Fréttablaðið - 29.12.2012, Blaðsíða 35
KYNNING − AUGLÝSING Líkamsrækt29. DESEMBER 2012 LAUGARDAGUR 3
Linda Björk Hilmarsdóttir hóf störf hjá líkamsræktar-stöðinni Hress í Hafnarfirði
fyrir 25 árum. Í dag er hún eigandi
hennar ásamt manni sínum, Jóni
Þórðarsyni. „Ég fékk vinnu hérna
þegar ég var tvítug og bauðst svo
seinna að kaupa stöðina. Þetta er
búið að vera alveg frábært, en að
sjálfsögðu hefur þetta stundum
tekið á,“ segir Linda um upplifun
sína af rekstrinum.
Dalshraun og Ásvellir
Í fyrstu var aðeins ein Hress-
líkamsræktarstöð í Hafnarfirði en
í dag eru þær tvær; önnur í Dals-
hrauni og hin á Ásvöllum. „Hafn-
firðingar hafa verið afar duglegir
að æfa hjá okkur. Svo reis alveg ný
byggð í Hafnarfirði upp úr 2000
og í kjölfarið var sundlaugin á Ás-
völlum opnuð. Við opnuðum seinni
stöðina þar árið 2008. Í húsinu eru
einnig starfandi sjúkraþjálfun-
in Ásmegin sem við erum í sam-
starfi við. Þá nýtum við líka sund-
laugina og útivistarsvæðin í kring,
auk þess sem aðgangur að sund-
lauginni fylgir með korti í Hress.“
Hóptímar vinsælir
Linda segir að hjá Hress hafi
löngum verið mikið lagt upp úr
hóptímum, sem notið hafi mikilla
vinsælda. „Ætli við séum ekki
með um 20 mismunandi hóptíma
í boði þannig að allir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi. Bæði
þeir sem vilja rólegri tíma með
lágstemmdri tónlist og þeir sem
vilja meiri læti, hraða og púl. Við
leggjum metnað okkar í að vera
alltaf með það nýjasta sem er að
gerast í heilsuræktar heiminum.
Enda erum við með allt frá Sund-
lauga-Zumba, Krossþjálfun og
Hot-yoga í boði og erum að bæta
við nýjungum í janúar eins og
Foam-Flex og Byggjum og brenn-
um.“
Les Mills-æfingakerfi
Hress-stöðvarnar nýta sér Les
Mills-æfingakerfi sem er frá
Nýja-Sjálandi. „Kennararnir
okkar þurfa að fara í gegnum
erfið og ströng námskeið til að
geta kennt þá tíma. Reglulega,
eða á þriggja mánaða fresti, fáum
við svo send handrit að tímum
frá þeim; æfingar, tónlist, mynd-
bönd og fleira. Sem dæmi um Les
Mills-tíma eru BodyPump, Body-
Balance, BodyVive og fleiri. Allar
æfingar eru yfirfarnar og álags-
mældar af læknum og sjúkraþjálf-
urum. Þetta er virkilega vandað
og öruggt kerfi sem gerir miklar
kröfur um öryggi og árangur.“
Heitast í vetur
Spurð um hvað sé heitast í vetur
segir Linda heimskreppuna lita
áhuga fólks á líkamsrækt. „Það
sést til dæmis á því hve mikið er
sótt aftur til fortíðar og í æfing-
ar sem krefjast ekki dýrra tækja,
þar sem aðeins er notast við eigin
líkamsþyngd eða örfá lóð. Ég er
til dæmis að kenna Warm-fit
tíma þar sem ég nota æfingar frá
Jane Fonda. Þar er verið að taka
mikinn fjölda vöðva fyrir í einu.
Annað sem hefur verið að sækja í
sig veðrið eru hjólatímarnir og ég
spái því að pallatímar eigi eftir að
komi sterkir inn.“
Námskeið
Á nýju ári fer Hress af stað með
ný námskeið en hinn 7. janúar
hefjast kynjaskipt átaks námskeið.
„Þessi námskeið eru mjög sniðug
til að hefja heilsuræktina, enda
góð kynning og fræðsla sem er
frábært veganesti út í heilsu-
ræktarheiminn.“ Sama dag fara af
stað mjög krefjandi og skemmti-
leg Brazil buttlift-námskeið sem
slegið hafa í gegn. Hinn 14. janú-
ar hefjast síðan kynjaskipt nám-
skeið fyrir krakka á aldrinum tólf
til fimmtán ára. „Þar kynnast þau
öllu því helsta sem við erum að
gera í Hress.“
Fríðindi
Með því að kaupa kort í Hress fæst
aðgangur að tækjasal heilsuræktar-
stöðvanna tveggja í Hafnarfirði
auk fjölda hóptíma. Frítt er í sund-
laugina í Áslandi og aðgangur
að líkamsræktarstöðvum í Vest-
mannaeyjum og Akureyri fylgir. Þá
er boðið upp á barnagæslu í Dals-
hrauni. Allar nánari upplýsingar
er að finna á www.hress.is eða á
Facebook-síðu Hress.
Hressandi heilsurækt í Hafnarfirði
Linda Hilmarsdóttir hóf störf hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði fyrir 25 árum. Seinna bauðst henni að kaupa stöðina,
sem hún gerði. Í dag eru stöðvarnar orðnar tvær og leiðin liggur upp á við. Með því að kaupa kort í Hress fæst aðgangur að tækjasal
heilsuræktarstöðvarinnar við Dalshraun og Ásvelli og fjölda hóptíma, auk þess sem frítt er í sundlaugina við Ásvelli.
Með því að kaupa kort í Hress fæst aðgangur að sundlauginni í Áslandi og tækjasal heilsuræktarstöðvanna tveggja í Hafnarfirði auk fjölda hóptíma. MYND/ VILHELM
Linda fékk vinnu hjá Hress þegar hún var tvítug. Seinna bauðst henni að kaupa stöðina, sem hún gerði. „Þetta er búið að vera alveg
frábært, en að sjálfsögðu hefur það líka stundum tekið á,“ segir Linda.