Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 6
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VIÐSKIPTI Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Almenni lífeyrissjóðurinn buðu báðir of lágt í Vodafone. Lífeyrissjóður verzlunar- manna keypti hins vegar bréf í félaginu fyrir 1,3 milljarða króna. Sjóðurinn er næststærsti eigandi félagsins með 12,3% hlut. Stærsti einstaki eigandinn er enn Framtaks- sjóður Íslands (FSÍ) með 19,7 prósenta hlut. Félagið Ursus ehf., sem er í eigu Heiðars Más Guðjónssonar, keypti hluti fyrir um 500 millj- ónir króna og er þriðji stærsti eigandi félags- ins með 4,7 prósenta hlut. Þetta kemur fram á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Vodafone sem var gerður opinber í gær. Þeir eiga sam- tals 75 prósenta hlut í félaginu. Sala á um sex- tíu prósentum af eignarhlut FSÍ í Vodafone í tveimur útboðum lauk í síðustu viku. Útboðs- gengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að sjóðurinn hefði boðið í útboðinu en að tilboði sjóðsins hefði ekki verið tekið. Sjóðurinn bauð einfaldlega ekki nógu hátt. Heimildir blaðsins herma að það sama eigi við um Almenna líf- eyrissjóðinn. Að loknu útboðinu eiga lífeyris- sjóðir um 51,1 prósent í félaginu, fjármálafyr- irtæki eiga 16,4 prósent og verðbréfasjóðir 11,4 prósent. Aðrir eiga 21,1% hlut í félaginu. - þsj Heiðar Már Guðjónsson keypti hluti í Vodafone fyrir hálfan milljarð króna: Tveir stórir lífeyrissjóðir buðu of lágt HÖFUÐSTÖÐVAR Hlutabréf Vodafone verða tekin til viðskipta í kauphöll á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HÆSTIRÉTTUR Ingveldur Einars- dóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur verið sett hæstaréttardómari til tveggja ára. Ingveldur var ein fimm umsækjenda um embættið. Aðal- heiður Jóhannsdóttir, prófessor við HÍ, Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykja- víkur, Ása Ólafsdóttir, dósent við HÍ, og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykja- ness, sóttu einnig um embættið. Niðurstaða dómnefndar var sú að þau Ása, Ingveldur og Þorgeir væru hæfust umsækjenda til að gegna embættinu. - shá Sett til tveggja ára: Nýr dómari í Hæstarétti NÝ Í HÆSTARÉTTI Ingveldur tók við setningarbréfi sínu úr hendi Ögmundar Jónassonar í gær. SVÍÞJÓÐ Öllum liðsmönnum sænska knattspyrnuliðsins Sörskogens IF var vikið úr félaginu eftir að hafa gert sig seka um að ausa samkynhneigða andstæðinga sína svívirðingum. Liðið lék á dögunum við liðið Snipers frá Stokkhólmi, í sjö- undu deild þar í landi, en allir leikmenn Snipers eru sam- eða tvíkynhneigðir. Sörskogens fékk sekt frá knattspyrnusambandinu, en forsvarsmenn liðsins bættu um betur og ráku alla liðsmenn- ina. - þj Sænskar fordómabullur: Reknir fyrir hommahatur VIÐSKIPTI Gengið hefur verið frá kaupum bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. Starf- semi Íslenskrar erfðagreiningar verður með óbreyttu sniði eftir kaupin og mun Amgen fjármagna rekstur félagsins. „Við erum nú orðin dóttur- félag Amgen en verðum rekin sem sjálfstæð eining,“ segir Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og bætir við: „Það sem Amgen er að kaupa er ekkert annað en okkar hæfileiki, geta og reynsla í að gera uppgötvanir.“ Um 130 starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu hér á landi og kemur ekki til neinna uppsagna í kjölfar kaupanna. Þá mun Kári Stefánsson áfram reka fyrirtækið. „Ég er hins vegar ekkert unglamb lengur og veit því ekki hve lengi það verður,“ segir Kári. