Fréttablaðið - 28.12.2012, Side 17

Fréttablaðið - 28.12.2012, Side 17
FÖSTUDAGUR 28. desember 2012 | SKOÐUN | 17 Nú þegar árið er að renna sitt skeið eru margir sem horfa til baka og minnast atburða þess, annálar fylla blöðin og sjón- varpsstöðvar keppast um að taka saman það helsta, sem er gott og blessað. Við lesum stjörnuspár og Völvuna til að fá upplýsingar um það hvað næsta ár muni bera í skauti sér. Þetta er skemmtilegur tími og fjölskyldur verja honum alla jafna saman, við sprengj- um nýja árið inn og gefum út áramótaheitin sem vonandi sem flestir ná að standa við. Margir setja sér heilsutengd markmið eins og að hætta að reykja, grennast, hreyfa sig meira, eða að verja meiri tíma með fjölskyldu, ættingjum og vinum svo dæmi séu nefnd. Enn aðrir ætla sér stóra hluti tengda námi, vinnu og slíku. Hver og einn heldur af stað inn í nýja árið með full fyrirheit um að standa við stóru orðin og vonandi tekst vel til. Ef horft er um öxl þá eru samt eflaust ansi margir sem hafa ekki náð þeim markmiðum sem þeir settu sér. Þar geta verið margar skýringar og mjög ein- staklingsbundnar. Það er aðalatriði þegar við setj- um okkur markmið að þau séu raunhæf og að það sé líklegt að við náum þeim innan þeirra tíma- marka sem við gefum okkur. Það má hins vegar ekki vera of auð- velt heldur því þá berum við of litla virðingu fyrir þeim. Þarna eins og víða er lykillinn ákveðið jafnvægi og það að okkur líði vel með þau markmið sem við höfum sett og þá niðurstöðu sem þau skila okkur. Þarf aðra hvatningu Í raun erum við að breyta vana- hegðun frá því sem okkur líkar mögulega ekki mjög vel eða erum undir þrýstingi utan frá að breyta, í eitthvað sem okkur líkar betur eða er samfélagslega viður- kennt. Slíkt getur verið afar erf- itt og er nauðsynlegt að átta sig á því að þegar við breytum vana þá þurfum við að fá til baka eitt- hvað sem er jafngott eða betra en það sem við áður höfðum. Þetta má útskýra með dæmi af þeim sem reykir og þykir það gott, hefur enga heilsufarslega kvilla sem stendur og sér engan tilgang í því að hætta, vinir hans reykja, fjölskylda hans og svo á hann ömmu sem er 80 ára og hefur alltaf reykt svo það er merki um að hann geti það eflaust líka. Þessi aðili þarf aðra hvatningu en þá að hann spari tugi þúsunda á mánuði, eða að heilsa hans muni launa honum það seinna að hafa hætt tímanlega. Hann þarf eitt- hvað sem kemur í staðinn fyrir fíknina af sígarettunni, því hann veit betur. Ein stærsta gjöfin Slíkt getur verið ótalmargt og er mjög einstaklingsbundið, en þegar verið er að breyta vana- hegðun er lykillinn sá að finna það sem viðkomandi nýtur á við- líka hátt eða fær viðurkenningu fyrir. Það er ljóst að nikótínfíkn er ekki eitthvað sem er auðvelt að losna undan og eru margar hliðar á því en hér eru nokkur atriði fyrir þá sem ætla að standa við áramótaheitið sitt þetta árið og verða reyklausir. Þú ætlar að láta þér líða betur, verða orkumeiri og með minna samviskubit, hvítari tennur og ekki eins andfúl/ll. Þú ætlar að lækka áhættu þína á hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum, snemmbærum dauða og krump- aðri húð. Þú ætlar að gera sjálfan þig, maka þinn og fjölskyldu þína stolta af þér fyrir að ná þessum árangri. Þú ætlar ekki lengur að útsetja börnin þín, vini og vanda- menn fyrir reyk og hættunni af honum. Þú ætlar að eiga meiri pening til ráðstöfunar en áður. Þú ætlar ekki lengur að hafa áhyggjur af umtali annarra. Þú ætlar ekki að þyngjast og leita að huggun í mat. Þú ætlar að hreyfa þig, drekka ríkulega af vatni og beina huganum að öðru en næstu sígarettu og mögulega kaffibolla. Þú ætlar að leita þér