Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 18
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Hlutverk og staða grunn- skólans þarfnast skoðun- ar. Skilvirkt skólakerfi á að vera staðreynd á Íslandi, en ekki eilífur draumur. Góður skóli – Slæmur skóli? Einu upplýsingarnar sem liggja fyrir til að meta gæði skóla er útkoma á sam- ræmdum prófum. Annað mat á skólastarfi er mjög takmarkað. Innra mat á skólastarfi er framkvæmt með mjög mismunandi hætti og ljóst að þar liggja tækifæri til að gera betur. Þekkingu innan skóla til að framkvæma og nýta innra mat með skilvirkum hætti er oft ábóta- vant. Stjórnendur og ekki síður kennara vantar faglegan stuðning við mat á skólastarfi. Ytra mat er lítið sem ekkert, sex skólar á ári á vegum ráðuneytis menntamála. Það tæki um þrjátíu ár að meta alla skóla með þessu áframhaldi. Starfshættir kennara í kennslu- stofunni hafa aldrei verið metnir formlega hjá 70% kennara, aldrei. Með lagabreytingu 2008 á grunnskólalögum, var úttekt á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla færð frá ráðuneyti menntamála til skólanefnda sveitarfélaga. Skólanefndir eiga að tryggja að innra mat í grunnskólum sé fram- kvæmt samkvæmt lögum, og eiga líka að leggja mat á að það sé gert með full- nægjandi hætti, allt á sömu hendi. Skólanefnd- ir eru beggja vegna borðsins sem er furðu- legt í ljósi þess að fyrir lagabreytingu þá hafði ítrekað meirihluti sjálfs- matsskýrslna ekki stað- ist úttekt menntamála- ráðuneytis, úrskurðaður ófullnægjandi. Get ekki séð faglega réttlætingu á hví úttektin var færð til þeirra sem höfðu áður ekki full- nægt þeirri skyldu sem af þeim var ætlast samkvæmt lögum. Þetta er 2007 bragur á eftirliti menntamála. Upphaf skólagöngu. Fyrsta/fyrstu ár nemenda í skól- anum eru mikilvæg. Mikilvæg til að byggja upp jákvætt viðmót nem- enda fyrir námi. Að líða vel í skól- anum er mikilvægt. Hollending- ar fara áhugaverða leið en sonur minn fjögurra ára er þeirrar gæfu aðnjótandi að stíga sín fyrstu spor á sinni skólagöngu hér í Hollandi. Skólaskylda er frá fimm ára aldri en börn mega byrja fjögurra ára, langflest gera það. Foreldrar geta valið skóla fyrir sitt barn, ekki bundnir hverfi né gerð skóla. Hol- lenska leiðin tekst á við þann fjöl- breytileika sem býr í hverju barni og gefur barninu tíma til að finna sig, standa í lappirnar frá byrjun, öllum. Fyrstu tvö árin eru hugsuð til að undirbúa nemendur, kenna grunn í lestri, stærðfræði o.þ.h. en ekki síður að styrkja þau félags- lega og kveikja áhuga og forvitni nemenda fyrir skóla/námi. Mark- miðið er að allir nemendur verði tilbúnir til að takast á við námið að fullu fyrir 3. bekk, þá 6 ára gömul hér. Barnið er miðpunkturinn í öllu ferlinu og unnið með þarf- ir þess í nánu samstarfi við for- eldra. Að byggja góðan grunn er lykil atriði til að ná árangri. Hollendingar státa einnig af langri hefð í mati á skólastarfi, frá 1801 hefur skipulagt ytra mat á skólastarfi verið í framkvæmd. Allir skólar eru metnir á fjögurra ára fresti af ytra mati. Skólar eru merktir sem „slakir“ skólar ef ástæða er til, enginn feluleikur. Upplýsingar eru öllum aðgengi- legar á heimasíðu menntamála og skóla. Þú sem foreldri ert vel upp- lýstur um stöðu og gæði skóla. Grunnskólinn. Fagmennska eða fúsk? Síðustu viku hef ég verið sorgmædd og hrædd. Laugardaginn 1. desemb- er fékk yndislegi dregur- inn minn, Finnbogi Örn sem er 11 ára, heilablóð- fall. Hann lamaðist hægra megin og missti málið sitt. Finnbogi Örn hefur oft háð baráttu á sinni stuttu ævi. Hann er með Down‘s heil- kenni, hann fór í hjarta- aðgerð þriggja mánaða í London og aðra í Lundi í apríl sl. svo við höfum meiri reynslu en við kærum okkur um vegna veikinda. Finnbogi Örn býr yfir ótrúleg- um styrk, hann hefur nú á viku náð mjög miklum krafti í líkam- ann sinn og málið að langmestu komið aftur. Eftir miklar rann- sóknir kom orsök veikindanna í ljós, veikleiki í ósæð sem orsak- ar blóðtappa sem fara upp í heila. Finnbogi er enn mjög veikur og ekki er ljóst hvernig framhaldið verður varðandi hans veikindi. Við erum á Barnaspítalanum og verðum áfram. Vegna þessa er ég sorgmædd og hrædd. Það sem eykur verulega á áhyggjur mínar er sú staða sem er á Landspítalanum. Fjölmarg- ir læknar hafa hætt, flutt til ann- arra landa og tekið með sér sína sérþekkingu. Mikill fjöldi lækna á Landspítalanum vinnur hluta úr mánuðinum í útlöndum svo það er aldrei alveg víst hver er á landinu þá stundina. Nú um mánaðamót- in sögðu 240 hjúkrunarfræðingar upp og munu hætta að óbreyttu 1. mars næstkomandi. Ómanneskjulegt álag Álagið á starfsfólk Landspítalans í