Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 4
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 KATAR, AP „Þetta er ekki niður- staðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki held- ur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunar- lönd voru mörg hver ósátt við nið- urstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármál- um. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðal- hitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvern- ig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrj- un ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til árs- ins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 millj- ónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslags- breytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framleng- ingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráð- stefnunni átti að vera lokið. Mik- ill ágreiningur ríkti á lokasprett- inum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is VÍSINDI Fornleifafræðingafélag Íslands (FFÍ) óttast að fornleifa-rannsóknir gætu lagst af á næstu árum verði lög um menningar-minjar samþykkt um áramót. Ekki er gert ráð fyrir neinum fram-lögum til fornleifarannsókna í fjár-lögum næsta árs og hafa styrkir til greinarinnar dregist saman um 60 prósent frá árinu 2008. Hin nýju lög kveða á um að Forn-minjasjóður skuli taka að sér mun víðara hlutverk en áður, eins og báta- og skipaviðgerðir, og verður vinna að stefnumótun í minjavörslu greidd úr honum að hluta. Þrátt fyrir það eru framlög minnkuð um 30 prósent á sama tíma. Ármann Guðmundsson, for-maður félagsins, segir framtíð greinarinnar hér á landi einkenn-ast af mikilli óvissu vegna þessa. „Sjóðurinn var eyrnamerkturþessari vísind i Óttast að fornleifarannsóknir gætu lagst af á næstu árumForsendur til fornleifarannsókna eru brostnar taki lög um menningarminjar gildi um áramót, að mati forn-leifafræðinga. Fjárframlög skorin niður um 60% síðan 2008. Mikið atvinnuleysi hjá stéttinni síðustu fimm ár. TY : a u s og að undan- ess mun starfa sem hverfastjórn þangað til. - mþl Um 70% íslenskra fornleifafræðinga hafa verið atvinnu- laus í einhvern tíma síðustu fimm ár. MIKIÐ ATVINNU-LEYSI 70% Sam- kvæmt nýrri skoðana- könnun sem gerð var meðal stéttarinnar nýverið. VÍSINDI Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, vill að Fornminjasjóður verði efldur í næstu fjárlögum. Ljóst sé að góðum umsóknum um styrki er varða fornleifa- rannsóknir hafi verið hafnað á undanförnum misserum og tiltölulega lágar fjárhæðir verið samþykktar samanborið við árin fyrir hrun. „Það þarf að leggja áherslu á að efla sjóðinn með því að skoða stöðuna sérstaklega í næstu fjárlögum,“ segir Katrín. „Þá mætti meðal ann- ars beita þeim rökum að [fornleifar] skipti máli fyrir ferðamennsku. Það á að horfa til þessarar uppbyggingar í framtíðinni.“ Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að Fornleifafræðingafélag Íslands hefði þungar áhyggjur af stöðu fornleifarannsókna í landinu vegna sílækkandi fjárveitinga frá rík- inu sem sé aðallega til komið vegna breytts og víðara hlutverks Forn- minjasjóðs. Þá úthlutar fjár- laganefnd Alþingis ekki lengur fjár- magni til forn- leifarannsókna en Katrín segir að með þeirri breytingu hafi sjóð- urinn verið stækkaður á móti. „Hann er stækkaður um helming, en engu að síður munar verulegu um framlög fjárlaganefndar,“ segir hún. „Ég skil áhyggj- ur fornleifafræðinga og tek undir að það sé mikilvægt að byggja upp sjóðinn í skrefum án aðkomu hennar.“ - sv 225,8138 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,55 127,15 202,89 203,87 163,21 164,13 21,879 22,007 22,243 22,373 18,914 19,024 1,5388 1,5478 193,62 194,78 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 10.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Himinbrim, önnur breiðskífa hljóm- sveitarinnar Nóru, hlaut fjögurra stjörnu gagnrýni Trausta Júlíussonar tónlistargagnrýnanda í Fréttablaðinu en ekki þriggja stjörnu eins og ranglega var sagt í samantekt um dóma vikunnar á laugardag. LEIÐRÉTT Menningarmálaráðherra segist skilja áhyggjur fornleifafræðinga af sílækkandi fjárveitingum: Vill efla Fornminjasjóð í næstu fjárlögum HAFA ÁHYGGJUR Fornleifafræð- ingar óttast um framtíð fornleifa- fræði á Íslandi vegna niðurskurðar. SLYS Kona á níræðisaldri sem varð fyrir strætisvagni í Kópa- vogi á föstudagsmorgun, lést á gjörgæsludeild síðar sama dag. Konan varð fyrir vagni sem var ekið í austur á Nýbýlavegi og var flutt á slysadeild í kjölfarið. Fljótlega var hún flutt á gjör- gæsludeild þar sem hún lést. Ekki er unnt að greina frá nafni hinnar látnu að svo stöddu. - sv Varð fyrir strætisvagni: Lést á spítala eftir bílslys Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Fimmtudagur Austanstrekkingur allra syðst, annars 3-8 m/s. LITLAR BREYTINGAR í veðrinu næstu daga. SA-áttir verða ríkjandi með hægviðri norðan- og austantil en strekkingi allra syðst. Úrkomulítið að mestu, síst við suðurströndina en nokkuð bjart norðan- og austanlands. Hlýjast allra syðst. 1° 4 m/s 3° 9 m/s 4° 10 m/s 7° 15 m/s Á morgun Austan 10-15 m/s við suðurströndina, annars hægviðri. Gildistími korta er um hádegi 0° -3° 0° -1° -3° Alicante Aþena Basel 15° 16° 5° Berlín Billund Frankfurt 1° -1° 0° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn -1° -1° -1° Las Palmas London Mallorca 24° 4° 14° New York Orlando Ósló 13° 27° -11° París San Francisco Stokkhólmur 3° 15° -1° 3° 5 m/s 5° 3 m/s 2° 3 m/s 1° 6 m/s 3° 4 m/s 2° 6 m/s -2° 6 m/s 3° -1° 2° -4° -2° MANNRÉTTINDI Við Tjörnina í Reykjavík í gær voru 150 skýjaluktir tendraðar og sendar til himins. Með því var mannréttindabaráttunnar í heiminum minnst, eins og víða annars staðar í heiminum á mannrétt- indadegi Sameinuðu þjóðanna. Það var Pólska félagið á Íslandi sem stóð fyrir viðburðinum í gær í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, tendraði ljósið í fyrstu luktinni. Tilgang- urinn var að lýsa yfir stuðningi við þá fjölmörgu sem berjast fyrir mannréttindum hvarvetna í heiminum á degi hverjum, og sýna fórn- arlömbum samhug. Allsherjarþing SÞ samþykkti Mannréttindayfir- lýsingu sína á þessum degi árið 1948. - shá Mannréttindabaráttunnar í heiminum minnst: Ljósaluktir sendar til himins VIÐ TJÖRNINA Fjöldi fólks tók þátt í viðburðinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. KRÖFÐUST RÉTTLÆTIS Mótmælendur voru inni í ráðstefnuhöllinni um helgina, en takmarkanir á frelsi mótmælendanna voru talsverðar í Katar. NORDICPHOTOS/AFP Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af. Kieren Keke utanríkisráðherra Nauru-eyja BANDARÍKIN Gerðu samkomulag Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, hefur samið við Nafissatou Diallo, sem kærði hann fyrir nauðgun. Hún höfðaði einkamál gegn honum eftir að sakamál var látið niður falla.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.