aðstoðar ef þér tekst þetta ekki. Þú ætlar að standa við stóru orðin og hætta að reykja. Það er sannarlega ein stærsta gjöfin sem þú gefur þér og þínum. Áramótaheit og vanahegðun Hver og einn heldur af stað inn í nýja árið með full fyrirheit um að standa við stóru orðin og vonandi tekst vel til. Það er ástæða til að hrósa íslenskum ökumönnum en einhverra hluta vegna hefur of lítið farið fyrir þeirri umræðu. Okkur hættir til að fjalla ein- göngu um það sem telja má sem alvarlegt frávik frá þeirri almennu reglu að við séum bara nokkuð góð og vel flest til fyrir- myndar. Slysum og umferðar- lagabrotum meðal ungra ökumanna hefur stórlega fækkað á undanförnum árum. Nú kann einhver að segja að það sé vegna þess að fyrir nokkrum árum var sett í lög akstursbann á þá nýliða í umferðinni sem brjóta alvarlega af sér og að óttinn við það sé þess valdur að ungir ökumenn hagi sér nú af meiri skynsemi. En vitanlega eiga þeir hrósið skilið því skyn- semi þeirra og dómgreind segir að áhættuhegðun og óábyrgð hegðun í umferðinni geti haft áþreifan- legar og alvarlegar afleiðingar. Mörgum þeirra reynist erfiðara að ímynda sér örkuml og dauða sem afleiðingu gjörða sinna en slíkt virðist reyndar vera algengt meðal ungs fólks og þá sérstaklega ungra karlmanna sem flestir eru haldnir þeim meðfædda misskiln- ingi að þeir sé ódauðlegir. Áhættuhegðun Hvernig er í raun hægt að segja annað en að ökumenn séu almennt til fyrirmyndar þegar tugir þús- unda ökumanna deila með sér strætum og götum á degi hverjum við oft erfiðar og þröngar aðstæð- ur og það telst til undantekninga að alvarleg slys hljótist af? Und- antekningarnar frá þessari reglu eru hins vegar oft svo alvarlegar að þær krefjast þess að unnið sé hörðum höndum að eftirliti, for- vörnum og fræðslu þannig að sú áhættuhegðun sem leiðir af sér slíkar undantekningar sé upprætt. Það er vissulega erfitt fyrir þann sem hefur þurft að kljást við gjörbreytt líf og erfiða lífsbar- áttu af völdum umferðarslyss að hrósa okkur fyrir það hve góðir ökumenn við séum. Það er óásætt- anlega stór hópur sem telja má til fórnarlamba umferðarslysa. Um leið og við hjá Umferðar- stofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undantekningunum á komandi ári og árum. Leiðum hugann að þeim sem eiga um sárt að binda og tökum undir bæn þeirra um að ekki verði fleiri undantekningar frá þeirri reglu að við komumst heil heim. Útrýmum undan- tekningunum UMFERÐ Einar Magnús Magnússon upplýsingafulltrúi Umferðarstofu ➜ Um leið og við hjá Umferðarstofu viljum óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar þá viljum við hvetja landsmenn til að halda sig frá undan- tekningunum á komandi ári og árum. Eitt fjall á viku með FÍ 2013 Skráðu þig inn Drífðu þig út Gakktu á eitt fjall í viku með Ferðafélagi Íslands á nýju ári Nýársgjöfin frá þér til þín er bætt líðan og betra form á nýju ári. Upplifðu íslenska náttúru í skemmtilegum félagsskap undir öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið. Esjan, Keilir, Helgafell, Botnssúlur, Hvannadalshnúkur, Akrafjall, Réttarfell, Löðmundur og 44 önnur fjöll. Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki. Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu. Verð kr. 75.000 Stjórnandi: Páll Ásgeir Ásgeirsson ásamt Rósu Sigrúnu Jónsdóttur, Hjalta Björnssyni, Guðmundi Sveinbirni Ingimarssyni og Brynhildi Ólafsdóttur. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00 2. janúar n.k. Skráning á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568 2533. Heimasíða FÍ www.fi.is HEILSA Teitur Guðmundsson llæknir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.