Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 2
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Pálmi, er svona mikið af menningarvitum í hverfinu? „Já, og er það ekki bara góðs viti?“ Pálmi Freyr Randversson er verkefnis- stjóri hjá Reykjavíkurborg. Hagsmunaaðilar umhverfis Vitastíg í miðbænum vilja skil- greina svæðið sem sérstakt Vitahverfi til að koma því betur á kortið. Pálmi hefur kynnt verkefnið innan borgarinnar. GRENIVÍK Útgerðarfyrirtækið Gjögur greiddi um síðustu mán- aðamót starfsfólki sínu í land- vinnslu fyrirtækisins á Grenivík þrjú hundruð þúsund krónur, auk orlofs, í afkomubónus. „Tilefnið er góð afkoma land- vinnslunnar á Grenivík á árinu. Einnig fá starfsmenn veglega jólagjöf frá fyrirtækinu,“ segir um málið á vefsetri Grenivíkur. Þar kemur einnig fram að fyrr- nefnd upphæð miðist við fullt starf og sé greidd hlutfallslega út frá starfshlutfalli og starfstíma hvers og eins á árinu. - gar Velgengni í fiski á Grenivík: Fá 300 þúsund í jólabónus í ár DÓMSTÓLAR Bílþjófur fær tvo mánuði Maður á þrítugsaldri með áralangan sakaferil hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og sviptur ökurétti ævilangt. Í fyrra stal hann bíl auk þess að vera tekinn við akstur undir áhrifum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. VELFERÐARMÁL Peningum sem söfnuðust með átaki sem kennt var við öðlinga hafa nýst Neyð- armóttöku vegna nauðgana vel. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra og fulltrúar Reykjavíkur- borgar tóku í gær við bæklingi, lógói, límmiðum og veggspjaldi fyrir hönd neyðarmóttökunnar. Í bæklingnum er fjallað um sálrænar afleiðingar kynferðis- ofbeldis, en slíkan bækling hefur skort sárlega. Þá hefur verið útbú- ið upplýsingaspjald í þúsundatali sem dreift verður í framhalds- skóla, heilsugæslustöðvar og víðar. Þá veitti Guðbjartur einnig við- töku límmiða með upplýsingum um þjónustu Neyðarmóttökunnar sem dreift verður á skemmtistaði og krár með það fyrir augum að þeir verði límdir á spegla á salern- um. - bj Peningar sem öðlingar söfnuðu nýtast Neyðarmóttöku vegna nauðgana vel: Límmiðar á skemmtistaði og krár VEITTU VIÐTÖKU Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og fulltrúar Reykjavík- urborgar tóku við bæklingi, veggspjaldi og fleiru fyrir hönd Neyðarmóttöku vegna nauðgana í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁl „Það á bara að drepa mann lifandi,“ segir Bjarni Bærings Bjarnason á Brúar- reykjum í Borgarfirði sem svipt- ur hefur verið starfsleyfi fyrir kúabú sitt. „Þetta er bara valdníðsla af hálfu Matvælastofnunar,“ segir Bjarni sem kveður héraðsdýra- lækni Vesturlands hafa komið honum að óvörum að morgni 8. nóvember síðastliðins. „Það höfðu borið átta beljur í einum rykk sjötta og sjöunda nóvember. Þetta voru erfiðar fæð- ingar og ég hafði ekki sofið í tvo sólarhringa og hafði ekki þrifið og fjósið orðið drullugt,“ útskýrir Bjarni þá stöðu sem var í fjósinu að morgni 8. nóvember og sjá má af meðfylgjandi mynd. Steinþór Arnarson, lögfræð- ingur hjá Matvælastofnun, segir Brúarreyki hafa fengið margítrek- aðan frest til úrbóta frá því býlið var tekið til eftirlits í fyrravetur. Í janúar á þessu ári hafi ekki verið jafn mikið af gripum í fjósinu og nú sé. Þeim hafi hins vegar fjölg- að mikið og séu nú um níutíu þótt fjósið sé aðeins gert fyrir sextíu kýr. Steinþór kveður frávikin frá reglunum á Brúarreykjum ekki hafa verið alvarleg fyrr en 8. nóvember. „Það var greinilegt að mjaltirnar ganga ekki þann- ig fyrir sig að matvælaöryggi sé tryggt,“ segir hann. Aftur var farið í eftirlit á Brúar- reyki 15. nóvember. „Þá var búið að þrífa og allt var í lagi nema það voru of margir gripir í fjósinu. Allt annað var í lagi,“ fullyrðir Bjarni. Steinþór segir aðra sögu. „Það var ekki orðið ásættanlegt og starfsleyfið var afturkallað,“ segir hann. Bjarni játar að kýrnar í fjósinu séu of margar samkvæmt reglum. Hann hafi leyft of mörgum grip- um að lifa. Hann bendir á að áður fyrr hafi mátt vera með fleiri gripi en básar segja til um í lausa- göngufjósum. „Það eru alltaf ein- hverjir gripir að éta og þeir sofa aldrei allir í einu svo það eru allt- af tuttugu til þrjátíu básar auðir.“ Auk þess sem Bjarni hefur ekki lengur leyfi til að selja frá sér mjólk má hann ekki senda gripi til slátrunar. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé athugavert við kjöt eða mjólk frá Brúarreykjum. Stein- þór segir afturköllun starfsleyf- isins eiga að vera fyrirbyggjandi en Bjarni telur skrítið að þurfa að kasta mjólk sem sé fyrsta flokks og verða að farga úrvalskjöti í sveltandi heimi. „Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu?