Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 8
Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í Vafningsmálinu svo- nefnda, fór fram á fimm og hálfs árs fangelsisdóm yfir Lárusi Weld- ing, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þegar málið var flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann krafðist fimm ára dóms yfir Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Réttarhöldunum lauk í gær eftir munnlegan málflutning saksókn- ara og verjendanna tveggja. Þau stóðu samtals í þrjá og hálfan dag. Hólmsteinn Gauti sagði í ræðu sinni sannað að Lárus og Guð- mundur hefðu tekið ákvörðun um að lána Milestone jafnvirði tíu milljarða króna í febrúar 2008. Sú lánveiting hafi brotið gegn reglum bankans og skapað gríðar- lega hættu á miklu fjártjóni, sem sannist meðal annars á því að enn hafi ekkert fengist upp í lánið. Verjendur andmæltu þessu í ræðum sínum og sögðu alls ekkert liggja fyrir um að Lárus og Guð- mundur hefðu tekið ákvörðunina um að lána Milestone. Þvert á móti hefði ekki eitt einasta vitni borið á þann veg. Hólmsteinn rökstuddi refsikröfu sína með vísan til Exeter-málsins svokallaða, þar sem Jón Þorsteinn Jónsson og Ragnar Z. Guðjónsson fengu fjögurra og hálfs árs fang- elsisdóm fyrir umboðssvik sem námu einum tíunda af því sem um er að tefla í Vafningsmálinu. Verjendur sögðu málin hins vegar ósambærileg, meðal annars þar sem fyrir lægi að Lárus og Guðmundur hafi ekki átt neinna persónulegra hagsmuna að gæta af láninu. Hólmsteinn eyddi nokkru púðri í að rökstyðja að Vafningur, sem átti upphaflega að taka við láninu og fékk það raunar eftir að það hafði legið inni á reikningi Milestone yfir helgi, hafi í raun verið hluti af Milestone-samstæðunni. Skúli Magnússon, einn þriggja dómara málsins, greip þá fram í fyrir honum og spurði hvaða máli þetta skipti fyrst ekki væri ákært fyrir Vafningslánið. „Ég vona að við séum hér staddir í sama mál- inu og ég sé ekki með vitlausa ákæru,“ sagði Skúli. Verjendurnir gagnrýndu rann- sóknina harkalega, sögðu aðal- rannsakendurna vanhæfa, málið varla nema hálfrannsakað og að búinn hefði verið til glæpur sem aldrei hefði verið framinn. Til stendur að kveða upp dóm í málinu 28. desember, klukkan tvö. | FRÉTTASKÝRING | 11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 RÉTTARHÖLD Í VAFNINGSMÁLI SÉRSTAKS SAKSÓKNARA Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA www.volkswagen.is Volkswagen Crafter Crafter fer létt með að flytja fyrirhafnarlaust mjög þungan og fyrirferðarmikinn farm. Crafter er sterkbyggður sendiferðabíll og er búinn einstaklega sparneytnum dísilvélum með allri nýjustu tækni frá Volkswagen. Crafter er áreiðanlegur, sparneytinn og þrátt fyrir stærðina er hann mjög þægilegur í akstri og umgengni. Til afgreiðslu strax Atvinnubílar Crafter kostar aðeins frá 6.990.000 kr. (5.569.721 kr. án vsk)* Fyrir erfiðustu verkefnin 3ja ára ábyrgð og allt að 200.000 km akstur Þungra dóma krafist Saksóknari fer fram á fimm og hálfs árs dóm yfir Lárusi Welding vegna Vafnings- málsins og fimm ár yfir Guðmundi Hjaltasyni. Dómur fellur innan þriggja vikna. SEGJAST ALSAKLAUSIR Lárus Welding, Guðmundur Hjaltason og verjendateymi þeirra fullyrða að þeir hafi ekkert gert rangt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ítarlega var sagt frá málfl utn- ingnum á Vísi.is í gær. Nánar má fræðast um málið þar. visir.is Stígur Helgason stigur@frettabladid.is Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.