dag er ómanneskjulegt. Það er þvílíkur munur á álaginu á barna- deildinni hér eða á deildinni sem við vorum á í Svíþjóð í apríl. Marg- ar aðrar deildir eru örugglega miklu verr staddar. Starfsfólkið reynir að láta okkur ekki finna að það sé mikið álag en við sjáum það og vitum betur. Við höfum viðmið. Hvað gerist ef 240 hjúkrunarfræð- ingar hætta? Í hádeginu sat ég í veit- ingasölunni á Barnaspít- ala Hringsins og dáðist að þeim flottu Hringskonum sem þar vinna allt í sjálf- boðavinnu. Þessar hetjur byggðu þennan spítala, ekki ríkið. Í veitingasölunni sat hópur af læknanemum einnig að borða. Ungt flott fólk sem er að stíga sín fyrstu spor í sloppunum hvítu. Meðan ég borðaði fletti ég blöðunum og las hverja fyrirsögina á fætur annarri um afskriftir lána, gjaldþrota fasteignasala sem kaup- ir eignir eins og ekkert sé og síðan hátæknisjúkrahús. Ég horfði yfir hópinn af læknanemunum og velti fyrir mér hversu margir þeirra sjá framtíð sína hér á þessum spítala, eða hreinlega á þessu landi. Það verður að forgangsraða Nú varð ég reið. Ekki bara sorg- mædd og hrædd. Ég er reið yfir því að það sé ekki hægt að borga þessu verðmæta heilbrigðis- starfsfólki mannsæmandi laun. Ég kemst ekki hjá því að velta því fyrir mér þegar Vigdís hjúkrun- arfræðingur stendur og stappar í okkur stálinu, Anna tekur blóð- prufu með ótrúlegri natni eða Hanna kveður okkur með falleg- um kveðjum fyrir helgina, hvort þær hafi sagt upp. Það verður að forgangsraða, það verður að borga heilbrigðis- starfsfólki mannsæmandi laun fyrir vinnuna sína svo við getum haldið uppi þeirri heilbrigðisþjón- ustu sem þarf. Sem dæmi, til hvers þurfum við hátæknisjúkrahús ef við höfum svo ekkert heilbrigðis- starfsfólk sem getur eða vill vinna þar? Ráðamenn verða að fara að forgangsraða, eða getur hátækni- sjúkrahús klónað starfsfólk? Byrj- um á að halda fólki og borga því mannsæmandi laun! Verður heilbrigðis- starfsfólk klónað? Ég hef tilheyrt hjúkrunar- stéttinni frá árinu 2006 og þar af unnið í fimm ár á Landspítalanum. Þar sem ég hef aldrei tilheyrt ann- arri stétt hef ég hugleitt hvort starfsþróun annarra stétta sé með sama móti og hjá hjúkrunarfræðingum Landspítalans. Nýjasta starfsþróunar- bók Landspítalans, 5. útgáfa, er síðan 2011. Sam- kvæmt henni þarf ég að meta sjálfa mig, telja til námskeið, fyrirlestra og verkefni sem ég hef sinnt á 18 blaðsíðum. Af þeim nám- skeiðum sem eru í boði eru sjö skyldunámskeið, og á blaðsíðu 17 stendur að að lágmarki skuli sækja fimm fyrirlestra/námskeið sem tengjast starfi hjúkrunarfræðinga. Óreglulegt námskeiðahald Það er jákvætt að boðið sé upp á námskeið og stöðuga fræðslu en, eins og kollegi minn Arnfríður Gísladóttir segir í grein sinni sem birtist í Fréttablaðinu 27. septem- ber síðastliðinn, eru sum nám- skeið tímasóun og hrein móðgun að boðið sé upp á þau. Auk þess er það ákaflega óreglulegt hvaða námskeið er boðið upp á og veit ég dæmi þess að framgangur launa hefur verið í biðstöðu vegna þess að skyldunámskeið hafa ekki verið í boði þegar á þarf að halda. Þannig er hægt að halda launum niðri og eru þess dæmi að hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið lengi á Landspítalanum og eru mjög færir í því sem þeir gera geta ekki hækkað í launum nema sækja námskeið eins og: „Að vera hjúkrunarfræðingur í starfs- lýsingu C/D“, sem er í raun nám- skeið eða lýsing á því sem þessir sömu hjúkrunarfræðingar hafa verið að vinna við og þekkja út og inn. Til háborinnar skammar Þetta finnst mér vera til hábor- innar skammar og vil eindregið að sé breytt. Af samtölum mínum við aðra hjúkrunarfræðinga hef ég jafnframt heyrt og fundið að þeir eru fyllilega sammála mér. Spurningin er þannig hver til- gangur þessarar „starfsþróunar“ í raun og veru er. Viðgengst þetta fyrirkomulag hjá einhverri ann- arri sambærilegri stétt? Framgangskerfi hjúkrunarfræðinga MENNTAMÁL Arnar Ævarsson M.Sc. í kennslu- fræðilegri skilvirkni og stefnumótun. ➜ Stjórnendur og ekki síður kennara vantar faglegan stuðning við mat á skóla- starfi . Ytra mat er lítið sem ekkert. ➜ Ráðamenn verða að fara að forgangs- raða, eða getur hátækni sjúkrahús klónað starfsfólk? ➜ Auk þess er það ákafl ega óreglulegt hvaða námskeið er boðið upp á og veit ég dæmi þess að fram- gangur launa hefur verið í biðstöðu… KJARAMÁL Auður Finnbogadóttir mamma sem styður kjarabaráttu hjúkr- unarfræðinga. STARFSÞRÓUN Sigurveig Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur ı Þjónustuver 411 1111 ı www.reykjavik.is Re yk ja ví ku rb or g 6 . s ep te m b er 2 01 2 Gerum leiðina greiðari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.