Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 34
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 Sigrún Hjálmtýsdóttir og blásara- sextett halda sína árlegu aðventu- tónleika í Mosfellskirkju í kvöld klukkan 20.30. Efnisskráin er með hefðbundn- um hætti, klassískir tónar og jóla- lög. Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna hafa verið sérstak- ur tónlistarviðburður í menning- arlífi Mosfellsbæjar í hartnær tvo áratugi. Á tónleikunum hafa frá upphafi verið frumfluttar umskriftir á klassískum verkum fyrir blásarasextett og sópran, en þetta er ekki algeng samsetning hljóðfæra og raddar. Hljóðfæraleikarar eru Sigurð- ur Ingvi Snorrason og Kjartan Óskarsson, sem leika á klarín- ett, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson sem leika á horn og á fagott leika Brjánn Ingason og Björn Árnason. Diddú og drengirnir í Mosfellskirkju Aðventutónleikar Diddúar og drengjanna verða haldnir í Mosfellskirkju í kvöld. Efnisskráin er með hefð- bundnum hætti, klassískir tónar og jólalög. Tónleikarnir hafa verið fastur liður á aðventunni í nær 20 ár. ÁRLEGUR VIÐBURÐUR Diddú og drengirnir halda aðventutónleika í Mosfellskirkju í kvöld. F ÍT O N / S ÍA F I0 4 4 5 2 5 Áhugafólk um eldri dráttarvélar getur glaðst yfir nýútkomnum DVD-pakka frá Tókatækni með viðtölum, myndum og fróðleik um dráttarvélar frá árunum 1940 til 1980, söfnun þeirra og endur- bætur. Þar er rætt við Sigmar í Lindabæ, Þórodd Má Árnason frá Kistufelli og Viðar Bjarnason, Ásólfsskála, sem allir eru véla- safnarar. Komið er við á Sunnlenskum sveitadögum, sýningu Fornvéla- félags Íslands á Hvolsvelli, Par- dus-akstursleikninni á Hofsósi, Traktorstorfærunni á Flúðum og í Skógræktinni á Hallorms- stað þar sem aldnir höfðingjar af dráttarvélaætt eru enn í fullri vinnu. Þá má sjá gamlar vélar af öllu landinu í ljósmyndahorn- inu og bregður flestum tegund- um þeirra fyrir við fjölbreyttar aðstæður. Tókatækni er fyrirtæki Hjalta Stefánssonar og Heiðar Óskar Helgadóttur. Verðið á pakkanum er 3.900 krónur og salan fer fram gegnum tokataekni@gmail.com og í síma 471 3898. - gun Höfðingjar af dráttarvélaætt PAKKINN Inniheldur viðtöl um gamlar vélar. Skáldsagan Fahrenheit 451 eftir Ray Bradbury hefur nú verið endurgerð sem teiknimynda- saga. Það er bandaríski teikn- arinn Tim Hamilton sem fært hefur hina sígildu sögu Bradbu- rys yfir í myndrænt form, en árið 1966 hafði franski leikstjór- inn François Truffaut gert eftir henni kvikmynd. Bókin kom fyrst út árið 1953 og vakti strax töluverðan úlfaþyt, en í henni segir af samfélagi þar sem bækur eru brenndar og sér- stakt brunalið hefur þann starfa með höndum að ganga í hús og leita bóka. Bradbury lést síðastliðið sumar en hafði áður samþykkt útgáfu Hamiltons af sinni frægustu sögu. - fsb Fahrenheit 451 sem teikni- myndasaga SAMÞYKKUR Bradbury hafði samþykkt teikningar Hamiltons áður en hann lést. NORDICPHOTOS/GETTYR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.