Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 41
7FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2012 Árni Hauksson/Hallbjörn Karlsson, fjárfestar • Ása Katrín Hólm Bjarnadóttir, formaður Leiðtoga Auðar og ráðgjafi hjá Capacent • Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar • Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania • Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma • Herdís Dröfn Fjeldsted, fjárfestingastjóri hjá Framtakssjóði Íslands • Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket • Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnurekstri • Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu • Magnús Þorlákur Lúðvíks- son, blaðamaður á Fréttablaðinu • Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu • Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar á Íslandi • Svana Gunnarsdóttir, sérfræðingur fjárfestinga hjá Frumtaki • Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins • Valdimar Halldórsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra • Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og dósent við HÍ • Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnunar og reksturs hjá HR • Þórður Snær Júlíusson, umsjónarmaður Markaðarins. Í dómnefnd Markaðarins sátu: SALAN Á 60 PRÓSENTA HLUT Í TM SALA SLITASTJÓRNAR LANDSBANKANS Á VERSLUNARKEÐJUNNI ICELAND FOODS GROUP ÁFRAMHALDANDI ÚTRÁS CCP OG SKULDABRÉFAÚTGÁFA „Með ríkulegri umframeftirspurn og traustri fjármögnun á framtíðaráformum félagsins.“ KAUP ERLENDRA AÐILA Á SKULDABRÉFUM FÖLLNU BANKANNA „Ótrúlega góð ávöxtun, þrátt fyrir að hún hafi aðeins dalað í lok árs þegar umræða um þetta fór loksins af stað.“ SALAN Á ICELANDIC USA TIL HIGHLINER FOODS ÚTBOÐ OG SKRÁNING VODAFONE SÖLUSAMNINGUR MARELS VIÐ FISKFRAMLEIÐANDA Í NORÐAUSTUR- HLUTA KÍNA ÚTGÁFA OG SALA RÍKISSJÓÐS Á SKULDABRÉFUM Í BANDARÍKJADÖLUM Á ERLENDUM MÖRKUÐUM „Góður áfangi en illa nýttur til frekari sóknar.“ KAUP WOW AIR Á ICELAND EXPRESS „Aðdragandinn var spennuþrunginn.“ SKRÁNING HAGA Á MARKAÐ VEL HEPPNAÐAR SKRÁNINGAR Í KAUPHÖLLINNI SALAN Á NIKITA „Var selt til erlendra fjárfesta á alvöru verði. Menn fá alltaf „respect fyrir exit“.“ KAUP TÍTAN Í SKÝRR NÝTING Á GJALDEYRISÚTBOÐUM SEÐLABANKA ÍSLANDS „Aðilar sem komu fé út úr landinu fyrir hrun geta komið með það til baka og fengið tugprósenta afslátt á því sem þeir kaupa hér í boði Seðlabankans. Ótrúlega góður díll.“ ANNAÐ SEM VAR NEFNT Kári er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum á öllu milli himins og jarðar. Hann segist vera einn af þessum mönnum sem eiga mjög auðvelt með að gagnrýna en geta kannski ekki boðið upp á tillögur til úrbóta. Það er þó ljóst að hann hefur sterkar skoðanir á þjóðmálum og sýn á hvað gæti hjálpað til við að gera líf okkar bærilegra. „Ég held að við séum tiltölulega dugleg þjóð sem hefur búið hér á þessari eyju, þar sem engin manneskja ætti að hafa lengi vel lifað af, í 1.100 ár. Ég held að við þurfum að finna einhverja leið út úr þeirri krísu sem við erum í í dag. Krísu sem er sjálfskaparvíti. Þetta er vissulega flókið og ég held að það sé mjög erfitt að vera í stjórnmálum þessa dagana og að þau séu svolítið mannskemmandi. Ég held samt að við þurfum á betri pólitískri leiðsögn að halda. Öll pólitíkin á Íslandi, og nú er ég ekki að benda fingri á neinn ákveðinn stjórnmálaflokk, er, held ég, allt saman drasl. Það er kominn tími til að henda þessu og byrja upp á nýtt.