Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 14
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 14 E N N E M M / S ÍA / N M 5 5 7 5 3 NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. TAKMARKAÐUR AKSTUR E N N E M M N E / S ÍA / S N M 5 5 7 5 3 HYUNDAI SANTA FE JEPPI RSINS SLANDI Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf. Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is Opnunartími Hyundai Kauptúni 1 Opið frá kl. 07.45–18.00 alla virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum. Í neyðartilfellum er hægt að nýta sér 24ra tíma neyðarþjónustu varahlutaverslunar. Bílablaðamenn Íslands hafa valið Hyundai Santa Fe jeppa ársins 2012 fram yfir alla aðra jeppa á markaðinum. Komdu í heimsókn til okkar strax í dag og fáðu að prufukeyra glænýjan Santa Fe. Við erum með heitt á könnunni og gómsætar pipakökur. Í desember fylgir mjög veglegur jólabónus með öllum nýjum Hyundai. GLÆSILEG VIÐURKENNING! Um fimm þúsund félög, sem hafa ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2011, fengu send boðunar- bréf vegna þeirra vanskila um síðustu mánaðamót. Bregðist forsvarsmenn félaga ekki við og skila ársreikningum þeirra getur embætti ríkisskattstjóra lagt á þau sektir. Samkvæmt upplýs- ingum þaðan voru um 1.500 félög sektuð vegna vanskila á ársreikn- ingum ársins 2010 og um 3.000 vegna ársins 2009. Í frumvarpi um breytingar á lögum um ársreikninga, sem tekið var til annarrar umræðu í gær, eru lagðar fram ýmsar breyting- ar. Á meðal þeirra er sú að upp- lýst verði um tíu stærstu hlut- hafa hvers félags og eignarhlut þeirra í ársreikningum, en í dag þarf einungis að tilgreina þá aðila sem eiga meira en tíu prósenta hlut. Í nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar kemur einnig fram að Fyrirtækjaskrá ríkis- skattstjóra (RSK) hefði lagt það til, í minnisblaði til nefndarinnar, að „undir gildissvið laga um árs- reikninga yrðu felld samlagsfélög þar sem ábyrgðaraðilar eru félög með takmarkaða ábyrgð.“ Ástæð- ur þessa eru þær að mjög hefur færst í aukana á Íslandi að fyrir- tæki breyti félagaformi sínu yfir í samlagsfélag. Þau eru nú um 1.500 og fjölgaði um 255 á þessu ári. Slík félög þurfa ekki að skila ársreikningum nema þegar allir eigendur þeirra eru lögaðilar. Í minnisblaði RSK segir að í mörg- um tilfellum hafi sú leið verið farin að „félag með takmarkaða ábyrgð er látið bera persónulega ábyrgð á öllum skuldbindingum samlagsfélagsins“. Með þeim hætti sé því í raun um takmark- aða ábyrgð að ræða. Úrræðin gegn kennitöluflakki Í nefndarálitinu er einnig fjallað um að auka þurfi eftirlitsúrræði embættis ríkisskattstjóra með skilum á ársreikningum. Meðal annars er lagt til að embættið fái heimild til að beita stjórnarmenn þeirra félaga sem ekki skila inn ársreikningum fésektum eða afskrá félögin með þeim afleið- ingum að skuldir þeirra færast yfir á eigendur þeirra. Í dag er hægt að sekta félögin sjálf fyrir að skila ekki inn ársreikningnum en ekki stjórnarmenn eða eigend- ur. Þá er einnig vonast til þess að úrræðin muni gagnast vel í bar- áttunni gegn kennitöluflakki. Vanskil dragi úr tiltrú á atvinnulífið Viðskiptaráð Íslands lagði á það áherslu við meðferð málsins fyrir nefndinni að hún myndi kalla eftir hugmyndum frá ríkisskattstjóra um hert viðurlög vegna vanskila á ársreikningum. Í nefndarálitinu segir að Viðskiptaráð telji „að umfangsmikil vanskil ársreikn- inga dragi úr tiltrú á atvinnulíf- ið, bæði hér heima og erlendis, og hafi neikvæð áhrif á viðskipti, við- skiptakostnað og viðskiptakjör“. thordur@frettabladid.is Fimm þúsund bréf vegna vanskila Um fimm þúsund félög hafa enn ekki skilað inn ársreikningi. Skil hafa batnað og færri félög voru sektuð í ár en í fyrra. Fyrirhugaðar breyt- ingar á lögum um ársreikninga munu auka gagnsæi og fjölga úrræðum eftirlitsaðila. Tilgreina verður tíu stærstu eigendur allra félaga. BREYTINGAR Ríkisskattstjóri leggur til að breytingar verði gerðar á skilum samlagsfélaga á ársreikningum og að tíu stærstu eigendur allra félaga verði tilgreindir í ársreikningi þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Skúli Jónsson, sviðsstjóri skráa- sviðs Ríkisskattstjóra, segist hafa upplifað mikla viðhorfsbreytingu til þess að halda almennilega ársreikningaskrá hérlendis. „Þessi viðhorfsbreyting kom í kjölfar þess að innan viðskiptalífsins áttuðu menn sig á því að þeir voru ekki að fá greiðslutryggingar erlendis þar sem var litið á Ísland sem einhvers konar platþjóð- félag. Eitt af því sem er nauðsyn- legt fyrir íslenskt viðskiptalíf er að hafa góða ársreikningaskrá. Árið 2010 hófum við kerfis- bundið að sekta þá sem voru ekki að skila ársreikningum. Við höfum líka birt opinberlega upplýsingar um þá sem hafa ekki verið að skila og fundið að félög vilja ekki vera á þessum lista. Þetta er því allt að breytast mjög í rétta átt. Skil á reikningum eru að batna og þeir berast fyrr en áður.“ Upplifir viðhorfsbreytingu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.