Fréttablaðið - 22.12.2012, Qupperneq 116
22. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 92
Jólaglögg er ómissandi hluti jólahátíðarinnar í hugum
margra. Jólaglöggin er ekki aðeins jólahefð á Norður-
löndunum heldur er hún einnig vinsæl í Þýskalandi
og nágrannaríkjum þess og nefnist þar Glühwein.
Fleiri þjóðir taka upp á því að malla glögg fyrir jólin:
Í Tékklandi kallast hún svarené víno sem þýðir
soðið vín.
Í Ungverjalandi kallast hún forralt bor, sem einnig
þýðir soðið vín, og er það oftast mallað úr ungverska
rauðvíninu Egri Bikavér, kanil og negul.
Glögg er drukkin í norðurhluta Ítalíu og kallast þar
vin brulé, eða brennt vín.
Í Lettlandi er drukkið karstvins, heitt vín,
með skvettu af hinu rammsterka jurta-
víni Riga Black Balsam út í.
Í Moldóvu er drukkið izvar sem búið
er til úr rauðvíni, svörtum pipar og
hunangi.
Í Póllandi er drukkið grzane
wino, hitað vín, og svipar því mjög
til glaggarinnar sem drukkin er í
Tékklandi.
Kanadabúar drekka einnig glögg sem búin
er til úr rauðvíni, hlynsírópi og sterku áfengi.
Jólaglöggin vermir og kætir yfi r hátíðina
Jólaglöggin er ómissandi hluti jólanna. Fjöldi þjóða nýtur drykkjarins á aðventunni og yfi r jólahátíðina.
„Ég hef veitt ansi mörgum ráð um vínið með jóla-
matnum undanfarin ár,“ segir Dominique Plédel
sem er eigandi Vínskólans og vín sérfræðingur.
„Það er mjög skemmtilegt, fólk er að velta ýmsu
fyrir sér í sambandi við vín og mat. Hangikjötið
vefst mest fyrir fólki og hefur leitt marga á villi-
götur í gegnum tíðina. Það helgast af því að
marga langar í rauðvín á jólunum en sannast
sagna fer rauðvín engan veginn við hangikjöt.
Ég mæli sjálf með bjór með hangikjötinu.
Hamborgar hryggur er líka snúinn, en þeir sem
fara í hvítvín með honum verða ekki sviknir,“
segir Dominique, sem hér gefur ráð um vínin
með jólamatnum.
Hangikjötið leiðir
marga á villigötur
Dominique Plédel, eigandi Vínskólans, hefur í nógu að snúast í desember enda
margir sem leita ráða hjá henni um hvaða vín fer best með jólamatnum. Hér
gefur hún lesendum Fréttablaðsins góð ráð um vínin með hátíðarmatnum.
Uppskrift að þýskri
jólaglögg
1 flaska af þurru
rauðvíni
3/4 bolli vatn
3/4 bolli sykur
1 appelsína
1 kanilstöng
10 negulnaglar
Aðferð
Setjið vatn,
sykur, kanilstöng
og negulnagla í
meðalstóran pott.
Hitið fram að suðu
og hrærið duglega í
á meðan. Þegar suðu
er náð, lækkið hitann
og látið malla. Skerið
appelsínuna í sneiðar,
stingið negulnöglum
í börkinn og setjið út
í pottinn. Hitið þar til
blandan fer að þykkna,
bætið þá við víninu og
hitið við vægan hita.
Passið að láta vínið
ekki sjóða.
HANGIKJÖT Ekkert vín á
virkilega vel við hangikjöt
þannig að skemmtileg upplifun
verður. Mitt val er bjór, þá öl
og helst rautt eins og Móri
frá Ölvisholti, Dobbel Bock,
eða aðrir jólabjórar sem eru
lítt beiskir. Fyrir þá sem vilja
endilega vín verður að velja
mjúkt vín og vel þroskað, eins
og Gran Reserva frá Spáni.
HAMBORGARHRYGGUR Hér er valið
auðveldara en athugið að meðlæti hefur
mikið að segja. Pinot noir á einstaklega vel
við léttreykta kjötið, t.d. Cono Sur
Vision frá Chile eða Marques de
Casa Concha, eða þroskuð vín frá
Búrgund. Gran reserva er góður
kostur líka. Ekki gleyma að hvít-
vín á einnig vel við, þá Pinot
Gris Réserve frá Alsace.
KALKÚN Margt er hægt
að velja með kalkún og
meðlætin líka áhrifamikil:
pinot noir, merlot-vín, en
líka cabernet sauvignon
frá Californíu, Chianti frá
Toskana, rauðvín frá Sikiley
(nero d‘Avola). Malbec frá
Argentínu er góður kostur líka.
ÖND Villiönd eða
aliönd? Bragðmikil
vín en ekki of þétt:
Bordeau, Côtes du
Rhône, spænsk vín frá
Valencia-héraði (Cast-
ano) eða Katalóníu
(Perelada, Raimat, dýrari
Torres-vín)– margt kemur
til greina. Canard à l‘Organce
(með appelsínu): Leita til
Ribera del Duero, crianza.
HREINDÝR Eðalkjöt þýðir
eðalvín: Hér dugar ein regla,
vínið sem ykkur finnst best
mun vera besta vínið. En
það má alveg benda á flott
Bordeaux-vín, reserva frá
Rioja, Ribera del Duero,
Chianti Classico Reserva,
kröftugri vín ef kjötið er af tarfi.
Ekki hika við að velja dýr vín, það
er jú einu sinni á ári.
RJÚPA Ef rjúpan er matreidd „eins
og mamma gerði“ þá er gott að leita
í syrah-þrúgu (frekar en shiraz frá
Ástralíu), hvort sem hún er frá Rhône-
dalnum í Frakklandi og í dýrara kantinum,
Gigondas, Hermitage eða jafnvel Côte
Rôtie, eða frá Síle, tvö flott syrah-vín frá
Vina Maipo og Morandé. Að ógleymdum
betri vínunum frá Montes. Ef rjúpan er
steikt á pönnu má hafa mildari vín, eins
og Petit Mars frá Mas de Soleilla eða
Côtes du Rhône.
HUMAR Oft hefur verið sagt
að „með humri klikkar Chablis
aldrei“– og það er satt! Góð
chardonnay-vín (og dýrari),
lítt eikuð, dálítið þroskuð– frá
Burgúnd (Meursault o.fl.) eða
Norður-Ítalíu (Terlan). Þétt
og þurr riesling-vín frá Alsace
eða hvítvín frá Sikiley, nógu
er úr að velja en ekki spara of
mikið.
DOMINIQUE PLÉDEL Gefur góð ráð um vínin með jólamatnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hafdís og Klemmi eru sniðugir
krakkar sem snúa hversdags-
legum atburðum upp í ævintýri!
Þau velta ýmsu fyrir sér. Af hverju
að standa við gefin loforð?
Geta góðverk lýst öðrum veginn?
Brúður og syngjandi börn koma
einnig við sögu ásamt Tinnu
táknmálsálfi.
Fæst í verslunum víða um land.
Nú er Létt Bylgjan jólastöðin þín
Ljúf og þægileg jólatónlist
alla daga til jóla