“ Enginn mun bera okkur á herðum sér Kári segir sjálfskaparvítið felast í því að við séum ekki að búa til nein ný verð- mæti. „ Við erum enn að draga fisk úr sjó og bræða báxít sem flutt er hingað yfir hálfan hnöttinn. Af þessu lifum við. Mér finnst við ekki hafa verið mjög skapandi við að finna nýjar leiðir til að búa til verðmæti. Það skiptir til dæmis voðalega litlu máli hvort við förum inn í Evrópusambandið eða ekki. Það sem skiptir mestu máli er að við búum til meiri verðmæti en við notum. Hvernig við ætlum að framfleyta okkur. Það gerir enginn fyrir okkur og það mun enginn bera okkur á herðum sér.“ Kári bendir til dæmis á að Íslendingar flytji inn meirihluta þess grænmetis sem þeir neyta frá löndum sem rækta það í gróðurhúsum. „ Hvað þarftu til að rækta slíkt í gróðurhúsum? Þú þarft ódýra orku, sem við eigum. Sama með gagnaverin sem áttu að byggjast upp hérna. Það gerðist aldrei vegna þess að það átti að selja orkuna á svo háu verði. Í stað þess að nota orkuna til að draga að hinar ýmsu atvinnugreinar hefur verið reynt að nota hana til að fá voðalega mikið fyrir hana. Ég held að það sé geysilega mikil skammsýni sem felst í því og ég held að við tökum ekki þetta vandamál nógu alvarlega.“ Þurfum að skilja kjarnann frá hisminu „Til að eiga nokkur möguleika á því að byggja upp verðmæti verður að vera raunverulegt innihald að baki. Það þýðir ekki að standa upp, berja sér á brjóst og segja að við séum flinkastir í upplýsingatækni, að við séum svo rosalega flinkir tónlistarmenn og að við séum með svo rosalega flottan ferðaiðnað. Það verður að vera eitthvað að baki, annað en það að vera ánægð með okkur sjálf. Ég held að við sem þjóð eigum möguleika til verðmætasköpunar á mörgum sviðum. En við verðum að búa til kerfi sem skilur kjarnann frá hisminu.“ ÍSLENSKIR STJÓRNMÁLAMENN ERU DRASL Kári er með róttækar hugmyndir um hvernig Ísland getur náð sér aftur á gott efnahagslegt ról. Hann vill sekta gömlu bankana fyrir það sem þeir gerðu íslensku samfélagi. „Ef við horfum til dæmis á það þegar borpallur BP hrundi undan ströndum Bandaríkjanna fyrir nokkru, og olían olli allri þessari mengun, þá var BP sektað um 4,5 milljarða dala [um 560 milljarða króna]. Það þótti alveg sjálfsagt og það kvartaði enginn yfir því, ekki einu sinni BP. Nú fara þrír bankar á hausinn hér á Íslandi og valda gífur legum skemmdum í íslensku samfélagi. Það er flest sem bendir til þess að það megi rekja einhvern þátt af þessum örlögum bankanna í að þeir hafi hagað sér óskynsamlega, óvarlega og jafnvel ólöglega. Hvernig stendur á því að við sektum ekki bankana? Hvers vegna erum við að greiða milljarða dala til erlendra vogunarsjóða sem keyptu kröfur á fimm sent á dalinn? Það væri í samræmi við hefð í alþjóðasamfélaginu að sekta bankana og myndi auka virðingu okkar þar. Ef Alþingi setti lög um þetta þá myndi það vinna aftur þá virðingu sem það glataði í hruninu í íslensku samfélagi. Þetta yrði bara forgangskrafa í þrotabúið og algjörlega sjálfsögð sem slík. Á þann hátt væri hægt að greiða niður skuldir ríkisins og snúa í gang efnahagslífinu, sem hefur verið að hökta.“ VILL SEKTA BANKANAember. Ef þarna hefði verð fagmaður að verki þá hefði hann vitað að ástæða þess að ég gæti ekki talað við hann væri sú að við vorum í þessu þagnar- tímabili sem er alltaf til staðar þegar svona viðskipti eiga sér stað. Þegar það var síðan búið að greina frá viðskiptunum þá hélt sami blaðamaður áfram að skrifa um að við hefðum verið komnir að fótum fram og lýsir sölunni eins og einhvers konar nauðungarsölu. Mér fannst það spaugilegt. Við vorum alls ekki komnir að fótum fram. Fyrir- tæki eins og Íslensk erfðagrein- ing, sem er að byggja upp verð- mæti í hugverkum, er ekki með mikið tekjustreymi árum saman til að byrja með. Það sem skiptir máli er styrkur þeirra bakhjarla sem þú hefur. Við vorum með geysisterka fjárhagslega bak- hjarla sem voru reiðubúnir að styðja við bakið á okkur miklu lengur ef með þurfti.