Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 46
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 42 SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég er algjör sjónvarpssjúklingur og elska góða sjónvarpsþætti. Bestu íslensku þættirnir finnst mér vera Pressan og Vaktirnar. Því miður er ekki nógu mikið af íslensku efni svo ég horfi á slatta af erlendum þáttum líka. Þá finnst mér The Newsroom rosa flottir og Modern Family finnst mér líka frábærir.“ Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikkona. „Þetta eru allt einhvers konar ást- arsöngvar, hvort sem ástin fer vel eða illa,“ segir saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson. Hann hefur gefið út plötuna Vocé Passou Aqui ásamt brasilíska söngvaranum og gítarleikaranum Ife Tolentino. Þeir félagar kynnt- ust fyrir tólf árum í London þegar Óskar var búsettur þar í borg. „Ég elti konuna mína sem var á leiðinni þangað í nám og það eina sem ég var með á stefnuskránni var að hitta alvöru brasilískan bossanóva-spilara. Það bentu mér allir í áttina til Ife,“ segir Óskar. „Það mynduðust strax rosalega sterk vináttutengsl okkar á milli.“ Ife hefur komið til Íslands á hverju ári undanfarin tíu ár. Hann spilaði til dæmis í brúðkaupi Ósk- ars sumarið 2002 og horfði dag- inn eftir með honum á úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar í fót- bolta sem Brasilíumenn unnu. Ife hefur einmitt vakið athygli þar- lendra knattspyrnumanna því eitt sinn þegar hann var bassaleikari með þekktum brasilískum söngv- ara bað fyrrum landsliðsmaðurinn Sócrates hann um að árita fyrir sig plötuna þeirra. „Þetta er ansi magnað fyrir okkur sem könn- umst við Sócrates og Zico,“ segir Óskar. Nýja platan er sú fyrsta sem Óskar og Ife gera saman. „Þetta er gífurlega krefjandi músík að spila. Þetta er einhvers konar sambabolti. Hún er léttleikandi á yfirborðinu en það er alveg hell- ingur í gangi.“ Útgáfutónleikar Óskars og Ife verða í Iðnó í kvöld og hefjast þeir klukkan 21. - fb Þetta er einhvers konar sambabolti Brasilíumaðurinn Ife Tolentino, samstarfsmaður Óskars Guðjónssonar, gaf Sócrates eiginhandaráritun. „Þetta verða handboltajól,“ segir sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Hann er nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann tók handboltaviðtöl fyrir þáttinn Ísland á HM 2013 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport á jóladag og á Stöð 2 á milli jóla og nýárs. Í Berlín talaði hann við Dag Sig- urðsson, þjálfara Füchse Berlín, og spænska landsliðsmanninn Iker Romero sem leikur með lið- inu. Í Kiel talaði Þorsteinn við þjálfarann Alfreð Gíslason og landsliðsmennina Guðjón Val Sig- urðsson og Aron Pálmarsson. „Ég var að taka stöðuna fyrir þetta mót í janúar. Það er nýtt mót, nýr þjálfari og helsti leik- maðurinn [Ólafur Stefánsson] er hættur. Við bætum svo við viðtali sem Guðjón Guðmundsson átti við Aron Kristjánsson landsliðs- þjálfara,“ segir Þorsteinn, sem segir Íslendingana hóflega bjart- sýna fyrir heimsmeistaramótið. „Eins og Dagur sagði þá getum við verið í efstu fimm eða efstu átta sætunum og hvort tveggja er fínt. Þarna verður öðruvísi fyrir- komulag. Það er venjuleg riðla- keppni þar sem efstu fjögur liðin fara upp en síðan eru þetta hrein- ir úrslitaleikir. Ekki milliriðlar eins og var. Þetta verður miklu skemmtilegra.“ HM í handbolta byrjar ellefta janúar og þar verður Þorsteinn, eins og oft áður, í settinu hér heima ásamt Geir Sveinssyni og Guðjóni Guðmundssyni. - fb Handboltajól hjá Þorsteini J. Þorsteinn J. undirbýr þáttinn Ísland á HM 2013 sem verður sýndur um jólin. GÆFURÍKT SAMSTARF Óskar Guðjóns- son og Ife Tolentino hafa gefið út sína fyrstu plötu saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á LESTARSTÖÐ Þorsteinn J. á lestar- stöðinni í Friedrichstrasse í Berlín. MYND/KARI LILLIENDAHL Leópold Kristjánsson arkitekt og Steinunn Arnardóttir hljóðverk- fræðingur hanna saman skemmti- lega púða undir nafninu Mark- rún. Fyrirmynd púðanna er fjallið Herðubreið sem listmálarinn Stór- val gerði oft að myndefni sínu. „Upphaflega átti þetta að vera jólagjöf til ættingja og vina en svo spurðist þetta út og nú er þetta eins og tímafrekt hobbí,“ útskýr- ir Leópold og Steinunn bætir við: „Enn sem komið er saumum við alla púðana sjálf. Hugmyndin var alltaf að hafa þetta heimagert og ekki verksmiðjuframleitt.“ Í haust setti parið, sem búsett er í Berlín, nokkrar myndir af púð- unum á netið og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Við seljum púð- ana í gegnum heimasíðuna okkar og þeir hafa farið ansi víða. Fólkið sem kaupir þá hefur líka verið duglegt að senda okkur myndir og nú eigum við myndir af Herðu- breið í Mexíkó, Kanada og víðar. Það er alveg ótrúlega gaman að fá að fylgjast svona með ferðum fjallsins,“ segir Steinunn og hlær. Ár er síðan fyrstu púðarnir litu dagsins ljós en parið hefur eytt töluverðum tíma í að þróa og bæta sniðið. Fjöllin fást nú í þremur mismunandi stærðum og nokkr- um litum. Þegar blaðamaður spyr um verkferlið segir Leópold þau ganga jafnt í öll verk sem inna þarf af hendi. „Við reynum að hafa þetta svolítið pródúktíft núna. Ég er helst í sníðavinnunni og Steinunn sér um að sauma. En annars er ekkert eitt verk eyrnamerkt öðru hvoru okkar. Við skipt- umst á að gera allt.“ Parið sinnir öðrum verkefnum á daginn og því fer púðafram- leiðslan helst fram á kvöldin. „Við vinnum vel saman og þetta er fínasta hobbí nú þegar það er orðið kalt og dimmt hér í Berlín,“ segir Steinunn. Púðarnir fást á vefsíðu Mark- rúnar, www.markrun.com, í Postulínsvirkinu í Reykjavík og í versluninni Hazel í Berlín. sara@frettabladid.is Herðubreið í útrás Steinunn Arnardóttir og Leópold Kristjánsson hanna saman púða sem eru innblásnir af listaverkum Stórvals. Framleiðslan er orðin tímafrekt áhugamál. SKEMMTILEGT HOBBÍ Steinunn Arnardóttir og Leópold Kristjánsson hanna saman fallega púða undir nafninu Markrún. Púðarnir, sem eru innblásnir af mál- verkum Stórvals, hafa farið víða um heim. ? eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma Hamborgarahryggur og kartöflusalat Dönsk lifrakæfa, sveppir og beikon Jólasíldar- salat Hver veislubakki er hæfilegur fyrir 4 eða 5. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Klassískt um jólin! NÝR VEISLUBAKKI PRÓFAÐUEITTHVAÐ NÝTT! 30 bitar 12 snittur Steikt Peking önd með Peking sósu, gúrkum, blaðlauk og salatblöndu í mjúkri tortilla köku. www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.