Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 12
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 wowtravel.is Verð á mann frá: 12.990 kr. á nýju ári Innifalið er flug með sköttum. Bókaðu á wow.is eða í síma 590 3000. Köben Kíktu í kaupstaðinn Verð á mann í tvíbýli, frá: 46.900 kr. Innifalið er flug með sköttum, gisting í 2 nætur með morgunverði á Wakeup Copenhagen. Bókaðu á wowtravel.is eða í síma 590 3000. Borgarferð Alhliða ánægjuför til Köben Flug, gisting, hafmeyja og öl Verð á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn, frá: 89.633 kr. Innifalið er flug og gisting á Hotel Salzburgerhof með hálfu fæði. Afslátturinn gildir á skíðapökkum í janúar 2013. Bókanlegt á wowtravel@wowtravel.is eða í síma 590 3000. Skíðaferð Brunaðu til Austurríkis með alla fjölskylduna 50% afsláttur á flugi fyrir börnin Tímabil: 7. jan. – 15. mars 8. – 10. febrúar Gott færi LOFORÐ WOW LÆGSTA VERÐIÐNÝJAR VÉLAROG BREIÐASTA BROSIÐ TÓMSTUNDIR Hestamenn deila hart um ágæti þess að banna notkun stangaméla með tunguboga. Þannig eru líflegar umræður um málið og önnur munnmein hesta á spjallvef Hestafrétta. Í nýlegri skýrslu Matvælastofn- unar er lagt til að bregðast við áverkum í munni keppnishesta með því að banna slík mél. Skýrslan, sem var birt í byrjun mánaðarins, tók til skoðunar á keppnis- og sýningar- hestum á Landsmóti hestamanna og Íslandsmóti í hestaíþróttum á þessu ári. Í ljós komu áverkar og erting í húð í tannlausu bili í munni hesta undan bitinu á mélið. Sigurbjörn Bárðarson, hesta- maður og knapi, segir að beita megi öllum búnaði illa og þannig að valdi skaða. „Hægt er að ganga of langt í notkun á næstum öllum reiðbún- aði. Veldur hver á heldur,“ segir hann og telur að frekari rannsókna sé þörf. „Ekkert hefur verið kann- að hjá útreiðarmönnum hvort þessir áverkar séu almennir. Þetta þarf að kanna betur, en um leið full ástæða til að gefa gaum niðurstöðunni í tengslum við þetta mótahald.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofn- un og höfundur skýrslunnar sem út kom í byrjun mánaðarins, telur að fullyrðingar um að tunguboga- mél meiði ekki nema í keppni séu ágiskanir. „Ég vil láta banna þetta í keppni því þar tel ég mesta hættu á að þessi mél skaði hesta. En ég tel að það geti líka gerst í almennri reið því allar sömu forsendur eru fyrir hendi. Menn geta sett sama þrýsting á hest í útreiðum og gert er í keppni. Í öllu falli þarf að nota þetta mjög varlega,“ segir hún. Með því að banna umrædd mél gæti dregið mjög hratt úr meiðslum á kjálkabeini hesta, en það segir Sig- ríður bara einn þeirra þátta sem séu til skoðunar til að bæta munnheilsu hesta. Umræðan fari fram á vett- vangi velferðarnefndar Landssam- bands hestamannafélaga og innan félagasamtaka. Fram kemur á vef Matvælastofn- unar að velferðarnefndin hafi nú lagt til að stangir með tunguboga verði bannaðar í tvö ár „og þá metið aftur hvort áverkar á tannlausa bilinu hafi minnkað“. Aukin umræða um velferð hesta og endurskoðun á notkun á búnaði og aðbúnaði í keppni vonar Sigríður hins vegar að verði til góðs. „Ég trúi ekki öðru en að þokist í rétta átt,“ segir hún. olikr@frettabladid.is SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR SIGURBJÖRN BÁRÐARSON Hægt er að misnota nær allan reiðbúnað Hestamenn rífast um ágæti tannröspunar og notkun méla með tunguboga. Ný rannsókn bendir til að mélin meiði. Hestamenn segja frekari rannsókna þörf. Skýrsluhöfundur vonar að mál þokist í rétta átt. Taka þurfi á undirliggjandi vanda. Hestamenn ræða einnig í sínum hópi hvort verjandi sé að raspa tennur hesta, eins og hér hefur tíðkast áratugum saman. Telja sumir að með þessu séu hross kvalin og framkölluð í þeim tannpína. Aðrir segja að tannmein og hvassar brúnir tanna þurfi að raspa til þess að hross þrífist betur. Sigurbjörn Bárðarson segir að í sumum tilvikum sé röspun nauðsynleg en vera kunni að fákunnátta hafi orðið til þess að einstaka hafi farið offari í röspun. „Þetta kallar frekar á upplýsingar og fræðslu um málið,“ segir hann. Sigríður Björnsdóttir telur aftur á móti ljóst að ávinningur tannröspunar sem fyrirbyggjandi aðferðar skili sér ekki vel. Séu hestar hins vegar með undir- liggjandi vanda í tönnum þurfi að skoða það sérstaklega. „Ég bið menn bara að vanda sig og sjá tækifærin í dýpri greiningum en festast ekki í röspuninni.“ Skiptar skoðanir um tannröspun ÞÚ GETUR GERT KRAFTAVERK Í DAG Með hreinu vatni g efur þú betri heilsu, menntun og bjarta framtíð. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka Einnig: frjálst framlag á framlag.is gjafabréf á gjofsemgefur.is 907 2003 styrktarnúmer (2.500 kr.) söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499 GEFÐU GJÖF SEM SKIPTIR MÁLI PI PA R\ TB W A - SÍ A - 12 32 39

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.