Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 10
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 6 7 5 E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 6 7 5 J LAB NUS DESEMBER Komdu við og kynntu þ r væntan og veglegan j lab nus sem fylgir llum n jum Hyundai b lum desember NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. www.hyundai.is Opnunartími Hyundai Kauptúni 1 Opið frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum. Í neyðartilfellum er hægt að nýta sér 24ra tíma neyðarþjónustu varahlutaverslunar. UPPLIFÐU N JA T MA MEÐ HYUNDAI TAKMARKAÐUR AKSTUR Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf. Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is HYUNDAI i30 BENSÍN EÐA DÍSIL Verð frá 3.290.000 kr. HYUNDAI ix35 BENSÍN EÐA DÍSIL Verð frá 5.890.000 kr. *Takmarkað magn Komdu við og kynntu þér vegleg an jólabónus * með nýjum bíl f rá okkur! JÓLABÓNU S SKIPULAGSMÁL „Nú í haust ræddu menn um gjörbreyttar aðstæður – allt annað líf, bæði hvað varðar töflunotkun og ekki síst þar sem litaða glerið heldur sólargeislum að miklu leyti úti. Það hefur verið okkur sérstaklega ánægjulegt að svona vel tókst til,“ segir í umsögn Lindu Rósar Michaelsdóttur, rekt- ors Menntaskólans í Reykjavík, til skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar um hinn nýja glervegg skólans við Þingholts- stræti 18. Linda segir alla aðstöðu fyrir framkvæmdirnar hafa verið erf- iða bæði nemendum og kennurum. „Illa gekk að nota töflur og skjá- varpa ef sólin skein og ef gardín- ur voru dregnar fyrir myndaðist algjörlega óviðunandi hitamolla í bæði kennslustofum og vinnustof- um sem snúa út að Þingholtsstræt- inu.“ Fréttablaðið greindi frá því í haust að byggingarleyfi fyrir umræddum framkvæmdum, sem fela mestmegnis í sér uppsetningu nýs gler- og álveggjar á austur- og vesturhlið skólans, var afturkall- að vegna gagnrýni íbúa í nágrenn- inu. Veggurinn hafi virkað eins og spegill sem varð til þess að nágrannarnir hafi nánast horft beint inn um glugga hver annars, auk þess sem þeir voru „berskjald- aðir gagnvart gangandi umferð“. Ekkert grenndarmat var gert á framkvæmdunum og var því úrskurðað að endurnýja leyfisferl- ið. Nú hefur svo verið gert. Rektor óskar eftir því í umsögn sinni að byggingarleyfið verði samþykkt, þó hún taki það fram að skipulagsmál á svæðinu séu í raun ekki mál skólans. Helgi Hjálmarsson skrifar umsögn fyrir hönd hönnuða veggjarins að fyrir liggi að tals- verð speglun hafi verið af veggn- um fyrir framkvæmdirnar og ættu þetta því ekki að vera miklar breytingar. Umsókn um nýtt byggingarleyfi var lögð fram þann 23. nóvember síðastliðinn. sunna@frettabladid.is Rektor segir spegla bæta andrúmsloftið Búið er að sækja um nýtt byggingarleyfi vegna glerveggs á austur- og vesturhlið Menntaskólans í Reykjavík. Rektor segir breytingarnar bæta aðstöðu í skólanum til muna. Leyfið var afturkallað í haust vegna óæskilegrar speglunar af veggnum. SPEGLAVEGGURINN Rektor Menntaskólans í Reykjavík segir speglaglerið auka gæði kennslunnar innandyra. Illa gekk að nota töflur og skjávarpa ef sólin skein og ef gardínur voru dregnar fyrir myndaðist algörlega óviðunandi hitamolla. Linda Rós Michaelsdóttir, rektor MR Miður sín yfir símahrekk 1 ÁSTRALÍA Áströlsku útvarpsmennirnir, sem hringdu á spítalann sem Katrín hertogaynja dvaldi á í síðustu viku og þóttust vera Karl Bretaprins og Elísa- bet drottning, hafa beðist afsökunar á uppátækinu. Hjúkrunarfræðingurinn sem svaraði símtalinu frá þeim svipti sig að öllum líkindum lífi á föstudag, en opinber dánarorsök hefur ekki enn verið gefin út. Útvarpsmennirnir Mel Greig og Michael Christian komu fram í viðtölum í gær og sögðust miður sín yfir málinu. „Það líður ekki sú mínúta sem við hugsum ekki um fjölskyldu hennar og það sem þau hljóta að vera að ganga í gegnum,“ sagði Greig. Bera kennsl á mann sem féll af himni 2 BRETLAND Lögregla í vesturhluta London hefur óskað eftir hjálp almenn-ings við að bera kennsl á mann sem fannst látinn á gangstétt í september. Í fyrstu var talið að maðurinn hefði verið myrtur. Svo komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að hann hefði falið sig í hjólabúnaði flugvélar og fallið út þegar hjólin voru sett niður fyrir lendingu á Heathrow. Hann hafði engin skilríki en var með peninga frá Angóla í vasanum. Því er gengið út frá því að hann sé þaðan, en ekkert hefur gengið að komast að því hver hann var. Mandela enn á spítala 3 SUÐUR-AFRÍKA Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, er enn á spítala. Engar upplýsingar hafa þó verið gefnar um hvað ami að hinum 94 ára gamla Mandela. Mandela hefur verið á spítala síðan á laugardag, en miklar vangaveltur eru uppi um það hvað amar að honum og hvers vegna engar upplýsingar eru veittar um ástand hans. Málið var umfjöllunarefni leiðara í blöðum í gær. Jacob Zuma, forseti landsins, hefur heimsótt Mandela á spítalann og segir hann hafa það gott. HEIMURINN 1 2 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.