Fréttablaðið - 29.12.2012, Page 32

Fréttablaðið - 29.12.2012, Page 32
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Flestir þeirra erlendu tónlistar- manna sem komu til Íslands 2012 voru í eldri kantinum, en líklega hefur aldurinn aldrei verið hærri en í ár. Þeir sýndu engu að síður að lengi lifir í gömlum glæðum, því yfirleitt voru tónleikarnir mjög vel heppnaðir. Aldursforsetinn var Banda- ríkjamaðurinn brosmildi Tony Bennett, sem var 86 ára þegar hann söng í Eldborgarsalnum í Hörpu í júní. Hann er svo gamall að hann barðist í síðari heims- styrjöldinni. Sá næstelsti var hinn 72 ára Manfred Mann, for- sprakki hljómsveitarinnar Man- fred Mann´s Earth Band, sem spilaði í Háskólabíói í vor. Eitt vinsælasta lag Mann, Do Wah Diddy Diddy, kom út fyrir 48 árum. Í þriðja sætinu var hið 67 ára löggilda gamalmenni Bryan Ferry sem spilaði í Eldborg í maí. Yngri tónlistaráhangendur fengu samt eitthvað fyrir sinn snúð þegar hinn 29 ára Mika mætti í Hörpu síðastliðið þriðju- dagskvöld. Þá höfðu níu mánuðir liðið síðan hollenski plötusnúður- inn Tiësto gladdi yngri kynslóð- ina í Vodafone-höllinni. Athygli vekur að erlendar söngkonur voru lítt áberandi á árinu en vonandi verður breyting þar á 2013. Í upptalningunni er tónlistar- hátíðin Iceland Airwaves ekki tekin með í reikninginn heldur eingöngu stakir tónleikar. - fb Lengi lifi r í gömlum tónlistarglæðum Tony Bennett, Manfred Mann, Bryan Ferry og James Taylor voru á meðal fj ölmargra eldri tónlistarmanna sem spiluðu á Íslandi á árinu sem er að líða. 86 Tony Bennett var 86 ára þegar hann söng í Eldborg 10. ágúst. 72 Hljómborðsleikarinn Manfred Mann og félagar spiluðu í Háskólabíói 16. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 67 Bryan Ferry, fyrrum liðsmaður Roxy Music, hélt vel heppnaða tónleika í Hörpu 27. og 28. maí.66 Graham Goldman, söngvari 10cc, var í Háskólabíói 21. apríl. 65 Ian Anderson úr Jethro Tull stóð á öðrum fæti með flautuna sína í Hörpu 21. og 22. júní. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 64 Hinn 64 ára James Taylor spilaði í Eldborg 18. maí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 62 Damo Suzuki úr hljómsveitinni Can spilaði á RIFF-hátíðinni 3. október. MYND/ERNIR EYJÓLFSSON 58 Hinn gamalreyndi Elvis Costello spilaði í Eldborgarsalnum 10. júní. 43 Hollenski plötusnúðurinn Tiësto kom til Íslands 10. mars. 29 Mika flutti gleðipopp sitt í Silfurbergi í Hörpu 18. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nicotinell með 15% afslætti í janúar Við hlustum og ráðleggjum þér 15% afslátt ur af ö llum Nicotin ell vöru m í janúa r Allar tegundir, allir styrkleikar og allar pakkningastærðir. Höfuðborgar- svæðið Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Glæsibær Hamraborg JL-húsið Kringlan Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn 61,2 Meðalaldur erlendra tónlistarmanna á Íslandi 2012.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.