“ spyr Bjarni sem kveðst hafa sótt strax aftur um leyfi en ekki fengið svar. Hann er ekki bjartsýnn á hvað við taki ef búið endurheimtir ekki starfs- leyfið. „Þá er það bara kúlan eða reipið.“ gar@frettabladid.is Fótum kippt undan bónda í djúpum skít Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum í Borgarfirði, segist beittur valdníðslu með afturköllun Matvælastofnunar á starfsleyfi kúabús hans. Fótum sé kippt undan fjárhag fjölskyldunnar. Hann hefur sótt aftur um leyfi og bíður svars. Í FJÓSINU Á BRÚARREYKJUM „Þú sérð alltaf einhverja drulluklepra á kúm,“ segir bóndinn á Brúarreykjum sem kveður slæmt ástand í fjósi hans að morgni 8. nóvem- ber síðastliðins hafa verið einsdæmi. MYND/MATVÆLASTOFNUN ÍSLANDS. Hvaða bull er þetta í þjóðfélaginu? Bjarni Bærings Bjarnason, bóndi á Brúarreykjum. SJÁVARÚTVEGUR Færeyingar með 5.000 tonn Á fyrstu tíu mánuðum ársins hafa færeysk skip veitt tæp 5.040 tonn af botnfiski við Ísland. Þorskafli færeysku skipanna er kominn í 1.048 tonn miðað við 1.219 tonn á sama tíma í fyrra en heimild færeyskra skipa á yfir- standandi ári eru 1.200 tonn. SPURNING DAGSINS Frá kr. 89.900 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum þann 2. janúar á frábæru tilboði. Þú bókar fllugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Verð kr. 89.900 Netverð á mann, m.v. 4 í íbúð með 2 svefnherbergjum í 13 nætur. Verð kr. 99.900 Netverð á mann, m.v. 2 í studio/ íbúð í 13 nætur. Stökktu til Kanarí 2. janúar í 13 nætur DÓMSMÁL Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að máli gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrver- andi forstjóra Kaupþings í Lúxem- borg, í Al-Thani málinu skuli vísað frá. Ákæran gegn honum verður því tekin til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Al-Thani málið snýst um það að Magnús og þrír aðrir lykilmenn í rekstri Kaupþings voru ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmis- notkun í tengslum við sölu á 5% hlut í bankanum til Sheikh Moham- med bin Kha- lifa Al-Thani. Sérstakur sak- sóknari telur að um sýndarvið- skipti hafi verið að ræða og Al- Thani hafi aldrei greitt neitt fyrir hlutinn. Þessum gjörningi hafi verið ætlað að halda uppi hlutabréfaverði í bankanum. Auk Magnúsar voru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrr- verandi stjórnarformaður, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bankans, ákærðir. Sakborningar kröfðust allir frávísunar. Við fyrirtöku í héraðs- dómi úrskurðaði dómari að þeim ákæruliðum sem lúta að Magnúsi skyldi vísað frá, svo óskýrir og van- reifaðir væru þeir. Hæstiréttur felldi þann úrskurð úr gildi og telur ákær- una nógu skýra til þess að sakborn- ingar geti gripið til varna. - jhh Mál gegn Magnúsi Guðmundssyni skal tekið til meðferðar í héraðsdómi: Ákæran gegn Magnúsi stendur MAGNÚS GUÐMUNDSSON NOREGUR Þeir Herman Van Rompuy, José Manuel Barroso og Martin Schulz, forsvarsmenn þriggja helstu stofnana Evrópusambandsins, tóku við friðarverðlaunum Nóbels við hátíðlega athöfn í Ósló, höfuð- borg Noregs, í gær. Við athöfnina voru tuttugu af 27 þjóðarleiðtogum ESB-ríkjanna. Thorbjörn Jagland, formaður Nóbelsnefndarinnar, sagði í ræðu sinni að ESB hefði verið forsenda stöðugleika í Evrópu eftir tvær heimsstyrjaldir og breytt henni í álfu friðar. Margir hafa gagnrýnt val Nóbelsnefndarinnar og sagt að ESB eigi verðlaunin ekki skilið. Þeirra á meðal eru fjórir handhafar friðarverð- launanna. Desmond Tutu, einn þeirra, segir það ekki standast lög að ESB hljóti friðarverðlaunin. - shá Afhending friðarverðlauna mjög umdeild: Friðarverðlaun Nóbels afhent ÓSLÓ Í GÆR Forsetar framkvæmdastjórnarinnar, leiðtogaráðs og ESB-þingsins tóku við friðarverðlaununum í gær. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Vísindamenn búa sig nú undir að bora í gegnum ísinn á Suðurskautinu til að rannsaka vatn undir ísnum. Takist þeim að bora 3,2 kílómetra í gegnum ísinn rjúfa þeir hálfrar milljón ára ein- angrun vatnsins undir ísnum. Mikil vinna hefur verið lögð í að hanna bor sem ekki aðeins getur borað niður í vatnið. Tilgangur verkefnisins er að kanna hvort líf geti þrifist við svo erfiðar aðstæður, og þá hvers konar líf. - bj Bora í ísinn á Suðurskautinu: Rjúfa 500.000 ára einangrun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.