Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 1
FRÉTTIR BRUSCHETTAÍtölsk bruschetta eða sneið af grilluðu snittubrauði með grófhökkuðum tómötum, hvítlauk, olíu, fersku basil, salti og pipar er frábært nasl, sæki hungrið að. Raðið brauðsneiðunum á ofnplötu og grillið stutta stund. Smyrjið brauðið með hvítlauksrifi og setjið restina yfir. ÚT AÐ LEIKA Í SNJÓNUM VETRARÍÞRÓTTIR Snjóbrettistíga fyr tTí k Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is Höfuðljós Öflugt höfuðljós fyrir útivistarfólk Verð: 14.450 kr. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 11. desember 2012 291. tölublað 12. árgangur Fer fram á þunga dóma Saksóknari í Vafningsmálinu krefst fimm og hálfs árs fangelsis yfir Lárusi Welding og fimm ára dóms yfir Guð- mundi Hjaltasyni. Réttarhöldunum lauk í gær. 8 Kúabóndi ósáttur Bóndinn á Brúarreykjum í Borgarfirði segir Mat- vælastofnun beita sig valdníðslu með afturköllun starfsleyfis. 2 Lítil eyríki ósátt Forsvarsmenn lítilla eyríkja telja of skammt gengið í samkomulaginu frá loftslagsráð- stefnunni í Doha. 4 Speglar til bóta Sótt hefur verið um nýtt byggingarleyfi vegna spegla- veggja á byggingu Menntaskólans í Reykjavík við Þingholtsstræti. 10 SKOÐUN Starfshættir kennara í kennslustofunni hafa aldrei verið metnir formlega hjá 70% kennara. 18 MENNING Steinunn Arnardóttir og Leópold Kristjánsson hanna púða sem eru eftirmynd fjallsins Herðubreiðar. 42 SPORT Forsvarsmenn handboltaliða hafa áhyggjur af slæmri mætingu og vilja grípa til aðgerða. 36 Hvað óskar þú þér? Hermenn í spre ng Þeir eru ekki jafn háir og lífverðir drottnin gar en það er kraftur í þeim. Þr jú 30 cm löng knöll 1000 kr. Glitur til að hen gja upp Þessi samanbrot na sanseraða kúla er 30 cm í þ vermál og blikar í öllum hei msins litum líkt og hundruðir spe gla. 500 kr. Uppi í litlu tré… … sat lítil kaka, a ldrei hafði ég áður séð jafn sæ ta köku. Lítil kaka uppi í tré ... í stofunni. Þrjár jólakökukúlur 50 0 kr. Gefðu beint frá hjartanu Þegar þú gefur g jafir, skaltu gera það af öllu h jarta – og með 30 hjartalög uðum gjafalímmiðum á 200 kr. Merkimiðar Í einum pakka er u tíu merki- miðar með mism unandi hátíðar- myndum. Og þú færð tvo pakka á 200 kr. Bara í T iger. Pakkaðu inn! Í Tiger er mikið ú rval af gjafa- pappír, glansand i slaufuböndum í ótal litum, silkib orðum og hólkum með 40 litlum eða 8 stórum slaufum sem bíða eftir þér. 300 kr. hver hlutur. Slaufa jólunum? Nei, við skulum h afa hátt um þau! T.d. með 40 cm langri risa- slaufu til að setja á hurð, gjafir, í hárið eða ... 300 kr. Ljós í myrkrinu Gamaldags kerta stjaki sem er í góðu jafnvægi á kúlufótunum sínum þremur. S ænsk jóla- rómantík á 300 kr. stykkið. Hugsaðu smátt Býrðu þröngt? By ggðu 15 cm hátt jólatré með stjörnum og skrauti sem kosta r 800 kr. og þá er nóg pláss fyrir gjafirnar! Fylltu húfuna Þú færð fjöður í hattinn - þegar þú hittir í mark m eð húfunni. Jólasveinahúfan er nefnilega gjafapoki og verð ið er 300 kr. Færanleg jólast emmning Jólasveinarnir get a hlýjað sér á höndunum við yli nn af luktunum þegar þeir koma að setja í skóinn. 12,5 cm h á lukt 600 kr. Hún er í kassan um Notaðu tilbúinn p akka ef þú þráir hvíld frá skæ rum, límbandi, gjafapappír og b orðum. Einföld gjafaaskja 300 kr . óháð stærð. Hjartansgjafir Þessar rúma mö rg ástrík hug- skeyti þrátt fyrir að vera aðeins 6 x 6 cm. 200 ka ll fyrir pakka með fjórum hjart aöskjum. Jólafjórblöðungur Tiger fylgir með Fréttablaðinu í dag Opið til kl. 22 fram að jólum L O K K A N D I Sölutímabil 5.-19. desember Sölustaðir á kaerleikskulan.is S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A O G F AT L A Ð R A SÖRUR – KLASSÍSKAR OG NÝSTÁRLEGAR gottimatinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA KLEMENTÍNUR Eiríkur Kristjánsson hefur í nógu að snúast að fylla á mandarínustæðurnar í Bónus. Mandarínurnar rjúka út enda má áætla að hver Íslendingur borði 25 til 30 jólamandarínur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR Hver Íslendingur borðar að meðaltali á bilinu 25 til 30 mandarínur í kringum jólin, sem gerir um níu milljónir í allt. