Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 22
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 22 Íslendingar kusu um framtíðina 20. okt. síðast- liðinn. Fréttin um kosn- ingarnar fór víða, og niðurstaðan ekki síður. Margir töldu að á Íslandi væri samfélag þar sem lýðræði virkaði í alvöru, væri ekki kæft eða skrumskælt af þingmönn- um og gæslumönnum sér- hagsmuna. Erlendir fjöl- miðlar sendu fréttamenn til Íslands til þess að fjalla um byltinguna sem íslenska þjóðin framkallaði 2009 með því að stilla sér upp fyrir framan Alþingishúsið og hrekja sitjandi ríkisstjórn frá völdum og reka frá stjórnendur Seðla- bankans sem höfðu gert hann gjaldþrota. Hún valdi síðan 25 einstaklinga úr 530 frambjóðend- um og fól þeim að vinna úr sam- þykktum 1000 manna þjóðfundar og 800 blaðsíðna skýrslu Stjórn- laganefndar og setja stjórnmála- mönnum nýjar leikreglur með því að skrifa nýja stjórnarskrá. Innri hugsun ábótavant Sú von vaknaði að stjórnmála- menn ætluðu loks að taka vilja þjóðarinnar alvarlega, ekki síst eftir að Rannsóknarskýrslan birti þann fáránleika sem leitt hafði íslenska þjóð fram af björgun- um. Innri hugsun íslensks samfélags var verulega ábótavant. Þess vegna þurfti nýja stjórnarskrá. Í öllum lýðræðisríkjum lúta stjórnmálamenn án nokkurra skilyrða niður- stöðum þjóðaratkvæða- greiðslna. Þar gildir hið eina að öllum sé tryggður aðgangur að kjörklefa til þess að nýta sér vald sitt. Talsmenn íslensku valdastéttarinnar skrum- skæla lýðræðið og til- kynna þjóðinni að gagnslaust sé að kjósa í ráðgefandi kosningum. Þjóðin verði að átta sig á því að valdið liggi hjá þeim, ekki þjóð- inni. Hér birtist sá fáránleiki sem íslensk valdastétt hefur búið íslenskri þjóð. Vald sem ekki er sprottið frá þjóðinni verður aldrei annað en ofbeldi. Vilji þjóðarinn- ar er vilji samfélagsheildarinnar og fer saman við almannahags- muni. Stjórnvald sem vill kallast réttmætt verður hverju sinni að lúta skilyrðislaust niðurstöðum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þar er málið lagt undir alla þjóðina og úrslitin eru í höndum meirihluta þeirra sem mæta á kjörstað. Sýndarveruleiki Nú eru sextán mánuðir liðn- ir síðan Stjórnlagaráð skilaði frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Allir, ekki síst sitjandi stjórn- málamenn, hafa haft tækifæri til þess að koma fram með athugs- emdir. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa verið hvað lengst við völd á Íslandi berjast gegn end- urnýjun stjórnarskrárinnar. Nú er skyndilega stillt upp sýndar- veruleika í Háskólanum þar sem einungis fá að koma fram þeir sem tala máli valdastéttarinnar. Þessa dagana opinberast hvernig valdastéttin berst purkunarlaust fyrir sínu og þeir sem fá að njóta hergóssins vilja ekki missa sinn hlut. Breytingar á gildandi stjórn- arskrá verði til þess eins að þeir missi tökin á íslensku samfélagi. Það sé hættulegt að þjóðin fái að segja sitt álit. Það sé rán frá þeim sem hefur tekist að draga til sín öll völd og auð þjóðarinnar. Íslensk þjóð er að gera tilraun til valdaráns hjá sitjandi valdastétt, hrópa örvæntingafullir málsvar- ar valdastéttarinnar. Kortasvik eru núorðið meðal algengustu glæpa í fjármálakerfum heimsins. Á Íslandi eru slík afbrot þó enn fátíð en full ástæða er til að hafa varann á, sér- staklega varðandi hrað- banka, netviðskipti og sím- greiðslur. Hér heima hafa óprúttn- ir aðilar reynt að kom- ast yfir upplýsingar um greiðslukort korthafa í hraðbönkum. Svikin fel- ast yfirleitt í því að komið er fyrir afritunarbúnaði í hraðbönkunum til að lesa segulrendur kortanna. Jafnframt eru settar upp mynda- vélar til að ná innslætti pinn- númera. Oftast eru það athugulir hraðbankanotendur sem uppgötva athæfið. Varhugaverð hjálpsemi Erfitt getur reynst að átta sig á því hvort greiðslukortaupplýsing- um þínum hefur verið stolið í hrað- banka. Með nokkrum hollráðum er hægt að minnka þá hættu: Gættu þess vandlega að enginn horfi á þig stimpla inn pinn-númer- ið þitt og þiggðu helst ekki aðstoð frá ókunnugum. Sumir kortasvik- arar eiga við kortalesarann þann- ig að greiðslukortið festist inni í hraðbankanum. Þeir bjóðast svo góðfúslega til að aðstoða þig við að ná út kortinu og telja þér trú um að besta leiðin til að fá kortið til baka sé að slá pinnið inn nokkr- um sinnum. Á meðan horfa þeir á. Eftir að þú hefur gefist upp og farið án greiðslukortsins, sækja svikahrapparnir