Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 30
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 26 BAKÞANKAR Kolbeins Óttarssonar Proppé 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR Jæja, jæja, jæja! Sérðu nú! Love calling! Hafðu mig afsakaðan! Whatever! Ég hef aldrei fílað til- eygðar gellur! Í alvöru? Ég segi það sama með samvaxn- ar augabrúnir! Krípí! Kyss! Fyrir hvað var þetta? Fyrir allt sem þú gerir hér. ...eða gætir hugsað þér að gera í náinni framtíð. KORTABÚÐIN Mig vantar 127 „góðan bata“-kort. Komdu, Solla! Förum inn! Stuna. Allt í lagi. Síðastur inn er fúlegg! Talandi um fúlegg... Þetta er leiksvæði á skyndibitastað! Það Á að lykta illa! LÁRÉTT 2. plat, 6. hvort, 8. skordýr, 9. ar, 11. samanburðart., 12. laust bit, 14. botn- fall, 16. í röð, 17. ung stúlka, 18. til viðbótar, 20. ætíð, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. klöpp, 3. frá, 4. fugl, 5. bæn, 7. harð- snúinn, 10. kirna, 13. óðagot, 15. svín, 16. húðpoki, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. gabb, 6. ef, 8. fló, 9. ryk, 11. en, 12. glefs, 14. grugg, 16. hi, 17. mær, 18. enn, 20. sí, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. af, 4. blesgæs, 5. bón, 7. fylginn, 10. ker, 13. fum, 15. grís, 16. hes, 19. nú. TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI NÝR VEISLUBAKKI ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Steikt Peking önd með Peking sósu, gúrkum, blaðlauk og salatblöndu í mjúkri tortilla köku. 565 5000 eða á www.somi.is Frí heimsending* Pantaðu í síma PRÓFAÐUEITTHVAÐNÝTT! 30 bitar 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns TORTILLA OSTABAKKI www.saft.is RÆDDU UM ÞÁ ÁHÆTTU SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ HITTA NETVIN Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarps- tækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjón- varpstæki – sem er reyndar ekki ofar- lega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum. EKKI er ég í viðskiptum við Sím- ann, en þó svo væri efast ég um að enn ein fréttin af því að fyrir- tækið hefði verið dæmt í sektir fyrir að misnota sér stöðu sína á ein- hvern hátti mundi hreyfa nóg við mér til að ég nennti að kynna mér hvaða aðrir kostir eru í boði. Ég mundi því án efa styðja fyrirtækið áfram, þrátt fyrir brot þess sem virðast nokkuð algeng. OG hvaða húsgagna- og innbúsfyrirtæki var það sem nýttist við vörur fram- leiddar með barnaþrælkun? Man það ekki, en eitthvað var það. Kannski þau öll. Án efa styð ég alls kyns fólk á hverjum einasta degi sem fer á svig við siðferði. Þá er átt við almennt siðferði, ekki nýsmíðina viðskiptasiðferði, en sérstakt siðferði virðist gilda um við- skipti. SKYLDI kannski engan undra að mark- aðurinn þurfi sínar eigin siðferðisreglur. Sú trú að hann samanstandi af góðu fólki sem, í góðu og gagnkvæmu virðingar- sambandi við starfsfólk sitt, framleiðir eftirsóttar vörur í sátt við guð og menn bíður sí og æ hnekki. Fólk sem þar um vélar virðist hafa það að leiðarljósi að græða sem mesta peninga, þó vissulega sé það á engan hátt algilt. ÞAR gæti ég, og þú lesandi góður, hins vegar komið inn í. Við erum neytendur og án viðskipta okkar þurfa fyrirtæki að fara að hugsa sinn gang upp á nýtt. Við ráðum, sérstaklega ef við berum gæfu til að virkja samtakamátt okkar. EN þá þarf ég að muna lengur en hálf- tíma hvaða fyrirtæki braut hvaða reglur eða svínaði á hvaða fólki við framleiðslu sína. Ég þarf að sýna ábyrgð sem neyt- andi, ég þarf að hafa efni á því að kaupa aðrar vörur en þær allra ódýrustu og ég þarf að hafa nennu til þess að kynna mér málið. Að öðrum kosti breytist ekkert. Sinnulausi neytandinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.