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til ára- móta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins, sé miðað við tölur frá síðasta ári. Einn umsvifamesti innflytjandi mandarína hér á landi er heildsalan Bananar ehf. og segir framkvæmdastjór- inn, Kjartan Már Friðsteinsson, ekki miklar breyt- ingar vera á tölunum milli ára. Flestar þær mandarínur sem Íslendingar leggja sér til munns í desember ár hvert koma frá Valencia á Spáni, en einnig frá Marokkó, Argentínu, Grikk- landi, Ítalíu og fleiri suðrænum löndum. Hefðin sem hefur skapast í kringum „jóla- mandarínurnar“ tengist uppskerutíma ávaxtanna, sem er einmitt í nóvember og desember. Um tíu til fimmtán dagar líða frá því að mandarínurnar eru tíndar af trjánum á Spáni þar til þær eru komnar í verslanir á Íslandi. Klementínur eru afbrigði af mandarínum og eru algengasta tegundin hér á landi. - sv Íslendingar borða mörg hundruð tonn af mandarínum um jólaleytið: Níu milljón mandarínur um jól VIÐSKIPTI Hægt verður að beita stjórnarmenn félaga, sem ekki skila inn ársreikningum, fésektum eða afskrá þau með þeim afleiðing- um að skuldir þeirra færast yfir á eigendur þeirra, verði tillögur Rík- isskattstjóra (RSK) að veruleika. Vonast er til þess að úrræðin muni einnig gagnast í baráttunni gegn kennitöluflakki. Um síðustu mánaðamót voru send út um fimm þúsund boðunarbréf til félaga sem hafa enn ekki skilað inn ársreikn- ingum vegna ársins 2011. Innan efnahags- og viðskipta- nefndar virðist vera samstaða um að veita þessi auknu eftirlits- úrræði og innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er verið að vinna tillögur að slíkum laga- breytingum og aðgerðum. Starfs- hópur sem vinnur að þeim mun skila af sér fyrir jól. Frumvarp er fyrirhugað snemma á næsta ári. Skúli Jónsson, sviðsstjóri skráa- sviðs RSK, situr í starfshópnum og vann að minnisblaði sem emb- ættið skilaði til efnahags- og við- skiptanefndar. Hann segir þetta vera úrræði sem beitt hafi verið í Danmörku og Noregi með góðum árangri. „Þá eru stjórnarmenn beittir stighækkandi sektum ef félög skila ekki inn ársreikningi. Þar hafa menn líka það úrræði að eftir tiltekinn tíma getur fyrir- tækjaskráin sett félögin í skipta- rétt. Þetta úrræði var tekið upp með lögum hér á landi árið 2006, en orðað þannig að þetta væri ein tegund félagsslita. Vandamálið við það er að því fylgir óvissa um hvað verði um skuldir og hugsanlegar eignir sem eru inni í félögunum. Við viljum að réttaráhrif afskrán- ingar vegna vanrækslu á upplýs- ingagjöf muni hafa í för með sér að hluthafar verði sjálfir gerðir að fullu persónulega ábyrgir á skuld- um félaganna.“ Að sögn Skúla er líka vonast til þess að þessi breyting muni gagnast mjög í baráttunni gegn kennitöluflakki. „Hluthafar munu þá ef til vill setja frekar félög sín sjálfir í gjaldþrot og hleypa skipta- stjóra að þeim frekar en að eiga á hættu að skuldirnar muni færast yfir á þá sjálfa. Samfara getur skiptastjóri gripið fyrr inn í ólög- mætar eignatilfærslur og rift þeim.“ - þsj / sjá síðu 14 Vilja afskrá félög í vanskilum Ríkisskattstjóri vill fá heimild til að afskrá félög sem skila ekki ársreikningum og færa skuldir þeirra yfir á eig- endur. Frumvarp líklegt snemma á næsta ári. Úrræðið á einnig að gagnast í baráttunni gegn kennitöluflakki. 5.000 félög hafa ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2011. Bolungarvík 1° SA 4 Akureyri 3° SA 4 Egilsstaðir 2° A 3 Kirkjubæjarkl. 3° A 3 Reykjavík 4° SA 10 Bjart norðaustantil en þungbúnara annars staðar og súld á stöku stað við suðurströndina. Suðaustlægar áttir, 3-8 m/s en hvassara SV-til. 4 VIÐSKIPTI Amgen, alþjóðleg- ur líftækni- og lyfjarisi, hefur keypt allt hlutafé í móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar á jafnvirði 52 milljarða króna. Starfsemi ÍE hér á landi verður með óbreyttu sniði, nema hvað fjárhagslegur styrkur nýs eig- anda er sagður líklegur til að efla starf fyrir- tækisins. Kári Stefáns- son, stofnandi og forstjóri ÍE, segir fyrirtækið nú dótturfélag Amgen sem verði rekið sem sjálf- stæð eining. Kári mun áfram reka fyrirtækið en segist ekki vita hversu lengi. Amgen rekur starfsstöðvar í 43 löndum, en höfuðstöðvarnar eru í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Starfsmenn Amgen eru um 17 þúsund alls; heildartekjur fyrir- tækisins árið 2011 voru um 2.000 milljarðar króna. - mþl / sjá síðu 6 Kaupverð ÍE 52 milljarðar: Fyrirtækið sagt sterkara á eftir KÁRI STEFÁNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.