Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 32
11. desember 2012 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 28 ➜ Skemmst er að segja frá því að diskurinn er frábær. Kristinn syngur af innlifun, röddin er unaðslega mjúk og hljómmikil, túlk- unin einstaklega breið og litrík. Ekki er Víkingur síðri. MENNING „Vivaldi er flottur. Konsertarnir hans eiga alltaf rétt á sér og verða aldrei þreytandi,“ segir Hlíf Sig- urjónsdóttir, ein níumenninganna sem skipa strengjasveitina Spic- cato sem ætlar að spila L‘Estro Armonico eftir Antonio Vivaldi á tvennum tónleikum í vetur, sex þá fyrstu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, 11. desember og þá síðari í Neskirkju 23. apríl 2013. L‘Estro Armonico – Harmonísk- ar hugljómanir – er sem sagt safn tólf konserta fyrir fiðlur. „Vivaldi samdi þá árið 1711 og þeir settu hann á stall meðal bestu tónskálda samtímans, að sögn Hlífar sem segir þá hafa verið nefnda sem áhrifamestu tónsmíðar 18. aldar- innar. Strengjasveitina Spiccato skipa auk Hlífar þau Ágústa María Jónsdóttir, Gunnhildur Daðadótt- ir, Martin Frewer, Sarah Buckley, Sesselja Halldórsdóttir, Ólöf Sig- ursveinsdóttir, Ólafur Sigurjóns- son og Richard Korn. Spurð hvort þessi sveit hafi verið til lengi svar- ar Hlíf: „Sem band undir nafninu Spiccato, nei, nafnið var eigin- lega sett á þennan hóp í tilefni tónleikanna en kjarninn í sveit- inni hefur verið að spila saman í nokkur ár og blandast öðrum koll- egum af og til. Menn vinna saman í því sem ástríðan hvetur þá til að gera. Þetta eru alltaf smá samn- ingaviðræður: Hvað langar þig að spila? Hvað eigum við að spila? Hvað segirðu um þetta? Eigin- lega eru þessir tónleikar barnið hans Martins Frewer. Við Mart- in höfum verið að vinna talsvert saman að útgáfu geisladisks sem er nýkominn í verslanir og er gef- inn líka út í Bandaríkjunum. Það var meiriháttar sigur að fá það í gegn, því þá erum við komin á stóran markað. Þessir íslensku dúóar á diskun- um eru allt 20. og 21. aldar tónverk og þegar þeirri spilamennsku lauk sagði hann. „Heyrðu, mig langar svo að spila konserta eftir Vivaldi, mundir þú vilja vera með?“ Ég sagði bara: „Já, auðvitað, það væri æðislegt,“ og hvatti hann áfram og svo fórum við að safna liði. Það er þessi músík sem heillar, hún er bara svo yndisleg.“ gun@frettabladid.is Vinna saman í því sem ástríðan hvetur þá til að gera L‘Estro Armonico – Harmonískar hugljómanir er heiti tónleika í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar á Laugarnestanga í kvöld sem hefj ast klukkan 19.30. Þar eru á ferðinni konsertar eft ir Vivaldi sem strengjasveitin Spiccato fl ytur. SPICCATO Nafnið var sett á hópinn nýlega þegar hann fór að æfa konserta Vivaldis sem verða leiknir að hluta til í kvöld og að hluta til í apríl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÆKUR ★★★ ★★ Stekk Sigurbjörg Þrastardóttir JPV ÚTGÁFA 2012 Alexandra Flask býr í Barcelona og vinnur hlutastarf á nuddstofu. Í upphafi bókarinnar Stekk er hún nýflutt í íbúð á fjórðu hæð vegna þess að hún hefur einlæg áform um að stökkva fram af svöl- unum. Hún undirbýr stökkið vand- lega, les sér til um áverka og reikn- ar út mögulegan skaða við fallið. Fljótlega fær lesandinn að vita að ástæða þess að hin þrítuga Alex- andra er búin að fá nóg af því lífi sem hún lifir er sú að hún syrg- ir Eder, mann sem hún stóð í plat- ónsku ástarsambandi við, en hann hefur látist úr hvítblæði. Og það er snemma ljóst að áform hennar eru ekki að fyrirfara sér, heldur skaða líkama sinn alvarlega: „Þess vegna stekk ég. Eder, heyrirðu það? Til þess að taka út fulla refsingu, til þess að ná fullkominni stjórn. Því að hér eftir þarf ég að hafa svo ræki- lega fyrir sérhverri hreyfingu að ég mun aldrei gera neitt sem ég sé eftir …“ (19) Stekk fjallar um sorg og missi, sem aðalpersónan tekst á við með þessum frumlega hætti. Eftir dauða Eders stendur Alexandra nefnilega frammi fyrir ýmsum siðferðis- spurningum sem hún ræður illa við, en „lífsháskinn gerir mikið gagn, hann gerir lítið úr hversdagslegum ónotum.