það komi úr hörðustu átt þegar ég vilji að almennt
gildi það um mál sem fyrir Alþingi eru
lögð, að þau komi til atkvæðagreiðslu. Fyrr
á árum hafi ég iðulega gengið hart fram í
því að koma í veg fyrir einmitt þetta með
langri og stundum óbilgjarnri umræðu í
þingsal. Í því sambandi eru síðan nefnd
mál á borð við Kárahnjúkavirkjun, einka-
væðingu Símans, bankanna og grunnvatns-
ins, hlutafélagsvæðingu Ríkis útvarpsins
og sitthvað fleira. Nokkuð er til í þessari
gagnrýni. Í fámennri stjórnarandstöðu
varð þrautalendingin stundum sú að reyna
að skjóta málum á frest og skapa þannig
ráðrúm til almennrar umræðu í þjóð-
félaginu, mætti hún verða til að koma í veg
fyrir hið óumflýjanlega í atkvæðagreiðslu
á Alþingi, þar sem úrslitin réðust oftar en
ekki af flokksaga.
Málþóf og tafir er vissulega umdeilanleg
baráttuaðferð og eftir því sem þingmenn
verða sjálfstæðari í skoðunum og vinnu-
brögðum mun hún án efa úreldast. Vonandi.
En nú hefur komið vel á vondan því nú
hendir það mig eins og forvera mína á
ráðherrastóli að mál sem ég hef lagt fram
komast ekki til endanlegrar afgreiðslu. Eitt
slíkt mál er frumvarp um lífsskoðunar-
félög, lagaheimild til að virða tilverurétt
félags á borð við Siðmennt, til jafns við trú-
félög.
Andstæðingar þessa frumvarps hafa
hingað til komið í veg fyrir að það komi til
atkvæðagreiðslu.
Viðurkenning á lífsskoðunarfélögum á
borð við Siðmennt gengur ekki á rétt nokk-
urs manns til að velja sér trú, trúarbrögð
eða trúleysi. Um er að ræða að jafna stöðu
fólks sem kýs sér mismunandi vettvang
fyrir mannrækt, tilvistarspurningar og
andlega þekkingarleit. Mér hefur þótt það
bera vott um víðsýni ýmissa leiðandi aðila
innan Þjóðkirkjunnar að styðja þetta frum-
varp og þar með viðurkenningu á Siðmennt
og því góða starfi sem þar er unnið.
Ætli menn að koma í veg fyrir að lífs-
skoðunarfélög geti öðlast viðurkenningu
til jafns við trúfélög þá verða hinir sömu
að gera grein fyrir þeirri afstöðu sinni og
þeim hagsmunum sem eru í húfi. Siðmennt
er hvorki Kárahnjúkar né bankaeinka-
væðing. Siðmennt hefur uppskorið almenna
viðurkenningu og virðingu. Jákvæð afstaða
til uppbyggilegra lífsskoðunarfélaga ætti
að eiga hljómgrunn í öllum stjórnmála-
flokkum. Á það þarf að láta reyna á
Alþingi.
Siðmennt en ekki Kárahnjúkar
Alþingi
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
VILBORG EINARSDÓTTIR
framkvæmdastjóri Mentors
á ráðstefnu Stjórnvísi í Hörpu föstudaginn 26. október
Þ
orláksbúð, sem reist hefur verið á gamalli torftótt
fá einum metrum frá Skálholtsdómkirkju, er blettur á
ásýnd staðarins.
Einkenni Skálholtsstaðar hefur verið stílhrein ásýnd,
þar sem formfögur kirkja Harðar Ágústssonar hefur
verið miðdepill og skólabyggingin verið henni verðug og falleg
umgjörð.
Þorláksbúðin truflar þessa heildarmynd verulega auk þess
að vera hvorki fugl né fiskur, ekki endurbygging á gömlu torf-
húsi og ekki einu sinni tilgátuhús
sem stendur undir nafni. Það
er meðal annars mat forstöðu-
manns húsafriðunarnefndar,
Nikulásar Úlfars Mássonar.
„Hver er tilgangurinn með
því að taka áhættuna á því að
skaða umhverfið í Skálholti með
byggingu húss sem alls ekki telst
vera tilgátuhús þar sem ekki hefur verið sýnt fram á það með
óyggjandi hætti að hús af þessari stærð og gerð hafi staðið áður
á þessum stað og má því halda fram að sé sögufölsun?“ spyr
Nikulás Úlfar í ávarpi sínu í ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið
2011 sem birtist á vefsíðu Húsafriðunarnefndar í vikunni.
