Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 29.12.2012, Qupperneq 14
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 14 Þriðja dag jóla birtist í leiðaraopnu Fréttablaðsins grein Árna Richards Árnasonar um málsmeðferð land- læknis á kvörtun hans til embættis- ins árið 2009. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Árni ber skoðanir sínar á borð fyrir landsmenn og efni henn- ar því flestum kunnugt. Eðli máls- ins samkvæmt getur landlæknir ekki fjallað efnislega um kvörtun Árna þar sem mál hans er enn í skoðun. Aftur á móti er í framhaldi greinar Árna Richards full ástæða til að lýsa fyrir lesendum máls- meðferð kvartana hjá Embætti landlæknis. Samkvæmt 12. grein laga um landlækni og lýðheilsu er heim- ilt „að beina formlegri kvörtun til landlæknis vegna meintrar van- rækslu og mistaka við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þá er notend- um heilbrigðisþjónustunnar jafn- framt heimilt að bera fram form- lega kvörtun til landlæknis telji þeir að framkoma heilbrigðisstarfs- manna við veitingu heilbrigðisþjón- ustu hafi verið ótilhlýðileg. Kvörtun skal vera skrifleg og þar skal koma skýrt fram hvert sé tilefni hennar.“ Þverfaglegt teymi Þegar kvörtun berst Embætti land- læknis fer hún fyrir þver faglegt teymi heilbrigðisstarfsmanna og lögfræðinga sem greinir efni kvörtunar innar og að hverjum hún beinist, heilbrigðis starfsmanni, einum eða fleiri, eða stofnun. Kvartanda er send staðfesting á að kvörtun hans sé móttekin og úrvinnsla hennar fari í skilgreint ferli. Kvörtunin er síðan send þeim sem hún beinist að og hann beð- inn um að gera grein fyrir máls- atvikum og sínum sjónarmiðum. Aflað er allra nauðsynlegra gagna er varða málið. Umsögn óháðs sér- fræðings um efni kvörtunarinnar og málavexti er mikilvægur hluti hinnar faglegu úrvinnslu. Hún er eftir því sem við á rituð af sérfræð- ingum sem starfa við embættið eða leitað er til sérfræðinga utan þess. Ætíð er metið hæfi þeirra sem fá málið til faglegrar úrvinnslu sam- kvæmt ákvæðum laga um stjórn- sýslu. Þegar sérfræðingar hafa komist að niðurstöðu og skilað umsögnum eru þær sendar bæði til kvartanda og þess sem kvörtunin beinist að þannig að þeir hafi tök á að koma andmælum á framfæri telji þeir þörf á. Þau rök sem fram koma í andmælunum eru tekin til skoð- unar og metið hvort þau hafi áhrif á álit landlæknis, sem hann ritar að lokinni málsmeðferð. Álitið er sent til allra aðila. Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð emb- ættisins til velferðar ráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Starfsfólk embættisins vinnur úr kvörtunar- málum ítarlega og faglega með lögfræðilegri ráðgjöf um rétta og sanngjarna málsmeðferð. Óvíst um fullkomna sátt Það er augljóst að óvíst er að full- komin sátt verði um niðurstöðu jafn flókinnar málsmeðferðar og hér er lýst. Málsaðili getur einatt fundið hjá sér ástæðu til að vera ósáttur við niðurstöðuna, hvort sem hann er heilbrigðis starfsmaður sem kvartað er undan eða sá sem kvartar. Í þessu samhengi vill land- læknir leggja áherslu á að starfs- menn embættisins og þeir sér- fræðingar sem embættið leitar til leggja sig alla fram um að vinna heiðarlega og af trúmennsku við úrvinnslu allra kvartana. Aftur á móti er mikil hætta á að æ erf- iðara verði að fá sérfræðinga hér á landi til að taka að sér að gefa álit á flóknum læknisfræðilegum úrlausnarefnum ef þeir eiga von á að fá yfir sig ásakanir á borð við þær sem Árni Richard hefur í frammi í Fréttablaðinu nú 27. des- ember. Landlæknir kveinkar sér ekki undan málefnalegri umræðu um störf embættisins. Uppbyggi- leg gagnrýni getur stutt viðleitni starfsmanna til að gera gott starf betra. Ásakanir um gróf mann- réttindabrot af hálfu embættisins dæma sig aftur á móti sjálfar. Þær endurspegla þó eðli þeirra flóknu viðfangsefna sem starfsmenn emb- ættisins og álitsgjafar þess eru að glíma við á hverjum degi. Land- læknir fullvissar landsmenn um að í þeirri vinnu hefur hann, starfs- menn embættisins og álitsgjafar þess það eitt að leiðarljósi að vinna af trúmennsku og heiðarleika í samræmi við lögbundið hlutverk embættisins, í þágu lands og þjóðar. Meðferð kvörtunarmála HEILBRIGÐISMÁL Geir Gunnlaugsson landlæknir Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri Sviðs eft irlits og gæða, Embætti land- læknis ➜ Samkvæmt lögum geta þeir kært málsmeðferð embættisins til velferðar- ráðuneytisins en ekki hina efnislegu niðurstöðu embættisins í málinu. Klipptu út ávísunina og m æ ttu á næ sta sölustað Ef þú kaupir fyrir 20.000 kr. þá færðu næstu 5.000 kr. frítt með því að framvísa þessari ávísun 5.000,- Gildir áramótin 2012-2013 Alvöru Flugeldar Elvis hefði fílað þessa! REYKJAVÍK KÓPAVOGUR Suðurlandsbraut 48 ( bláu húsin við hliðina á Subway) Einar 899-6005 Stórhöfði v/Gullinbrú Rúnar 660-0565 Bæjarlind 16 (verslunin Persía) Jóhann & Ragnar 690-7424 Nýbílavegur 10 (við hliðina á gamla Toyota) Jóhann & Ragnar 690-7424 Lækjagata 2 (áður videoleiga) Emil 694-4150 & Guðni 618-0560HAFNARFJÖRÐUR (við Eimskip)Vitinn, Oddeyrarbryggju 696 6042AKUREYRI „Í grænubaunadósinni var bara rauðkál en við áttum nóg af rauðkáli.“ Fjölskylda Sigurgeirs Finnssonar hló dátt þegar dós af grænum baunum, sem opnuð var á aðfangadagskvöld, reyndist innihalda rauðkál í stað bauna. „Þegar hann var að koma sér inn í handboltahreyfing- arnar þá var lengra í land en hann gat sætt sig við.“ Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari útskýrði hvers vegna Ólafur Stefánsson hefði hætt við að hætta við að hætta í landsliðinu í handbolta. „Maður á ekki að geta hlaupið í gegnum girðingu í öryggisfangelsi.“ Páll Winkel skrifar ekki upp á að það hafi verið mannlegum mistökum að kenna að Matthías Máni Erlingsson hafi strokið af Litla-Hrauni. ORÐ VIKUNNAR 22.12.2012 ➜ 28.12.2012 UMMÆLI VIKUNNAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.