Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 23
BRUSCHETTA Ítölsk bruschetta eða sneið af grilluðu snittubrauði með grófhökkuðum tómötum, hvítlauk, olíu, fersku basil, salti og pipar er frábært nasl, sæki hungrið að. Raðið brauðsneiðunum á ofnplötu og grillið stutta stund. Smyrjið brauðið með hvítlauksrifi og setjið restina yfir. Vinsældir snjóbrettaíþróttarinnar hafa aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Nú, þegar búið er að opna helstu skíðasvæði lands- ins, fyllast brekkurnar af skrautlega klæddum snjóbrettaköppum í bland við skíðamenn og sleðakríli. Linda Björk Sumarliðadóttir, formaður Brettafélags Íslands, segir snjóbretta- íþróttina vera tilvalið fjölskyldusport sem henti fólki á öllum aldri. „Það hefur verið mikil gróska í snjóbretta- íþróttinni, sérstaklega undanfarin tvö ár. Það er erfitt að benda á einhverja sérstaka skýringarþætti en vinsældir snjóbretta og reyndar líka hjólabretta koma oft í bylgjum. Auðvitað má rekja mikinn áhuga barna og unglinga hér á landi til velgengni snjóbrettamann- anna Halldórs og Eiríks Helgasona og Gulla Guðmundssonar.“ Til að geta stundað íþróttina þarf bretti, festingar og skó en Linda segir hjálminn líka teljast til hálfgerðrar skyldueignar. „Flestir ættu síðan að komast af með góðan útivistarfatnað til að byrja með. Kostnaður við þennan byrjendapakka er mjög mis- jafn eftir merkjum en getur hlaupið á 100-150.000 krónum. Þó er hægt að fá mun ódýrari pakka ef ódýrari merkin eru keypt en þá geta gæðin verið síðri. Ef ég ætti að ráðleggja byrj- endum um val á bretti mundi ég fyrst og fremst stinga upp á góðu alhliða bretti sem passar fyrir allar aðstæður, hvort sem stefnan er tekinn á stökk, frjálst rennsli eða götusport. Svo er líka hægt að kaupa notuð bretti og fylgihluti.“ Helstu snjóbrettasvæðin hér á landi að sögn Lindu eru Bláfjöll, Siglufjörður og Hlíðarfjall. „Svo er auðvitað upplagt fyrir byrjendur að fara bara út í næstu brekku og æfa sig. Sjálf byrjaði ég þannig og bjó til pínulítinn stökkpall. Þetta er líka einn stærsti kostur snjó- brettaiðkunar, maður kemst af með mjög litla aðstöðu ef maður vill fara út að leika sér.“ ÚT AÐ LEIKA Í SNJÓNUM VETRARÍÞRÓTTIR Snjóbretti eru vinsæl hjá fólki á öllum aldri. Auðvelt er að stíga fyrstu skrefin í næstu brekku í hverfinu. ÚTIVERA Linda Björk Sumarliða- dóttir, formaður Bretta- félags Íslands. MYND/ÚR EINKASAFNI FJÖLSKYLDUSPORT Snjóbrettaíþróttin er fyrir fólk á öllum aldri. MYNDIR/ANTON OG ÚR EINKA- SAFNI VÁ! jólaafsláttur af nýjum vörum Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 Opið mán.-fös. kl. 11.00-18.00, lau. 11.00-15.00 • www.friendtex.is • praxis.is • soo.dk Tískufötin færðu hjá okkur Stuðnin gs stöngin Stuðningsstöngin er hjálpar- og öryggistæki sem auðveldar fólki að vera virkt og athafnasamt við daglegt líf án þess að þurfa að reiða sig á aðra. Margir Iðjuþjálfarar, sjúkraþjálfarar og læknar hafa mælt með stuðningsstöngunum fyrir sína skjólstæðinga. Stuðningsstangirnar hafa fengið verðlaun fyrir notagildi, öryggi og hönnun á alþjóðlegum hjálpartækjasýningum í USA. Yfir 500 0 noten dur á Ísland i síðan 1999 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Höfuðljós Öflugt höfuðljós fyrir útivistarfólk Verð: 14.450 kr. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.