Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 20
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 20 Eins og málin horfa við þessa stundina benda allar líkur til þess að Fjöl- brautaskóli Suðurnesja sé nauðbeygður til að draga saman seglin, synja nem- endum um skólavist á næstu önnum og segja upp starfsfólki. Hver er ástæð- an? Skólastjórnendur FS og menntamálaráðuneytið greinir á um þær. Ráðu- neyti telur sig ekki geta aðhafst, að sinni, til að mæta þeim vanda sem fulltrúar skólans hafa kynnt og ekki sé unnt að bregðast við breytingum miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Skólastjórnendur FS telja sig hafa sýnt fram á að framlag ríkis- ins á ársnemanda sé hærra í öllum samanburðarskólunum. Þá grein- ir einnig á við ráðuneytið um að ástæðan fyrir lítilli hækkun á árs- framlagi á hvern nemanda liggi í minnkandi þörf fyrir þjónustu á starfsbrautum eða fækkun á nem- endum í hægferðum eða á almennri braut, þvert á móti. Það er með öllu óásættanlegt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynnt- ar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætlan- ir skólans í ljósi stórfellds niður- skurðar, á sama tíma og skólanum er ætlað að taka virkan þátt í mót- vægisaðgerðum vegna ástandsins hér á Suðurnesjum, sem krefst enn frekari útgjalda. Hið félagslega hlutverk Fjölbrautaskóli Suðurnesja er stærsti vinnustaður sveitarfélags- ins. Hann hýsir nú um 1100 nem- endur á aldrinum 16-20 ára. Eins og fyrr greinir er allt útlit fyrir að synja þurfi fjölmörgum nemendum um skólavist á vorönn og jafnvel líka á haustönn 2013 vegna þess að fé skortir til þess að reka skólann. Á Suðurnesjum er gífurlegt atvinnuleysi sem hefur marghátt- aðar alvarlegar afleiðingar bæði fyrir þann sem missir vinnuna, fjölskyldu hans og allt hans nán- asta umhverfi. Fyrir stuttu kom út skýrsla þar sem segir að heimilisofbeldi sé mest á Suðurnesjum. Langvar- andi atvinnuleysi leiðir til fátæktar, vanlíðunar, heilsubrests og félagslegr- ar einangrunar, aðstæð- ur sem gjarna geta af sér ofbeldi. Margir nemendur FS eiga um sárt að binda vegna atvinnuleysis heima fyrir. Margir nemendur eru í FS vegna eigin atvinnu- leysis. Skólinn hefur orðið þessum nemendum n.k. félagslegt úrræði, skjól á erfiðum tímum. FS hefur verið virkur þátttakandi í verkefn- um ríkisvaldsins og úrræðum gegn atvinnuleysi og tekið inn nemendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Í staðinn fyrir að sjá engan tilgang með því að fara á fætur á morgnana annan en að mæla götur eða að vera í tölvuleikjum daginn út og inn fara þeir í skólann og eru þar í ákveð- inni rútínu og félagslegu samneyti við annað fólk. Skiptir þetta félags- lega hlutverk skólans engu máli í því mannfjandsamlega ástandi sem ríkir í samfélaginu? Getur rík- isvaldið bara horft kalt á þreytt- ar einingar og veitt fé til skólans samkvæmt einhverju reiknilíkani sem margir telja að sé meingallað? Hvers virði er líf og framtíð ung- mennanna sem ekki munu fá skóla- vist í FS á næstu önnum, vegna fjárskorts, og ekki munu komast í nokkra vinnu heldur, vegna atvinnu- skorts? Hefur ríkisvaldið eitthvert reiknilíkan til að reikna það út? Manngildið að leiðarljósi Skýring stjórnvalda er sú að ekki sé til fé. Hver hugsandi maður veit að hér varð hrun. Hver hugsandi maður veit líka að það er nauðsyn- legt að forgangsraða í fjármálum. Er það rétt forgangsröðun að hlúa ekki að æsku þessa lands, einkum og sér í lagi nú þegar illa árar? Er meira um vert að grafa göng gegn- um fjöll fyrir nokkrar blikkbeljur? Höfum við efni á því sem þjóð, jafnt fjárhagslega sem siðferðilega, að synja fjölmörgum nemendum um skólavist á næstu önnum eins og sakir standa? Niðurskurður fjár- magns til Fjölbrautaskóla Suður- nesja grefur enn frekar undan þeim sem verst eru staddir á þessu svæði. Er ekki kominn tími til að hafa manngildið að leiðarljósi? Allir starfsmenn FS hafa verið tilbúnir til að leggja sitt af mörk- um, taka á sig aukið vinnuálag til að kljást við þá örðugleika sem við stöndum öll frammi fyrir í kjölfar hrunsins. Og það fyrir mjög kjara- skert laun. Ég býst við að kenn- arar séu ein hámenntaðasta lág- launastétt landsins. Því má gera þá kröfu til ríkisvaldsins að það leggi líka lóð á vogarskálarnar og veiti skólanum a.m.k. nægilegt fé