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að Amgen greiði 415 milljónir Banda- ríkjadala, jafngildi tæplega 53 milljarða króna, fyrir allt hlutafé Íslenskrar erfðagreiningar. Félagið var áður í eigu hollenska fjárfestingafélagsins Saga Invest- ments sem var svo aftur í eigu Polaris Venture Partners og Arch Venture Partners, þekktra banda- rískra fjárfesta á sviði líftækni. Saga Investments keypti rekst- ur Íslenskrar erfðagreiningar úr þrotabúi móðurfélagsins Decode Genetics í janúar árið 2010 eftir að Decode var tekið til gjaldþrota- skipta í Bandaríkjunum. Íslensk erfðagreining tapaði tæplega 14 milljónum Banda- ríkjadala á síðasta ári. Í lok ársins námu skuldir félagsins ríflega 67 milljónum dala og var eigið fé þess neikvætt um ríflega 51 milljón. Kári segir að stærstur hluti skulda félagsins hafi verið við móðurfélagið Saga Investments. „Þetta eru nú eiginlega engar skuldir heldur einungis fjárfram- lag hluthafanna til félagsins sem þó eru skuldamegin í efnahags- reikningum,“ segir Kári og bætir við: „Þessar skuldir falla allar niður og skipta í raun engu máli á þessu augnabliki.“ Fram kom í umfjöllun Við- skiptablaðsins um fjárhagsstöðu Íslenskrar erfðagreiningar þann 29. nóvember síðastliðinn að félagið hefði tryggt rekstrarfé fram á fyrsta ársfjórðung 2013 og enn fremur að félagið væri mjög háð fjármögnun þáverandi eig- enda. Þá kom fram í umfjölluninni að allt hlutafé félagsins hefði verið veðsett. Amgen hefur höfuðstöðvar í Kaliforníu í Bandaríkjunum en rekur starfsstöðvar í 43 löndum. Um sautján þúsund manns starfa hjá fyrirtækinu og námu heildar- tekjur þess á árinu 2011 um 15,6 milljörðum Bandaríkjadala, tæp- lega 2.000 milljörðum króna. magnusl@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? 1. Ættingjar hversu margra látinna bíða eftir niðurstöðum krufninga um þessar mundir? 2. Hvað er mikilli rækjuskel hent í sjóinn þrátt fyrir að það sé bannað? 3. Til hvaða árs hefur Kyoto-bókunin verið framlengd? SVÖR 1. Fimmtíu einstaklinga. 2. Þúsundum tonna. 3. Til 2020. Íslensk erfðagreining keypt af bandarísku lyfjafyrirtæki Alþjóðlega líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækið Amgen hefur keypt allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar á 415 milljónir Bandaríkjadala. Starfsemi félagsins hér á landi verður með óbreyttu sniði. Maí 1996 Decode stofnað af Kára Stefánssyni, þá prófessor í tauga- og taugameinafræði við Harvard Institute of Medicine. Febrúar 1998 Decode gerir samning við svissneska lyfjarisann Hoffman-LaRoche sem tryggir Íslenskri erfðagreiningu, dótturfélagi Decode, um fimmtán milljarða króna til rannsókna. Í sama mánuði er haldið 800 milljóna hlutafjárútboð á Íslandi á hinum svokallaða „Gráa markaði“. Um sex þúsund ein- staklingar og lögaðilar keyptu bréf í félaginu. Janúar 2000 Íslensk erfðagreining fær rekstrarleyfi fyrir miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. Júlí 2000 Viðskipti hefjast með bréf í Decode í bandarísku Nasdaq- kauphöllinni. Opnunargengi bréfa félagsins var 28,5 dalir á hlut. Maí 2002 Decode fær 200 milljón Bandaríkjadala ríkisábyrgð frá íslenska ríkinu sem aldrei reyndi þó á. Félagið aflaði sér þess í stað 150 milljóna dala í skuldabréfaútboði. Nóvember 2009 Decode óskar eftir greiðslustöðvun í Bandaríkj- unum. Á þeim tíma var virði bréfa félagsins í kringum 20 sent á hlut. Janúar 2010 Saga Investments, í eigu bandarískra fjárfesta, kaupir rekstur Íslenskrar erfðagreiningar úr þrotabúi Decode. Desember 2012 Amgen kaupir allt hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar. KAUPIN KYNNT Í GÆR Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar fylgdust með blaða- mannafundinum í gær. Um 130 manns starfa hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það sem Amgen er að kaupa er ekkert annað en okkar hæfileiki, geta og reynsla í að gera upp götvanir. Kári Stefánsson stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.