Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2012, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 28.12.2012, Qupperneq 35
Be a Man var opnuð í brottfararverslun Fríhafn- arinnar 21. desember síðastliðinn. Verslunin er sérstaklega ætluð körlum og fékk enskt nafn þar sem hún er starfrækt á alþjóðlegum flugvelli. „Verslunin er einstök að mörgu leyti. Í fyrsta sinn er öllum snyrtivörum fyrir karla komið fyrir á einum stað í umhverfi sérhönnuðu fyrir karla. Þarna geta konur auðvitað verslað líka, eins og karlar gera í verslunum með vörur fyrir konur, en hugmyndin er að fólk þurfi ekki að fara um allt verslunarrými okkar til þess að leita að snyrtivörum fyrir karlmenn,“ segir Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Frí hafnarinnar. „Það eru kynningar á öllum vöruflokkum hjá okkur allan ársins hring. Nýbreytnin er að karl- menn geta nú skoðað snyrtivörur á meðan þeir smakka á þeim tegundum sem verið er að kynna hverju sinni. Þjónustan er sú sama og verið hefur, en í breyttu, bættu og skemmtilegu umhverfi.“ Hún segir margt standa upp úr á árinu. „Það hefur nánast verið ævintýralegt fyrir margra hluta sakir og meginskýringin sú mikla far- þegaaukning sem varð á árinu. Þá skiptir sköpum í rekstri sem þessum að vera með gott vöruúrval á réttu verði. Við berum okkur stöðugt saman við samkeppnisaðila okkar, sem fyrst og fremst eru flugvellir erlendis og auðvitað í sumum tilvikum verslanir í erlendum borgum. Það sem við höfum þó hér á landi og er án efa okkar helsta samkeppnisforskot er starfsfólkið. Ég þori nánast að fullyrða að þjónustan og þekkingin á þeim vörum sem við bjóðum upp á sé meiri hér en á nágrannaflug- völlum okkar.“ En það eru ekki einungis nýjar verslanir sem setja svip sinn á reksturinn. Vörufram boðið í Fríhöfninni hefur stóraukist að undanförnu og nú má finna mikið af vörum í flestum vöru- flokkum sem finnast hvergi annars staðar hér á landi. „Eins leynast gullmolar innan um, eins og til dæmis í rauðvínum sem eru á svo hag- stæðu verði að starfsmenn framleiðenda er- lendis kaupa það í miklu magni þegar þeir eiga leið um hjá okkur. Það verður að teljast gott,“ segir Ásta Dís. Hún segir verðlagið í heildina afar hagstætt og að stöðugar verðkannanir haldi fólki við efnið. „Við heyrum ekki lengur kvartanir vegna verðlags á sælgæti, að það sé dýrara í Fríhöfn- inni en í ónefndum matvöruverslunum, enda höfum við lagt allt kapp á að vera afar sam- keppnishæf hvað það varðar. Aðrir vöru flokkar hjá okkur eru þekktir fyrir lægra verðlag en gengur og gerist og við fáum oft á dag dæmi um það hversu hagstætt verðlagið sé orðið hjá okkur miðað við nágrannaflugvelli.“ Ásta Dís segir starfsfólk Fríhafnarinnar horfa fullt eftirvæntingar til nýs árs og hlakka til að takast á við þær áskoranir sem á vegi þeirra verða. „Við hjá Fríhöfninni óskum lands- mönnum öllum gleðilegrar hátíðar.“ ALLT FYRIR KARLMENN Á EINUM STAÐ Óhætt er að segja að árið 2012 hafi verið eitt besta rekstrarár í sögu Fríhafnarinnar. Í upphafi ársins var opnuð fyrsta Victoria´s Secret verslunin á Íslandi, og reyndar á öllum Norðurlöndunum, sem býður fyrst og fremst vörur fyrir konur og nú fyrir skemmstu var Be a Man opnuð, en hún er sérstök eðalverslun fyrir karlmenn. Ralph Lauren ilmir í úrvali. Það er breitt vöruval í hverri línu. Meðal vörumerkja má nefna Ralph Lauren, Hugo Boss og Armani. Þjónustan er sú sama en umhverfið er breytt, bætt og skemmtilegt. Karlmenn geta nú skoðað snyrtivörur á meðan þeir smakka á þeim tegundum sem verið er að kynna hverju sinni. Í versluninni má finna allar snyrtivörur fyrir karla á einum stað. Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir árið hafa verið ævintýralegt enda var ferðamannaaukningin mikil. AUGLÝSING – FRÍHÖFNIN KYNNIR Sjá nánar á visir.is/lifid
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.