Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 36
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 32 „Þetta er svona sýning sem geng- ur í kynslóðir. Ég fór sjálfur og sá þá í Laugardalshöll 1980 og ég er viss um að allir sem fóru ungir að sjá þá eiga eftir að flykkjast með börnin sín á sýninguna núna,“ segir Björgvin Rúnarsson, hand- boltaþjálfari og umboðsmaður Harlem Globetrotters í Skandi- navíu og Eystrasaltslöndunum. Harlem Globetrotters koma hing- að til lands í maí og halda sýn- ingu í Kaplakrika. Harlem Globetrotters eru vel þekktir um allan en þeir setja upp fjölskyldusýningar þar sem alls kyns listir eru framkvæmdar með körfubolta á körfuboltavelli. „Ég held að þeir verði bara vin- sælli með hverju árinu. Það er að minnsta kosti enn alltaf uppselt á sýningar þrátt fyrir að þeir séu orðnir 86 ára gamlir – það er að segja fyrirtækið, ekki leikmenn- irnir,“ segir Björgvin, en á hverju ári eru haldin úrtökupróf þar sem lið þess árs er valið, svo endur- nýjunin er stöðug. „Hér áður fyrr voru menn bara pikkaðir út en nú þurfa allir að fara í gegnum úrtökupróf. Fyrirtækið er orðið svo stórt og nú eru alltaf tvö lið í gangi. Eitt fer um Bandaríkin og annað sem fer um restina af heiminum,“ bætir hann við. Globetrotters hafa komið fjór- um sinnum áður til Íslands, síð- ast árið 2002. „Þá vorum við með sex sýningar um landið en núna náum við bara einni. Solla stirða og Íþróttaálfurinn koma og hita upp fyrir þá svo þetta verður algjör fjölskyldusýning,“ segir Björgvin. - trs VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUSÝNING HEIMS Á ÍSLANDI Harlem Globetrotters verða með sýningu í Kaplakrika í maí. Uppselt er á sýningar félagsins um allan heim. Fögnuðu opnun nýrrar verslunar Barnafataverslunin As We Grow opnaði nýja verslun að Geirsgötu á sunnudag og bauð af því tilefni fólki að fagna með sér og gæða sér á léttum veitingum. Margt var um manninn við höfnina eins og sjá má. ÁBÚÐARFULLIR Sigurjón Ragnarsson, Hlöðver Vilhelmsson og Jón Garðar Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BROS Sigríður Sigurjónsdóttir og Agnes Hlöðversdóttir. DJÚSAÐ Steinunn Vala Sigfúsdóttir, Helene Magnússon og Guðrún Mist Sigfúsdóttir. JÓLIN NÁLGAST Sigrún Edda Gunnars- dóttir og Hrafnhildur Ásgeirsdóttir. BLESSUÐ BÖRNIN Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir, María Theodóra Ólafsdóttir og Gréta Hlöðversdóttir með þá Ísak Eldar og Óðin Örn. LISTAMENN Lið Harlem Globetrotters setur upp fjölskyldusýningar um allan heim sem byggjast á körfuboltaíþróttinni og skemmtanagildið er í brennidepli. NORDICPHOTOS/AFP „Ég er búinn að vera að búa til jólaplötu í tvö ár og ákvað að senda lög í þessa keppni. Hún kemur út fyrir þarnæstu jól,“ segir tónlist- armaðurinn Sverrir Stormsker, sem hefur verið að vinna að plöt- unni í um tvö ár. Sverrir á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Úrslitin verða kunngjörð þriðju- daginn 18. desember og fer kosn- ing fram á Rúv.is. Alls bárust tæp- lega fimmtíu lög í keppnina, sem er nú haldin í tíunda sinn. Lög hans í keppninni eru Tvö fögur ljós, sem er flutt af Sig- ríði Guðnadóttur, og Nútímajól sem hann syngur með Öldu Björk Ólafsdóttur. Um fyrrnefnda lagið segir Sverrir: „Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.“ Hið síðarnefnda fjallar um hvað tímarnir hafa breyst og þar snýr Sverrir hinum hefðbundnu kynja- hlutverkum við. „Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.“ Þetta þótti ekkert stórkostlegt vanda- mál í denn en í dag þá er þetta hræðilegur glæpur,“ segir Sverr- ir. „Í textanum fær stelpan i-Pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballettdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg ofboðslega sáttir og ham- ingjusamir. Nema kannski strák- aulinn, en það skiptir ekki máli.“ Bæði lögin verða á nýju jólaplöt- unni. „Þessi jólaplata verður voða hugguleg. Ég er búinn að fá Siggu Guðna, Öldu Ólafs, Ladda og fleiri góða drengi og stúlkur með mér í lið.“ Sverrir hefur áður samið eitt jólalag sem kom út 1987. Það heit- ir Söngur veiðimannsins í flutn- ingi Stefáns Hilmarssonar. „Þessi hugljúfi sálmur var stranglega bannaður á útvarpsrásunum af einhverjum stórfurðulegum ástæðum sem enginn skilur í dag. Ég var þarna að yrkja dýrlegan óð til sjálfs Jesú Krists og sá gæi þykir nú ekki mjög slæmur pappír. Ein línan var undir smá áhrifum frá Bítlunum þar sem við Stebbi sungum hástöfum: „We love you Je-Je-sú.“ Mjög huggulegt allt saman og rómó. En þetta fór víst eitthvað öfugt ofan í kokið á fólki og það þótti alveg hreint gráupp- lagt að banna sálminn,“ segir Sverrir. freyr@frettabladid.is Undirbýr huggulega jólaplötu Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. Lið Harlem Globetrotters kemur til landsins 4. maí og skellir sér þá í heimsókn á Barnaspítala Hringsins. Að sögn Björgvins hafa þeir gert það í öllum ferðum sínum hingað til og báðu um að því yrði komið í kring. „Þetta eru auðvitað bara gleðigjafar og vilja bara dreifa gleði meðal allra,“ segir hann. „Svo er ekkert ólíklegt að þeir skoði sig um í miðbæ Reykjavíkur á laugardags- kvöldinu,“ bætir hann við, svo sjái fólk hóp óvenjulega hávaxinna karlmanna labba niður Laugaveginn að kvöldi 4. maí er aldrei að vita nema hægt sé að biðja þá um að leika listir sínar. Í ÚRSLITUM Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem keppa í úrslitum jólalagakeppni Rásar 2. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Heimsækir Barnaspítala Hringsins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.