“ Hagnaður skiptir ekki máli Við kaupin verður ÍE eining innan stórrar samstæðu. Spurð- ur hvort það skipti þá ekki máli hvort ÍE skili hagnaði eftir kaupin svarar Kári því játandi. „Einingin verður ekki notuð sem slík. Okkar hlutverk verð- ur að halda áfram að gera upp- götvanir í erfðafræði sem nýt- ast annars staðar innan Amgen til tekju öflunar. Þeir sjá því arðsemismöguleika í því að hafa getuna til að gera þessar uppgötvanir sem við erum að gera og taka síðan það sem út úr þeim kemur inn í sína lyfja- gerð og búa til verðmæti. Fyrir það borga þeir þessa háu fjár- hæð. Við erum orðin nokkurs konar verndaður vinnu staður og verðum með miklu meira fé en áður til að fjárfesta í til raunum til að varpa ljósi á algengustu sjúkdóma mannsins. Við fáum að líta á erfðamengi mannsins til að reyna að skilja af hverju hann verður til, hvað hann gerir og reyna að skilja hvaða örlög bíða hans. Það eru forréttindi.“ Meðalörlög líftæknifyrirtækis Kári segir örlög ÍE, að vera keypt af stóru lyfjafyrirtæki, mjög algeng örlög líftæknifyr- irtækja. „Það tekur svona fyrir- tæki að meðaltali um 15-20 ár að skila hagnaði. Endanlegt mark- mið er alltaf að búa til lyf eða greiningartæki og þá er hægt að hafa tekjur af þessu. Feyki- lega fá líftæknifyrirtæki ná að verða lyfjafyrirtæki og mjög stór hundraðshluti þeirra er keyptur á einhverjum tíma. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Það er fyrst og fremst fjármögnunarvandi sem blasir við þessum fyrirtækjum. Að mörgu leyti hefur líftækni- iðnaðurinn þjónað því hlutverki að undirbúa verkefni fyrir stóru lyfjafyrirtækin. Þau hafa mjög gjarnan keypt verkefni af þess- um litlu fyrirtækjum eða keypt bara fyrirtækin sjálf. Okkar örlög eru því að mörgu leyti meðalörlög svona fyrirtækja.“ Starfsemin á Íslandi tryggð Kaup Amgen tryggja starfsemi ÍE að minnsta kosti um nokk- urra ára skeið. Að sögn Kára auka kaupin einnig möguleika á að auka umfang starfsem- innar sem nú er innt af hendi og býður upp á að ráðast í ný verkefni. „Amgen væri ekki að kaupa fyrirtækið á 52 milljarða króna til að loka því. Starfsemin er því tryggð að minnsta kosti um fimm ára skeið. Mér finnst þetta spennandi staða til að vera í. Ég er fyrst og fremst vísinda- maður og hef lengi beðið eftir því að fá að einbeita mér að því starfi í stað þess að róa til að halda þessu á floti. Hinar jákvæðu fréttirnar við þessi kaup eru þær að það kemur inn til landsins mjög stór aðili og er reiðubúinn til að fjár- festa í vinnu af þessari gerð. Það bendir til þess að það eru ekki allir hræddir við að fjár- festa hér. Þetta er fyrsta stóra fjárfestingin inn í Ísland frá hruni. Það vekur alltaf þá mögu- leika á að það megi finna fleiri af þessari gerð.“ Við fáum að líta á erfðamengi mannsins til að reyna að skilja af hverju hann verður til, hvað hann gerir og reyna að skilja hvaða örlög bíða hans. BETRI STJÓRNMÁL „Öll pólitíkin á Íslandi, og nú er ég ekki að benda fingri á neinn ákveðinn stjórn- málaflokk, er, held ég, allt saman drasl. Það er kominn tími til að henda þessu og byrja upp á nýtt,“ segir Kári Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.