Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 16
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Ein af aðalpersónunum í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er „Strandkap- teinninn“. Kapteinn þessi er sagður hafa kallað: „Hart í bak!“ til rórmannsins um leið og kapteinninn renndi skipi sínu á fullum dampi upp á sker. Leikrit Jökuls fjallar ekki um strandið heldur um fram- vindu mála eftir strand. Við Íslendingar höfum sl. fjögur ár verið allt í senn – leikarar, áhorfend- ur og sviðsmenn í sams konar leikriti – eftir strandið. Í sjálfu strandinu snerist málið um þjóðarskútuna og strandkap- teininn, Sjálfstæðisflokkinn, sem sigldi þjóðarskútunni í stórastrand eftir sam- fellda átján ára skipstjórn. Að vísu mun sá „strandkapteinn“ aldrei á allri þeirri vegferð hafa kallað: „Hart í bak“ (þ.e. krappt til vinstri), heldur í sífellu tuldrað sömu fyrirmælin: „Hart í stjór!“ (m.ö.o.: Krappt til hægri). Önnur stefna var ein- faldlega ekki til á hans siglingakorti. Það var svona „einstefnukort“. „Krappt í stjór!“ kallaði sá strandkapteinn líka þegar þjóðarskútan fór á fullu stími upp á skerið. Af hlaust stærra tjón en sagan kann frá að greina á meira en ellefu alda siglingu þjóðarskútunnar – en mannbjörg varð. Áhöfnin hélt lífi – líka strandkap- teinninn. Svona naumlega. Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strand- kapteininn hans Jökuls er strandkap- teinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Þau geta þetta aldrei. Bara ég!“ hróp- aði strandkapteinninn í okkar leikriti þegar þjóðin sótti aðra stjórnendur til þess að losa þjóðarskútuna af skerinu. „Þau rata þetta aldrei. Bara ég!“ hrópaði hann þegar aðrir fóru að sigla þjóðar- skútunni út úr skerjagarðinum. „Ég hefði gert þetta svo miklu fljótar og betur!“ var kallað þegar komið var á auðari sjó. „Nú get ég – og ég einn“ er svo viðkvæðið núna. „Nú rata ég. Hart í stjór! Krappt til hægri!“ Mikið er langlundargeð okkar Íslend- inga. Svo má nú segja! Svo mikið að strandkapteinar geta jafnvel fengið að reyna sig aftur. Bara fjórum árum eftir strandið. Fullreynt ekki fyrr en þríreynt er! „Hart í stjór, góðir hálsar!“ FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is ➜ Leikritið okkar hefur nú í fjögur ár fjallað um eftirleikinn. Öfugt við strandkapteininn hans Jökuls er strandkapteinninn okkar stöðugt að heimta að sér verði trúað fyrir skipsstjórninni aftur. „Hart í bak“ STJÓRNMÁL Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele þvottavélar og þurrkarar N iðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Doha í Katar gengur miklu skemur en þeir hefðu óskað, sem vilja að ríki heims taki höndum saman um raunverulegar aðgerðir til að stöðva hlýnun loftslags á heimsvísu. Þar náðist ekki samkomulag um nein meiriháttar ný markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Árangur fundarins í Doha felst fyrst og fremst í tvennu. Í fyrsta lagi er gildistími Kyoto-bókunarinnar framlengdur um átta ár, fram til 2020. Þannig er eini lagalega bindandi samn- ingurinn um loftslagsmál áfram í gildi, sem hefur líklega fyrst og fremst táknræna merkingu. Það hefur nefnilega kvarnazt úr þeim hópi iðnvæddra ríkja, sem í upphafi stóð að Kyoto- bókuninni. Bandaríkin staðfestu hana aldrei og nú hafa Rússland, Kanada og Japan sömuleiðis gengið úr skaftinu. Ríkin sem standa að bókuninni losa saman- lagt aðeins um 15% gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Í öðru lagi er að því stefnt að innan þriggja ára verði gerður nýr, lagalega bindandi samningur þar sem öll ríki, jafnt iðnríki sem þróunarríki, taki á sig skuldbindingar um að draga úr losun. Aðeins þannig er hægt að koma böndum