Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 50

Fréttablaðið - 29.12.2012, Síða 50
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 34 Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 24 Hvað skyldi nú árið 2013 bera í skauti sér fyrir Konráð og félaga? Ætli þau muni komast í gegnum allar þrautir ársins? En þú, kemst þú í gegnum þetta völundarhús ársins? 2013 2012 Thea Snæfríður Kristjánsdóttir á afmæli 1. janúar, sem skýrir afmælissönginn á nýársnótt. Hún hlakkar mikið til afmælis- ins og ætlar að halda veislu fyrir vinkonur sínar og fjölskyldu. Hún fagnar áramótunum með fjölskyldunni, sem skálar síðan bæði fyrir nýju ári og afmælis- degi Theu á miðnætti. Og henni finnst ekkert verra þótt hún sé dálítið þreytt á afmælisdaginn. Hvernig er gamlárskvöld hjá þér, Thea? Á gamlárskvöld fæ ég að vera með stjörnu- ljós og gera alls konar mynst- ur. Ég horfi á áramótaskaupið og líka á flugeldana. Ég fæ líka oft galdrastafi og borða mikið nammi. Hefur þú gaman af flugeldum? Já. En mér finnst lætin í þeim stundum ærandi. Er afmælissöngurinn sunginn á miðnætti á áramótunum? Já, og mér er óskað til hamingju með afmælið. Hvernig heldur þú upp á afmælið þitt? Fyrst býð ég vinkonum mínum og bekkjar- systrum í partý, svo held ég fjölskylduboð seinna um dag- inn. Í partýinu sem ég held fyrir vinkonur mínar förum við í leiki og borðum góðan mat. Síðan er dansað í kringum jólatréð. Við förum líka í ratleik og finnum nammipoka fyrir alla gestina. Ætlar þú að strengja áramóta- heit? Ég er ekki búin að ákveða hvort ég geri það í ár. Hvað finnst þér skemmtilegast við að eiga afmæli fyrsta dag ársins? Það er svo gaman að allir eru í fríi þegar maður á afmæli. Svo er gaman að ef ég hef óskað mér einhvers í jólagjöf sem ég fæ ekki á jólunum þá fæ ég það kannski í afmælisgjöf. En hvernig er það, Thea, ertu ekki dálítið syfjuð stundum á afmælinu þínu þegar þú hefur vakað lengi fram eftir kvöldið áður? Það breytir engu, því það er svo gaman að eiga afmæli. Afmælissöngurinn sunginn á miðnætti Thea Snæfríður Kristjánsdóttir er sjö ára. Hún verður þó bráðlega átta ára, en það gerist um leið og nýja árið gengur í garð. Á AFMÆLI FYRSTA DAG ÁRSINS Thea Snæfríður Kristjánsdóttir fagnar áramótunum með fjölskyldunni, sem skálar bæði fyrir nýju ári og afmælisdegi Theu á miðnætti. Það er svo gaman að allir eru í fríi þegar maður á afmæli. Svo er gaman að ef ég hef óskað mér einhvers í jólagjöf sem ég fæ ekki á jólunum þá fæ ég það kannski í afmælisgjöf. 1. Af hverju rignir aldrei samfellt tvo daga í röð hér á Íslandi? 2. Hver eru þau fjögur mannanöfn sem þú sérð út um gluggann? 3. Ég dreg yfir mig skýlu svo þið þekkið mig ekki. Hver er ég? 4. Ég er karlmaður og heiti það sem fátækur er. Hvert er nafn mitt? 5. Hvað getur alltaf svarað þér, og það á öllum tungumálum? 6. Hvenær er hægt að bera vatn í gatasigti? SVÖR 1. Af því það er nótt á milli. 2. Loftur, Stígur, Steinn og Máni. 3. Gátan 4. Eiríkur. 5. Bergmálið. 6. Þegar það er frosið. Það voru vinkon- urnar Anna Lilja 8 ára og Eik 7 ára sem búa í Kópa- vogi og Hrafn- hildur Klara 5 ára, systir Eikar, sem teiknuðu þessar fallegu myndir. Heilabrot Á Vísi er hægt að horfa myndskreyttan upplest úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi á ur Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna hollenska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.