Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 11. desember 2012 | MENNING | 35 Cate Blanchett breyttist í hálf- gerðan eltihrelli þegar hún frétti af gerð Hobbita-þríleiksins. Leik- konan fer með hlutverk álfkon- unnar Galadriel í The Lord of the Rings og í Hobbitanum. „Ég bjóst ekki við meiru eftir að Lord of the Rings lauk. Ég hélt að því ferðalagi væri lokið en mín þátttaka í þeim þríleik var alltof stutt,“ sagði Blanchett við Flick and Bits. „Þegar ég heyrði að þau ætluðu að gera Hobbitann gerðist ég eltihrellir. Ég hringdi í umboðsmanninn minn nánast á hverjum einasta degi og spurði hvort eitthvað væri að frétta og hvort Galadriel yrði í myndun- um.“ Varð eltihrellir vegna Hobbita GALADRIEL Cate Blanchett í hlutverki Galadriel í Hobbitanum. Jimmy Page, fyrrum gítarleik- ari Led Zeppelin, ætlar í sólótón- leikaferð á næsta ári. Hann ætl- aði að fara á þessu ári en varð að fresta því eftir að mynddiskurinn Celebration Day með endurkomu- tónleikum Zeppelin árið 2007 var gefinn út. Hann sagði Led Zeppelin aldrei hafa ætlað í tónleikaferð án söngvarans Roberts Plant því það hefði „breytt karakter“ sveitar- innar. „Ég, Jason og John Paul Jones vildum byrja að spila ný lög og sjá hvernig allt saman gengi. Það voru vangaveltur hjá fólki um einhverja söngvara en ég vildi frekar sjá hvað við gætum gert sjálfir. En við fengum aldrei tækifæri til þess,“ sagði hann við Guitar World. Jimmy Page í tónleikaferð JIMMY PAGE Rokkarinn er á leiðinni í tónleikaferð. Leikkonan margumtalaða Krist- en Stewart hefur nú staðfest orð- róm þess efnis að hún fari með annað aðalhlutverkið í grínmynd- inni Focus. Það er enginn annar en Ben Affleck sem leikur á móti henni í myndinni sem er skrifuð og leikstýrt af Glenn Ficarra og John Requa, þeim sömu og gerðu Crazy, Stupid, Love. Kristen á sér feril í því að taka vinnuna með sér heim, eða að minnsta kosti samstarfsmenn sína. Það verður því spennandi að sjá hvort sjö ára hjónaband Afflecks og Jennifer Garner lifi af samstarfið. Stewfl eck mynd í bígerð NÝR MÓTLEIKARI Stewart leikur á móti Ben Affleck í myndinni Focus. NORDICPHOTOS/GETTY Í flestu sem viðkemur jólahaldinu er best að halda í hefðirnar og þar er MS rjóminn hvergi undanskilinn. MS rjóminn er þessi gamli góði sem er samt alltaf ferskur. Hann myndi endast á milli jóla og nýárs – ef hann væri ekki svona góður. allra landsmanna Gítarleikari Aerosmith, Joe Perry, er að eigin sögn hæstánægður með nýjustu plötu sveitarinnar, Music From Another Dimension, en hún er þeirra fimmtánda hljóðversplata og sú fyrsta sem þeir senda frá sér í átta ár. Platan fór beint í fimmta sæti bandaríska Billboard-listans og verð- ur það að teljast prýðilegur árangur fyrir þessa gömlu glysrokkara, sem nú eru allir komnir á sjötugsaldurinn. Perry er ekki viss um að hljóm- sveitin eigi fleiri plötur uppi í erm- inni og gefur í skyn að hann verði fullkomlega sáttur ef nýja platan reynist svanasöngur sveitarinnar. Það er þó ekki að heyra á honum að tónleikaþreyta sé komin í mann- skapinn. „Það er engin ástæða til að ætla að Aerosmith geti ekki spilað á tónleikum svo lengi sem meðlim- irnir geta enn gengið,“ segir Perry, en hljómsveitin hefur lengi haft það orð á sér að vera afar spræk á sviði. „Þó við getum ekki tekið heljarstökk og sveiflað okkur í köðlum getum við enn þá bæði spilað og sungið.“ - hva Sáttur ef sú nýja verður svanasöngurinn Gítarleikarinn Joe Perry er sáttur við nýju Aerosmith-plötuna en hefur efasemdir um framhaldið. KEMPUR Aerosmith hefur löngum verið talin spræk sveit á sviði. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.