Fréttablaðið - 28.12.2012, Qupperneq 30
4 • LÍFIÐ 28. DESEMBER 2012
ÞÓRUNN ERNA CLAUSEN LEIKKONA
„Markmið mín fyrir árið 2013 eru að huga
betur að sjálfri mér og litlu fjölskyldunni
minni, bæði líkamlega og andlega. Mig
langar virkilega að koma mér í gott form
og styrkja mig aftur. Vinnulega séð er ég
með alls konar skemmtileg markmið. Þó
að ég hafi lengi starfað samhliða leiklist-
inni sem söngkona og textahöfundur þá hef
ég aldrei gefið út lag sem ég syng sjálf. Ég
ætla að gera það í janúar og gefa út síðasta
lagið sem maðurinn minn, Sigurjón Brink,
samdi áður en hann lést 17. janúar 2011.“
DÓRA TAKEFUSA ATHAFNAKONA
„Ég set mér yfirleitt aldrei nokkur mark-
mið. Mér finnst að maður eigi bara að
vera samkvæmur sjálfum sér. Ef mig
langar til dæmis að borða hollara, þá
borða ég bara hollara.“
NÝTT ÁR,
NÝ MARKMIÐ
Margir hafa það að venju að
setja sér markmið þegar nýtt
ár gengur í garð. Lífið heyrði í
fjórum flottum konum og spurði
að því hvort þær hefðu sett sér
markmið fyrir árið 2013.
SARA BJÖRK GUNNARS-
DÓTTIR KNATTSPYRNU-
KONA
„Markmiðin mín fyrir árið
2013 eru aðallega að
komast sem lengst í
meistaradeildinni með
liðinu mínu, vera vel
undirbúin fyrir EM með
kvennalandsliðinu og
vinna gullið í Svíþjóð.
Svo hef ég líka sett
mér nokkur pers-
ónuleg markmið
sem ég ætla
bara að halda
fyrir mig.“
GRETA SALÓME
STEFÁNSDÓTTIR
SÖNGKONA
„Markmiðin mín á árinu
eru að einbeita mér meira að hljóð-
færinu mínu og eiga góðan tíma með
því. Það er búið að vera mikið um
verkefni hjá mér árið 2012 og ég hef
ekki alveg getað sinnt fiðlunni nógu
vel. Ég ætla þó líka að einbeita mér
að hinu hljóðfærinu mínu sem er
söngurinn og halda áfram að vinna í
honum. Í crossfitinu ætla ég svo að
ná 65 í snöru.“
Ætlar þú að breyta um
lífsstíl?
Heilsulausnir henta ein
sem glíma við offitu, h
og/eða sykursýki.
Hefst 21. janúar.
Kynningarfundur
fimmtud. 10. janúar kl.
Allir velkomnir
• Mán., mið. og fös. kl. 6:20, 10
14:00 eða 19:30
• Verð kr. 16.900 pr. mán í 12 m
• Fræðsla, einstaklingsviðtöl, að
og stuðningur.
• Skráning í síma 560 1010 eð
mottaka@heilsuborg.is
Að námskeiðinu standa m.a.
hjúkrunarfræðingur, íþróttafræðingar,
læknir, næringarfræðingur,
sálfræðingar og sjúkraþjálfari.
„Ég var búin að taka eftir auglýsingum frá
Heilsuborg í þó nokkurn tíma og var búin að vera
að hugsa lengi um að fara að gera eitthvað í
mínum málum. Ég hef náð góðum árangri, náð að
losna við mörg kíló og er bara svo miklu hressari
og með miklu meiri orku. Maður verður að vilja
gera þetta fyrir sig sjálfan. Þetta snýst ekki um það
að megra sig þetta snýst um að lifa heilbrigðara lífi
og koma sér í gott líkamlegt og andlegt form.“
Helga
Einarsdóttir
staklingum
jartasjúkdóma
17:30
:00,
án.
hald
a á
Það eru eflaust margir sem ætla að tileinka sér betri
og bættari siði á nýja árinu þegar kemur að matar-
ræði og hreyfingu. Þess ber þó að gæta að setja
hæfileg markmið og fara ekki of geyst af stað. Hér
má sjá nokkur einföld en góð ráð.
1. Byrjaðu daginn á heitu sítrónuvatni,
það hjálpar líkamanum að losna
við eiturefni og örva meltingar-
veginn.
2. Drekktu meira vatn yfir daginn.
Vertu með vatnsbrúsa við hönd-
ina alla daginn. Þú finnur strax
mun á húðinni, meltingunni og
orkunni.
3. Finndu þér líkamsrækt sem þér
þykir skemmtileg, annars endistu
ekki út árið. Og mundu að þú þarft
ekki að gera það sama og allir hinir.
4. Eldaðu eina nýja uppskrift í viku úr
heilsusamlegri uppskriftabók. Áður
en þú veist af verður þú farinn að
tileinka þér betri og hollari elda-
mennsku alla daga.
5. Verðlaunaðu þig með smá dekri eða
öðru sem gleður þig ef þú stendur
þig vel. Verðlaun eru nauðsynleg til
að halda áfram.
LITLAR EN GÓÐAR BREYTINGAR