á losun þeirra ríkja þar sem mengunin vex hraðast í dag, til dæmis Kína og Indlands. Það krefst þess hins vegar að ríku löndin hjálpi til með stuðningi við loftslagsvæna tækni. Þannig má segja að niðurstaðan í Doha þýði að enn megi halda í vonina um að það takist að snúa þróuninni við og koma í veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en tvær gráður, en víðtæk samstaða er meðal vísindamanna um að meiri hlýnun muni hafa afar skaðvænleg áhrif. Samkomulag árið 2015 er alls ekki í hendi. Saga loftslagsvið- ræðna undanfarinn hálfan annan áratug sýnir að gríðarlegir sér- hagsmunir ríkja og atvinnugreina vinna gegn heildarhagsmun- um mannkynsins af því að taka loftslagsvæna tækni í þjónustu sína og hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í stórum stíl. Ef nýr samningur á að nást saman á tilskildum tíma þannig að hann geti tekið gildi árið 2020, eins og stefnt er að, þarf almenningur í ríkjum heims að þrýsta miklu meira á ráðamenn en hingað til. Ísland getur verið stolt af að vera í hópi þeirra ríkja sem áfram halda tryggð við Kyoto-bókunina. Ísland hefur sömuleiðis bundið trúss sitt við framsæknustu ríkin í loftslagsmálum, Evrópusambandsríkin og Króatíu, sem taka á sig sameiginlega skuldbindingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 20% á tímabilinu 1990-2020. Ísland nýtir ekki lengur sérstöðu sína varðandi endurnýjan- lega orku til að sækjast eftir undanþágum og sérlausnum í lofts- lagsmálum, heldur ber sömu byrðar og önnur ríki. Enda er það svo að þrátt fyrir alla endurnýjanlegu, hreinu orkuna okkar er Ísland í hópi ríkja sem nota hvað mest jarðefnaeldsneyti á mann. Við þurfum að taka til hendinni heima fyrir, en líka að miðla þekkingu okkar til ríkja sem standa verr að vígi. Verkefni um stórfellda nýtingu jarðhita í Austur-Afríkuríkjum, sem Ísland stendur að ásamt Norræna þróunarsjóðnum, er dæmi um hvað við getum gert. Miklu meira þarf til að stöðva hnattræna hlýnun: Haldið í vonina Snákur í paradís Tilveran hverfist um andstæður, samkvæmt sumum heimspekikenn- ingum, og fyrir hvert fyrirbæri er til andfyrirbæri þess. Nægir að horfa til himnaríkis og helvítis í því ljósi. Sé eitthvað að marka Pál Vilhjálmsson, framkvæmdastjóra Heimssýnar, hefur helvíti hlutgerst hér á jörðu og heitir í dag Evrópusambandið. And- stæðan, And-ESB, er tilveran eins og Páll boðar hana, himnaríki án afskipta ESB. Nú virðist hins vegar vera kominn snákur í paradís, því formaður Heimssýnar, Ás- mundur Einar Daðason, hefur ítrekað að skoðun Páls um að nauðsynlegt sé að þurrka VG af þingi sé ekki stefna Heimssýnar. Lítt iðrandi syndari Páll greinir frá þessu á bloggsíðu sinni, en ekki er að sjá að honum þyki mikið til yfirlýsingar formanns- ins koma. Páll skrifar eftirfarandi inngang að yfirlýsingunni: „Þá vitum við það: Heimssýn styður alla stjórn- málaflokka jafnt og gerir ekki upp á milli þeirra. Ætli Heimssýn komi til greina til friðarverðlauna Nóbels á næsta ári?“ Svo mörg voru þau orð. Víst er að í sæluríki Páls á auðmýktin ekki sama- stað. Þórðargleði Á hinum póli ESB-ássins eru Evrópu- samtökin, en á vef þeirra má greina þórðargleði yfir uppákomunni hjá Heimssýn. Þar er birtur pistill í gær þar sem ófögrum orðum er farið um lýðræðisandúð sumra Heimssýnar- manna og sagt að þar séu sumir „hreinlega að „drepast“ úr lýðræðis- ást!“ Að lokum segir: „Fyrir þá sem telja opna og fjölbreytta umræðu að- alsmerki lýðræðis er það alveg ljóst í hvaða samtökum þeir eiga ekki heima!“ Pistlar Páls voru reyndar ágætis dæmi um opna og fjölbreytta umræðu, en einhver ætti að segja Evrópusamtök- unum að þórðargleði er sjaldan falleg. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.