“ (144) Í sögunni er gríðarmikil áhersla lögð á líkamann, takmarkanir hans og sköddun sem hann getur orðið fyrir. Líkam- anum er enn fremur lýst sem gagnslausu kjöti, en það endurspeglar vita- skuld hugarástand aðal- persónunnar. Alexandra hugsar linnulítið um blóð og beinmerg, sprungin höfuð og hráblaut innyfli. „Rifin lifur, skaðaðir háls- liðir, samfallin lungu …“. (12) Þetta verður vitaskuld fremur óhugnanlegt á köfl- um, en sérkennilega heillandi. Stekk er fjölþjóðleg bók, ef svo má að orði komast. Aðalsögupers- ónan er hálfur Breti og hálfur Íslendingur, dvelur á sögutímanum í tveimur erlendum stórborgum og umgengst fólk af ýmsu þjóðerni. Aðrar persónur en Alexandra sem eitthvað kveður að í sögunni eru vinkonan Livia, sem hún nefnir Líf, Sanders, viðhald Lífar, Eder, sem er látinn, hin breska amma Skinka (kölluð það vegna þess að hún er forfallinn West Ham-aðdáandi) og svo tilfallandi elskhugar Alex- öndru. Persónurnar eru óvenjuleg- ar og eftirminnilegar, einkum kon- urnar. Það er ekki erfitt að sjá það af þessari bók að höfundur hennar hefur skrifað fleiri ljóðabækur en skáldsögur, enda er textinn vandað- ur og orðin valin af kostgæfni. Það vantar þó eitthvað sem drífur les- andann áfram, lítil spenna er í sög- unni og því er hún fremur seinlesin. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir NIÐURSTAÐA: Frumleg bók og fallega skrifuð, en tíðindaleysið í sögunni nálgast það að vera yfir- þyrmandi á köflum. Að taka út fulla refsingu TÓNLIST ★★★★★ Vetrarferðin Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson DIRRINDÍ Þeir Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson fluttu Vetrarferðina eftir Schubert í Hörpu í fyrra. Nú er flutningurinn kominn á geisladisk og gott betur. Diskurinn er tvöfaldur, á honum er bæði kvikmyndataka frá tónleikunum á DVD diski, og líka stúdíóupptaka. Á DVD diskinum er hægt að velja að hafa texta á íslensku eða ensku um leið og maður fylgist með tónlistinni. Það er góður valkostur sem dýpkar upplifunina af tónlistinni. Á kápu disksins er mynd af listamönnunum, Vík- ingur öðrum megin, Kristinn hinum megin. Þeir eru þunglyndislegir á svipinn. Það er við hæfi, því tónlistin er tregafull. Vetrarferðin fjallar um sorg- mæddan mann á langri vetrargöngu. Hún saman- stendur af 24 ljóðum sem eru minningar frá ljúfu sumri þegar ástin blómstraði, eða lýsingar á von- leysi vetrarins. Tónlistin er hrífandi eins og allt eftir Schubert. Þetta er eitt af mögnuðustu ljóðasöngverk- um tónbókmenntanna. Skemmst er að segja frá því að diskurinn er frá- bær. Kristinn syngur af innlifun, röddin er unaðslega mjúk og hljómmikil, túlkunin einstaklega breið og lit- rík. Ekki er Víkingur síðri. Píanóröddin býr til stemn- inguna í hverju lagi áður en söngurinn byrjar. Hún skapar alls konar litbrigði, andstæður og umhverfis- hljóð, rammar sönginn inn og lyftir honum upp í hæstu hæðir. Víkingur nær því öllu af aðdáunar- verðri smekkvísi og næmi. Samruni söngs og píanó- leiks er líka óaðfinnanlegur, jafnvægið á milli lista- mannanna eins og best verður á kosið. Óneitanlega er þetta tilvalin jólagjöf fyrir tónlistarunnendur. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Mögnuð útgáfa, bæði stúdíóupptaka og líka DVD-diskur með frábærum tónleikum. Frábær Shubert

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.