Hann bendir einnig á að meðan varið sé 34 milljónum króna
í Þorláksbúðarverkefnið líði varðveisla gamalla torfhúsa fyrir
fjárskort og nefnir meðal annars að til standi að taka niður einn
elsta torfbæinn á Íslandi norður í Eyjafirði, auk þess sem illa hafi
gengið að sinna endurbótum á bæði íbúðarhúsum og útihúsum
byggðum úr torfi vítt og breitt um landið.
Eins og kunnugt er var lagt í Þorláksbúðarleiðangurinn af
mikilli festu af hálfu Árna Johnsen og félaga hans, sem stofnuðu
félag með það að markmiði að reisa þetta hús. Að engu voru hafðar
viðvaranir aðila eins og húsafriðunarnefndar og Arkitektafélags
Íslands. Að auki kom svo á daginn að deiliskipulag það sem talið
var gilda fyrir Skálholtsstað og var forsenda byggingarleyfisins
reyndist ekki í gildi. Engu að síður var haldið áfram með verkið
og afraksturinn blasir nú við þeim sem sækja Skálholtsstað heim.
Mennta- og menningarmálaráðherra hefði getað stöðvað
byggingar ferlið með skyndifriðun á Skálholtsdómkirkju og
Skálholts skóla, sem húsafriðunarnefnd lagði til fyrir tæpu ári.
Tillaga nefndarinnar um friðun staðarins án Þorláksbúðar er nú
til meðferðar. Þeirri meðferð lyktar vonandi farsællega.
Það er algert hneyksli að Þorláksbúð skuli vera risin í Skál-
holti. Í fyrsta lagi spillir húsið ásýnd staðarins, í öðru lagi er
ekki einu sinni talið fullvíst að hús af þessari gerð hafi staðið á
þessum stað og í þriðja lagi blasir það við hverjum þeim sem að
húsinu kemur að fagmennska og smekkvísi var fráleitt með í för
í verkefninu. Ekkert annað kemur til greina en að fjarlægja húsið
sem allra fyrst. Í framhaldinu mætti finna því annan stað, að vel
íhuguðu máli og að frágengnum öllum leyfum. Hitt kæmi líka vel
til greina að sleppa því bara alveg.
Þorláksbúð verður að hverfa af þeim stað
sem hún er nú á:
Yfirgangurinn
í Skálholti
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
SKOÐUN
Fráleitt að túlka heimasetu
Friðrik Þór Guðmundsson, starfs-
maður Dögunar, er einn þeirra sem
hafa bent á það hve fáránleg iðja það
er að reyna að túlka vilja þeirra sem
ekki mættu á kjörstað um helgina.
Hann skrifar pistil á heimasíðu sína
þar sem hann segir „bráð-
fyndið og á köflum grát-
broslegt að fylgjast með
fúlum andstæðingum
lýðræðisumbóta reyna að
lesa í afstöðu þeirra kjós-
enda sem ekki greiddu
atkvæði í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni
sl. laugardag“.
Túlkum samt heimasetu
Friðrik Þór stenst hins vegar ekki
mátið að gera einmitt það sem hann
gagnrýnir aðra fyrir. Hann telur að
fjölmargir líklegir fylgismenn stjórnar-
skrárinnar hafi haldið sig heima
vegna lítillar tiltrúar á íhaldið og
afturhaldið á Alþingi. Þessir tilburðir
Friðriks til að lesa í vilja þeirra sem
heima sátu eru grátbroslegir, svo
notuð séu orð hans sjálfs um
sama hlut.
Massíf markaðs-
setning
Siv Friðleifsdóttir,
þingmaður Fram-
sóknarflokksins,
hefur nú, ásamt þremur þing-
mönnum úr jafn mörgum flokkum,
lagt fram frumvarp sem felur í sér
rýmri reglur um notkun fánans yfir
sumartímann og í auglýsingaskyni.
Verði lögin samþykkt hefur ráðu-
neytið til 31. desember til að standa
að kynningu á nýju regl-
unum með það „að mark-
miði að notkun fánans
aukist“ eins og segir í
greinargerð. Alþingis-
mönnum er greinilega
ekkert óviðkomandi, allra
síst hvort landsmenn dragi
fána að húni.
kolbeinn@frettabladid.is