kortið með töng, afrita segulröndina og hlaupa svo með kortið til þín áður en þú nærð að hringja í bankann og tilkynna að kortið sé glatað. Í slíkum til- vikum er best að þiggja alls ekki aðstoð frá ókunnugum, ekki fara frá hraðbankanum fyrr en hringt hefur verið í útgáfubanka kortsins og því lokað. Mikilvægt er að slá einungis inn pinnið ef hraðbank- inn óskar þess og aldrei þannig að aðrir sjái til. Losnar búnaðurinn? Sviksamlegur búnaður til að lesa greiðslukortaupplýsingar og myndavélar til að komast yfir pinn-númer hafa verið notaðar hér á landi eins og nýlegur dómur í Héraðsdómi Reykjavík- ur sýnir. Stundum er not- ast við gervilyklaborð sem eru lögð yfir raunverulegu lyklaborðin og eru nauða- lík þeim. Þegar korthafinn slær inn pinnið á falska lyklaborðinu ýtir það á raunverulega lyklaborðið og innslátturinn verkar eðlilega. Oft getur reynst erfitt að átta sig á svo útsmognum blekkingum. Nokkur ráð eru til varn- ar. Áður en þú notar hraðbankann skaltu athuga hvort greiðslukorta- lesarinn eða lyklaborðið losnar auðveldlega. Ef eitthvað losnar við lítið átak skaltu hafa samband við lögreglu. Til að forðast að mynda- vélar geti myndað innslátt á pinn- inu er góð regla að nota lausu höndina til að skýla innslættin- um. Ef óprúttnir aðilar komast yfir upplýsingar af greiðslukort- inu þínu er tjónið minna ef þeir ná ekki pinninu líka. Erlendis hefur borið á því að gervi-hraðbankar séu sett- ir upp til að nálgast upplýsingar um greiðslukort og pinn-númer. Öruggast er að nota hraðbanka inni í afgreiðslurými banka eða áfasta við útvegg þeirra og þar er eftirlitið skilvirkara. Hverju er verið að stela? Flestöll íslensk greiðslukort hafa örgjörva sem veitir ákveðna vörn gegn sviksamlegri notkun og hann er ekki hægt að afrita. Hins vegar er hægt að afrita segulröndina á greiðslukortum. Upplýsingar af stolnum segulröndum eru svo not- aðar í löndum þar sem örgjörva- lestur er ekki útbreiddur eða svik- ið er út af örgjörvalausum kortum. Hvers vegna er þá hægt er að afrita segulröndina á kortinu þínu hér á landi þegar íslenskir hrað- bankar lesa örgjörva? Svarið er að þegar hlerunarbúnaður er settur fyrir framan kortalesara í hraðbanka til að afrita segulrönd, hefur það ekkert að gera með hvað hraðbankinn sjálfur les af kortinu. Hlerunarbúnaðurinn getur lesið segulröndina þó að hraðbankinn geri það ekki. Netviðskipti og símgreiðslur Netviðskipti fara ört vaxandi hér á Íslandi. Nokkrir varnaglar: 1. Er verðið á vörunni ótrúlega hagstætt? Grunsamlegt er ef varan er miklu ódýrari en hjá keppinautunum. Ástæða til að grennslast fyrir um seljandann. 2.Er seljandinn með öllu óþekktur? Kannaðu bak- grunn hans. Flettu honum t.d. upp á vefnum og leitaðu að umsögnum annarra kaupenda um reynslu af viðskiptum við hann. 3.Notaðu fyrirframgreitt kort í slík viðskipti ef það hentar þér. 4. Sendu eingöngu upplýsing-ar um þitt kort með öruggri tengingu. 5.Gefðu þriðja aðila aldrei upp-lýsingar um pinnið þitt. 6. Forðastu rafræn viðskipti með tölvum sem aðrir hafa aðgang að. 7.Gættu þess að gefa ekki upp kortnúmer eða önnur lykilorð sem tengjast kortinu þínu. Þrjótar senda út tölvupóst sem kallar eftir því að þú þurfir að gefa upp þessar upplýsingar. Pinnið á minnið Korthafar verða æ oftar varir við að verslanir óski eftir staðfestingu með pinni í stað undirskriftar. Með verkefninu „Pinnið á minnið“ er notkun greiðslukorta með örgjörva innleidd á Íslandi. Ávinningurinn er aukið öryggi fyrir bæði korthafa og fyrirtæki sem taka við kortum. Með þessari breytingu mætir íslenskt samfélag jafnframt kröfum alþjóð- legu kortafyrirtækjanna um öryggi í kortaviðskiptum til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasam- taka. Greiðslukort eru í eðli sínu mun öruggari greiðslumiðll en peningar en eins og í öllum viðskipum gildir sú gullna regla að fara alltaf að öllu með gát. Greiðslukortasvik og varnir gegn þeim GREIÐSLUKORT Bergsveinn Sampsted framkvæmdastjóri Kortalausna Valitor. ➜ Nú er skyndilega stillt upp sýndarveruleika í Háskólanum þar sem ein- ungis fá að koma fram þeir sem tala máli valdastéttar- innar. ➜ Erfi tt getur reynst að átta sig á því hvort greiðslukorta- upplýsingum þínum hefur verið stolið í hraðbanka. Með nokkrum hollráðum er hægt að minnka þá hættu. Lýðræðið skrumskælt NÝ STJÓRNARSKRÁ Guðmundur Gunnarsson fv. stjórnlagaráðs- liði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.