Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 24
FÓLK|HEILSA Fjöldi HIV-smitaðra samkyn- hneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna í Bretlandi náði sögulegum hæðum árið 2011, samkvæmt bresku heilsugæsl- unni. Þetta kemur fram á Frétta- vef breska ríkisútvarpsins. Alls greindust 6.280 manns með HIV á síðasta ári í Bretlandi og var tæplega helmingur þeirra samkynhneigðir og tvíkyn- hneigðir karlmenn. Fjöldi þeirra sem eru með HIV-smit í landinu fór úr 91.500 einstaklingum upp í 96.000 í fyrra. Starfsfólk HIV-eftirlits heilsu- gæslunnar hafði haft áhyggjur af auknum fjölda HIV-smitaðra allt frá árinu 2007. Árið 2011 væri þó metár og tölurnar gæfu tilefni til að endurbæta prófanir á áhættu- hópum. Þá var haft eftir fram- kvæmdastjóra Terrence Higgins Trust að þrátt fyrir að hægt væri að koma algerlega í veg fyrir HIV-smit greindust alltaf fleiri og fleiri á hverju ári. Fólk í áhættu- hópum yrði að mæta reglulega í HIV-próf og stunda öruggt kynlíf. Þeir sem skiptu ört um ból- félaga ættu að koma í HIV-próf á þriggja mánaða fresti. Sjá nánar á www.bbc.co.uk. ■ rat FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir EINFÖLD VÖRN HIV-smitaðum samkyn- og tvíkynhneigðra karlmönnum í Bretlandi hefur aldrei fjölgað jafnmikið og í fyrra. FJÖLDI HIV-SMITAÐRA HOMMA EYKST Nú, líkt og fyrir önnur jól, fer fólk að tala um stress þegar líða fer að jólum. Spurningar eins og „ertu búin að öllu fyrir jólin?“ og fleiri slíkar dynja á fólki og margir fyllast hinu svokallaða jólastressi. Á aðventan ekki einmitt að vera tími þar sem fólk getur notið samverustunda og notalegheita með fjölskyldu og vinum? Tími sem eðlilegt væri að hugsa til með tilhlökkun, gleði og eftirvæntingu? Haukur Sigurðsson, sálfræðingur hjá Heilsustöðinni, sálfræði- og ráðgjafa- þjónustu, segir marga upplifa streitu á þessum tíma og það sé þekkt að jólin séu tími mikillar streitu hjá mörgum. Það sé þó eðlilegt að finna fyrir hóflegri streitu og spennu fyrir jólin þegar mikið þarf að gera en þegar streitan verður lang- varandi fer hún að hafa truflandi áhrif á fólk. „Það skýtur skökku við á þessum tíma ljóss og friðar að fólk skuli vera með miklar áhyggjur en það er stað- reynd að svo er. Margir hafa áhyggjur af útgjöldum, hvar eigi að eyða jólunum og í hvaða jólaboð skuli fara. Okkur hættir til að borða of mikið, drekka meira áfengi og hreyfa okkur minna í aðdraganda jólanna. Auglýsingaflóð dynur á fólki og í þeim felast leynd og ljós skilaboð um að það þurfi að kaupa ákveðna hluti til að eiga gleðileg jól. Það eru því miður marg- ir sem átta sig ekki á því að jólastemn- ingin verður ekki keypt með peningum,“ segir Haukur. Hann segir meginráðlegginguna vera þá að gera raunhæfar væntingar til sjálfs sín og allra í kringum sig. „Jólin eru ekki öðruvísi tími en annar, við getum líka verið döpur og stressuð þá eins og alltaf. Fyrir hóp fólks eru jólin tími söknuðar og sorgar. Þau eru tími eftirminnilegra sam- verustunda með þeim sem okkur þykir vænt um og því finna margir fyrir sorg og söknuði yfir jólahátíðina.“ Jólahátíðin er tími mikilla fjárútláta og það þarf að sætta sig við að það sé ekki hægt að gera allt og kaupa allt. „Fólk þarf að minna sig á hver boðskapur jólanna er og um hvað þau snúast. Það sem skiptir mestu máli á jólum sem og lífinu almennt er samvera með þeim sem okkur þykir vænt um. Það að eiga góðar samverustundir með þessu fólki og finna ástina og kærleikann er mikilvægast en þetta getur einmitt týnst í áhyggjum yfir því sem áður var nefnt,“ segir Haukur. ■ lilja.bjork@365.is MIKILVÆGT AÐ NJÓTA TÍMANS JÓLASTRESS Margir fyllast streitu þegar líða fer að jólum. Mikilvægt er að gera raunhæfar kröfur og njóta tímans með fjölskyldu og vinum. STREITA ALGENG Haukur Sigurðsson, sál- fræðingur hjá Heilsu- stöðinni, segir marga upplifa streitu yfir jólin. MYND/VILHELM Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING AF JÓLAFÖTUM! ÚTSALA HAFIN Á ÚLPUM! H Ú S G Ö G N Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-16 Sunnudaga lokað Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is *Gildir til 15.d es 20-40% afslÁ ttur af Öll um sÝ ninga reint Ökum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.