Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2012 | MENNING | 31 Gerðu jólamatinn enn betri! Komdu við í Heilsuhúsinu fyrir jólin. Kryddið, meðlætið, krafturinn og bökunarvörurnar okkar gera matinn bragðbetri og þér líður vel um jólin. Lífrænt, glútenlaust og spelt mjöl í allan bakstur. Allt í eftirréttinn. Lífrænt og bragðmikið krydd í jólamatinn, margar tegundir sem henta í alla matargerð. Biona lífræna meðlætið gerir jólamáltíðina enn betri. Krafturinn í jólasósuna og súpur, lífrænn og án aukefna. HeIlsuhúsið LAUGAVEGI, LÁGMÚLA, KRINGLUNNI, SMÁRATORGI, SELFOSSI OG AKUREYRI heilsuhusid.is I Facebook: Heilsuhúsið I Sími 530 3800 Uppsetning Vesturports og Borg- arleikhússins á Faust verður sýnd sex sinnum á BAM-hátíð- inni í New York og er fyrsta sýningin á morgun en sú síð- asta þann 16. desember. BAM er stærsta og þekktasta leiklistar- hátíð Bandaríkjanna og er haldin árlega í New York. Hópur listamanna og tækni- fólks frá Vesturporti og Borgar- leikhúsinu hélt utan á laugardag og vinnur nú hörðum höndum að uppsetningu sýningarinnar í BAM-leikhúsinu í Brooklyn. Þetta er í þriðja sinn sem Vestur- porti er boðið á hátíðina en Woy- zeck var sýnt þar í október 2008 og Hamskiptin í desember 2010. Faust var jólasýning Borgar- leikhússins 2009, hlaut einróma lof íslenskra gagnrýnenda og var tilnefnd til átta Grímuverðlauna, meðal annars sem sýning ársins og áhorfendasýning ársins. Hún gekk fyrir fullu húsi fram á vor og var tekin upp að nýju leikár- ið 2010-2011. Verkið hefur verið sýnt víða um heim við góðar und- irtektir áhorfenda og gagnrýn- enda. Haustið 2010 var það sýnt í hinu virta Young Vic leikhúsi sem hápunktur í 40 ára afmælis- dagskrá leikhússins. Uppselt var á allar sýningar verksins en íslenski hópurinn lék sjö sýning- ar á viku. Í kjölfarið fylgdu sýn- ingar í Þýskalandi, Rússlandi og Kóreu. Faust sýnd á BAM-hátíðinni í New York Leiksýningin Faust er ein þeirra sýninga sem áhorfendum býðst að sjá á BAM-hátíðinni í New York á næstu dögum. Faust er samstarfsverkefni Vesturports og Borgarleikhússins og hefur verið sýnd víða. Á HÁTÍÐ Í NEW YORK Þorsteinn Gunnarsson í hlutverki sínu í Faust. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Uppákomur 12.34 Fjölbreytt menningardagskrá er í boði á Jóladagatali Norræna hússins. Uppákomur hvers dags eru gestum huldar þar til gluggi dagatalsins verður opnaður í upphafi atburðarins. Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði dagatalið í ár. Tónlist 19.30 Strengjasveitin Spiccato flytur L’Estro Armonico eftir Antonio Vivaldi í Listasafni Sigurjóns. 21.00 Jack Magnet Quintet með JFM, Jóel Páls, Einari Scheving, Gumma P og Róberti Þórhallssyni halda tónleika á Café Rosenberg. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Nóra spilar nokkur vel valin lög af nýrri plötu sinni, Himinbrim, á Hemma og Valda. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestrar 12.05 Vigfús Geirdal flytur fyrirlestur um Vigfús Grænlandsfara og þátttöku hans í leiðangri J. P. Kochs um þvert Grænland árið 1912-1913. Einnig verður fjallað um aðrar Grænlands- ferðir hans og lífshlaup. Fyrirlesturinn er ókeypis. 12.05 Vigfús Geirdal flytur fyrirlestur um Vigfús Grænlandsfara í tengslum við ljósmyndasýningu á Þjóðminjasafni Íslands. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Þriðjudagsdjassinn á KEX Hos- teli heldur áfram og í kvöld kemur fram tveggja gítara kvartett Andrésar Þórs Gunn- laugssonar. Auk Andrésar skipa hljómsveitina þeir Hilmar Jens- son á gítar, Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Þorvaldur Þór Þorvaldsson á trommur. Tónleikarnir hefjast klukk- an 20.30 og standa í um tvær klukkustundir með hléi. Andrés á KEXI DJASS Andrés Þór Gunnlaugsson og hljómsveit leika á KEX í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.