Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 42
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 38 FÓTBOLTI Upp úr sauð í Manches- ter í á sunnudag er Robin van Per- sie tryggði Man. Utd sætan sigur á Man. City með marki í uppbótar- tíma. Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, fékk þá smápening í andlitið svo úr blæddi. Þá óð einn stuðningsmaður Man. City inn á völlinn og ætlaði að vaða í Rio. Að auki voru margir bandbrjálaðir upp í stúku. Lögreglan er þegar búin að kæra níu manns. Tvo fyrir að hlaupa inn á völlinn, einn fyrir kynþátta- níð og hina fyrir almenn ólæti og drykkjulæti. Svo fundust fíkniefni á einhverjum áhorfendanna. Hinn 21 árs gamli Matthew Stott, garðyrkjumaður frá Knuts- ford, er sá er ætlaði að hjóla í Rio. Hann náði því ekki þar sem Joe Hart, markvörður City, stöðvaði hann. Stott sér eftir atvikinu og hann hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biður Ferdinand og aðra afsökunar á hegðun sinni. „Ég skammast mín mikið fyrir þessa hegðun. Ég brást sjálfum mér, fjölskyldu minni, öðrum stuðningsmönnum og Man. City. Ég vil þakka Joe Hart fyrir sín viðbrögð er ég kom inn á völlinn,“ segir í yfirlýsingu frá Stott. Lögreglan þurfti í heildina aðeins að handtaka þrettán manns á leikdag sem henni finnst vel sloppið. Þessar fáu handtökur beri vitni um gott skipulag lögreglunn- ar á þessum stóra viðburði. Þau níu sem hafa verið ákærð þurfa að mæta fyrir dómara 4. janúar næstkomandi. Framkvæmdastjóri samtaka atvinnuknattspyrnumanna, Gor- don Taylor, segir að kominn sé tími til að skoða þann möguleika að setja upp net á völlunum svo hægt sé að minnka líkurnar á því að kastað sé í leikmenn. Taylor bendir á að til að byrja með væri ekki vitlaust að setja upp net fyrir aftan mörkin og við hornfánana. Kastað var að Wayne Rooney er hann var að taka horn í leiknum umtalaða. Leikvallahönnuðurinn Paul Fletcher, sem kom meðal annars að hönnum Wembley, segir að þetta sé ekki svona auðvelt. Netið þurfi að vera ansi þétt svo smápen- ingar komist ekki í gegn. Þá er það orðið svo þétt að áhorfendur sjá hreinlega illa inn á völlinn. - hbg Níu stuðningsmenn City handteknir Stuðningsmenn Man. City gengu af göfl unum eft ir sárt tap gegn Man. Utd. REIÐUR Stott er hér kominn inn á völlinn til þess að láta Rio fá það óþvegið. Hart stöðvaði hann. NORDICPHOTOS/GETTY Góa og Fjarðarkaup kynna með stolti www.jolagestir.is Síðustu forvöð að tryggja sé r miða Miðasala á Miði.is og í síma 540 9800 15. desember í Höllinni HANDBOLTI Besti leikmaður N1- deildarinnar það sem af er vetri, Haukamaðurinn Stefán Rafn Sig- urmannsson, spilar ekki meira með liðinu. Hann er nefnilega á förum til þýska stórliðsins Rhein- Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, þjálfar. Hornamaður liðsins, Uwe Gens- heimer, er illa meiddur og spilar líklega ekki meira á þessari leik- tíð. Stefán Rafn hefur tekið stórstíg- um framförum undir stjórn Arons Kristjánssonar hjá Haukum og fær nú frábært tækifæri til þess að sanna sig með þeim bestu. „Hann fór út á laugardag. Æfði með þeim á sunnudag og er núna búinn að semja. Þetta gekk ótrú- lega hratt fyrir sig,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka og landsliðsþjálfari Íslands, en Stef- án Rafn mun spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í bikarkeppninni á morgun. „Strákurinn er tilbúinn í þetta. Hann er búinn að bæta sig gríð- arlega mikið. Sérstaklega með skotin í horninu,“ sagði Aron en Stefán hefur meira og minna leik- ið í stöðu skyttu síðustu tvö ár en Aron ákvað að setja hann í hornið í vetur. „Það hjálpaði honum mikið og hann hefur tekið miklum fram- förum. Hann getur líka skotið fyrir utan og er þar fyrir utan fínn varnarmaður. Hann er ekki ósvip- uð týpa og Guðjón Valur að því leyti. Er mjög fjölhæfur. Ég taldi að hann ætti besta möguleika á að ná árangri sem hornamaður og því setti ég hann þar núna.“ Þessar stórstígu framfarir leik- mannsins hafa komið mörgum á óvart. „Hann er mjög duglegur og elju- samur. Hann tekur leiðsögn vel og hefur rétt viðhorf. Það skiptir máli. Hann hefur þroskast mikið í vetur, innan sem utan vallar. Nú er hann kominn í atvinnumennskuna. Nú þarf hann að sýna og sanna að hann eigi heima þar.“ Stefán er annar ungi og upp- rennandi leikmaðurinn í vetur sem fer úr N1-deildinni til stórliðs í Þýskalandi. FH-ingurinn Ólafur Gústafsson samdi við Flensburg þegar Arnór Atlason meiddist. Þessir strákar fá nú ómetanlega reynslu og það kætir landsliðs- þjálfarann Aron. „Þetta er frábært fyrir íslensk- an handbolta. Að 22 ára gömlum strákum sé treyst fyrir erfiðum verkefnum. Þetta gleður landsliðs- þjálfarann mikið. Þeir munu vaxa með þessu enda að fara út til þess að spila. Það skiptir miklu máli.“ henry@frettabladid.is STEFÁN ER TILBÚINN Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að hornamaðurinn efnilegi, Stefán Rafn Sigurmannsson, sé klár í að spila með einu besta liði heims, Rhein-Neckar Löwen. Stefán Rafn samdi við þýska félagið til loka þessarar leiktíðar. Í LJÓNAGRYFJUNA Stefán leikur sinn fyrsta leik með ljónunum á morgun. Þá mætir liðið Magdeburg í bikarnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NFL Leikmenn Dallas Cow- boys áttu erfiða helgi. Einn leikmaður liðsins var í fangelsi eftir að hafa keyrt fullur og orðið félaga sínum að bana með glannaskap. Sá er lést hét Jerry Brown og var góðvinur Josh Brent sem spilar með Kúrek- unum. Brown var hluti af æfingateymi liðsins. Þeir fóru út að skemmta sér og keyrði Brent drukkinn heim með þess- um afleiðingum. Hann var í kjölfarið handtekinn grun- aður um manndráp. Brent tjáði sig lítillega er honum var sleppt úr fangelsi í bili eftir að hafa greitt tryggingargjald. „Jerry var besti vinur minn og ég er að reyna að komast yfir áfallið að hafa misst hann.“ Þeir kynntust í háskóla á sínum tíma og urðu strax bestu vinir. Brown skilur eftir sig unnustu og ófætt barn. - hbg Dauðsfall hjá Kúrekunum JOSH BRENT Gæti átt yfir höfði sér þungan dóm. NORDICPHOTOS/GETTY Hann getur líka skotið fyrir utan og er því ekki ósvipuð týpa og Guðjón Valur. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.