til að hann fái sinnt sómasam- lega þeim nemendum sem sækja um skólavist. Að ríkisvaldið sjái til þess að starfsumhverfið verði bærilegt bæði fyrir nemendur og annað starfsfólk. Nú er lag fyrir þingmennina okkar að þeir taki málið upp, skoði það ofan í kjölinn og berjist fyrir áframhaldandi öflugri starfsemi Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að skólinn er ekki bara mennta- og uppeldisstofnun heldur hefur hann líka hlutverki að gegna sem félagslegt úrræði á kreppu- tímum. Þar fá þeir verðugt verk- efni til að kljást við og sýna okkur hvað í þeim býr. Ef til vill þyrfti líka að endurskoða dreifingu fjár til menntastofnana á Suðurnesjum í ljósi heildstæðrar menntastefnu stjórnvalda. Ef hún er þá til. Enn hoggið í sama knérunn Það heyrist hátt í ferða- þjónustu um þessar mund- ir og að hluta er það að ósekju. Boðaðar skatta- og gjaldahækkanir á hótel og bílaleigur koma með hrikalega stuttum fyrir- vara. Hins vegar hefur öll umræða umfram fyrirvar- ann fallið í heldur fyrirsjá- anlegan og hefðbundinn farveg, ekki síst þar sem nú er kosningavetur. Má draga saman kjarna þeirr- ar umræðu með orðunum „allar skattahækkanir eru vondar“. Leiðarahöfundar, þingmenn, varamenn þeirra og tilvonandi, sem og flestir hagsmunaðilar í ferðaþjónustu syngja sönginn um að þessar hækkanir herði þannig skrúfur að þessu helsta hjóli efna- hagslífsins, svo að það stöðvist eða sem verra er snúist öndvert með samdrætti. Nú er rétt að huga að nokkrum staðreyndum. Starfsleyf- um bílaleiga á landinu hefur fjölgað úr 66 árið 2008 í 115 nú árið 2012. Hótelherbergjum fjölgar ört og í sumum stærstu sveitarfélögunum má sjá fyrirhugaða allt að 200% aukningu í framboði rúma. Það er vissulega vöxtur í gestakomum. En svo virðist sem annar hver maður ætli sér að græða á því. Sannarlega er gullgrafaraæði í íslenskri ferða- þjónustu. Grátkór um skilningsleysi Þá má spyrja: Er það ekki skylda hins opinbera að hægja hér á og reyna að koma í veg fyrir bólu sem springur að hætti minkabúa, lax- eldis og fjárfestingarbankastarf- semi. Auðvitað þarf að fylgjast með merkjum um hvort hjólin séu að snúast í öndverða átt og auðvi- tað er aðstöðumunur fyrirtækja á landsbyggð og SV-horni til að taka þessar hækkanir á sig. En grátkór um skilningsleysi hins opinbera verður að taka með fyrirvara og huga að markmiðum frek- ar en prósentum. Hið opin- bera hefur vissulega sýnt ótrúlega tregðu við að átta sig á málefnum greinar- innar með fyrirvaraleysi hækkananna. Þau þurfa að sýna í verki stefnu í ferða- málum samhliða þessum hækkunum. Hins vegar þegar kemur að markmiðum má vel spyrja hvort það sé góð þróun umhverfis- og samfélagslega séð, ef allir gest- ir til landsins skondrast um það í sínum prívatbíl. Verið er að efla almenningssamgöngur í landinu og ferðafólk getur eflt og styrkt þá þróun innviða. Þeir koma einmitt þegar landsmenn nota slíkar sam- göngur hvað minnst og geta þann- ig styrkt rekstrargrunn þeirra. Öll getum við sæst á að eðlilegra og heilbrigðara er fyrir umhverfi og samfélag, svo ekki sé talað um viðkvæma staði í náttúru landsins, að fólk komi með slíkum samgöng- um. Það hlýtur að teljast betra upp á ímynd hins ósnortna að fólk nýti slíkan samgöngumáta frekar en að öll plön fyllist af Yaris-bílum. Einnig væri æskilegra að boðuð fjárfesting í innviðum áfangastaða gesta fari ekki í malbik fyrir bíla- plön. Auk þess má vel spyrja hvort styrking samgönguinnviða sé ein- mitt ekki forsenda þess að laga árs- tíðarvanda greinarinnar. Auðvitað svíður alla þegar þeir þurfa borga meira í dag en í gær, en ef við berum gæfu til að ræða þessar breytingar í víðara sam- hengi en samanburði þess hvað var í krónum í gær og í dag, þá tel ég að meiri sátt geti orðið um þróun ferðaþjónustu. Af skattpíningu og kúgun atvinnuvegaMENNTAMÁL Jórunn Tómasdóttir kennari við FS. FERÐA- ÞJÓNUSTA dr. Edward H. Hujibens landfræðingur og forstöðumaður Rannsóknamiðstöð- var ferðamála. ➜ Það er með öllu óásættan legt að fá ekki skýr svör við ábendingum skólans sem kynntar voru ráðuneytinu í byrjun mars sl. Endurskoða verði allar áætl- anir skólans í ljósi stórfellds niðurskurðar… ➜ Auðvitað svíður alla þegar þeir þurfa að borga meira í dag en í gær … náttúrulega gott um jólin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.