Fréttablaðið - 25.10.2012, Side 25
FACEBOOK
Nálgast
má blaðið á
heimasíðunni,
nordicstylemag.
com og á
Facebook.
DÝRIR EN ÖÐRUVÍSI SKÓR
Flestar konur elska fallega skó. Gaman er að skoða þá en
enn skemmtilegra að ganga á þeim. Nicholas Kirkwood
er sérfræðingur í öðruvísi kvenskóm og það er afar
áhugavert að skoða úrvalið hjá honum á
síðunni nicholaskirkwood.com.
Vinkonurnar Soffía Theódóra Tryggvadóttir og hin sænska Emily Hilda Turner hafa stofnað
nýtt tímarit, °N Style Magazine, sem
kemur út á netinu. „Umfjöllunarefni
er aðallega tískugeirinn og hönnun
almennt á Norðurlöndunum,“ segir
Soffía. „Við tökum líka fyrir menningu
innan landanna, listir, tónlist og lífsstíl.
Við tökum viðtöl við áhugavert fólk og
skrifum fjölbreyttar greinar. Við sýnum
fram á hversu fjölbreyttur tískugeirinn
á Norðurlöndunum er með fallegum
tískuþáttum og tökum götutískumyndir
víða um Norðurlönd.“
Hugmyndin að blaðinu kom upp einn
góðan veðurdag í New York fyrir tæpum
tveimur mánuðum þegar Soffía og Emily
ræddu hvað sú fyrrnefnda hygðist gera
eftir útskrift sína úr Fashion Institute of
Technology í desember næstkomandi.
Samtalið leiddi til stofnunar blaðsins
og afþreyingar síðu sem því er tengd.
„Búandi í New York erum við sérlega
stoltar af því að vera frá Norður-
löndunum. Ástríða okkar og stolt ýtti
okkur út í að velja Norðurlöndin sem
viðfangsefni. Ég fékk Emily til að stofna
tímaritið með mér og draumurinn um
eigið fyrirtæki í tískugeiranum hófst,“
segir Soffía.
Hún hefur lengi haft áhuga á hönnun
og tísku. „Ég flutti til Reykjavíkur tólf
ára og eftir það fór ég að hafa virkilegan
áhuga á tísku. Ég teiknaði föt, klippti út
tískumyndir og saumaði mikið. Síðan
ég var í menntaskóla hefur mig langað
til að flytja til New York og mennta mig
í tískufræðum en lét ekki verða af því
fyrr en tíu árum seinna því ég var svo
praktísk og sá ekki hvernig ég gæti nýtt
þá menntun á Íslandi.“
Yfir tuttugu manns í sjö löndum
vinna að fyrsta tölublaðinu, sem kemur
út í byrjun nóvember. „Ég er þessu
fólki ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt
í þessu verkefni og treysta okkur Emily
fyrir að gera góða hluti með tímaritið. Í
fyrsta blaðinu verðum við meðal annars
með þrjú viðtöl, við yfirhönnuð Björn
Borg, Elínrósu Líndal frá ELLU og stofn-
endur vefverslunarinnar Kotyr sem sér-
hæfa sig í skandinavískri hönnun. Við
verðum jafnframt með fallegan tískuþátt
aðallega með íslenskri hönnun. Að öðru
leyti verður fólk bara að bíða og sjá og
kíkja á blaðið okkar.“
■ lilja.bjork@365.is
TÍMARIT UM TÍSKU
ÁHERSLA Á NORÐURLÖND Tvær tískumeðvitaðar konur sem búa í New York
hafa stofnað nýtt veftímarit, °N Style Magazine, sem kemur út í næstu viku.
VIÐ MANHATTAN-BRÚ
Stofnendur °N Style Ma-
gazine búa í New York en
eru stoltar af því að vera frá
Norðurlöndunum.
Fim, fös, lau verður þessi haldari á
20% afslætti áður kr. 5.800,-
nú kr. 4.640,- ATH frí póstsending
AÐEINS FYRIR ÞIG - næstu 3 daga - 20% AFSLÁTTUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Vandaðir og
þægilegir skór
í úrvali
Gerðu gæða- og verðsamanburð
FINNDU MUNINN
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
ÝMIR rúm 153x203 aðeins kr. 124.900
ÝMIR, SAGA, FREYJA,
ÞÓR OG ÓÐINN
Hágæða svæðisskiptar heilsudýnur
Valhöll heilsudýna
5 svæðaskipt gormakerfi
153x203 aðeins kr. 89.900
Tilboðsverð
12 mánaða vaxtalausar greiðslur*
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
L i
og auka afköstDagljósin – Bæta líðan