Fréttablaðið - 29.12.2012, Page 65

Fréttablaðið - 29.12.2012, Page 65
LAUGARDAGUR 29. desember 2012 | MENNING | 49 BÍÓ ★★★ ★★ The Hobbit: An Unexpected Journey Leikstjórn: Peter Jackson Leikarar: Martin Freeman, Ian McKellen, Richard Armitage, James Nesbitt, Ken Stott, Andy Serkis, Cate Blanchett, Ian Holm, Christopher Lee, Hugo Weaving Það verður víst ekki af Hobbitan- um tekið að vera ein allra stærsta mynd ársins, allavega ef tekið er mið af væntingum til myndarinn- ar, miðasölu og umfangi. Gamli splatter-kóngurinn Peter Jackson gerði ljómandi góðan þríleik úr Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien fyrir tíu árum. Auðvitað var tilval- ið að hann leikstýrði Hobbitanum líka, en hann er byggður á sam- nefndri bók Tolkien frá árinu 1937. Þessi vandaða ævintýramynd segir frá ferðalagi Bilbó Bagga um Miðgarð, 60 árum áður en atburðir Hringadróttinssögu áttu sér stað. Seiðkarlinn Gandálf- ur narrar hann í mikla háska- för ásamt 13 dvergum, og hyggj- ast þeir endurheimta heimkynni dverganna, auk ógrynnis gulls sem drekinn Smeyginn hefur eignað sér. Bilbó er klaufskur eiginhagsmunaseggur, en fljót- lega verður honum það ljóst að leiðangurinn er gríðarlega mikil- vægur, og á líklega eftir að verða honum hinn lærdómsríkasti. Þessi fyrsti hluti Hobbita- þríleiksins á hrós skilið fyrir ýmislegt. Martin Freeman er sér- deilis prýðilegur í hlutverki Bilbó og Ian McKellen svíkur ekki frek- ar en fyrri daginn í hlutverki seið- karlsins. Brellurnar eru betri en í Hringadróttinssögu, enda hafa tíu ár liðið af tækniframförum og tölvunördarnir kunna meira í dag en í gær. Sviðsmyndin er mikil- fengleg og kvikmyndatakan upp á tíu. Tónskáldið Howard Shore er í essinu sínu og stefin hans hér eru með þeim eftirminnilegustu á ferlinum. En gallar Hobbitans eru nokkr- ir, og sá stærsti er lengd myndar- innar. Þegar Jackson tilkynnti að hann hygðist skipta sögunni í þrennt hugsuðu margir sem svo að nú ætti að blóðmjólka bókina og selja sem flesta bíómiða. Eftir að hafa séð myndina er eiginlega ómögulegt að efast um listræn heilindi leikstjórans en staðreynd- in er engu að síður sú að hér er lop- inn teygður óþarflega. Víkjum í lokin að blessuðum rammafjöldanum, en Hobbitinn bryddar upp á þeirri nýjung að innihalda 48 ramma á sekúndu í stað hinna vanalegu 24. Hefur þetta í för með sér mikla skerpu og áhrifamáttur þrívíddar innar margfaldast. Skiptar skoðanir eru á þessu uppátæki og á ég erf- itt með að skipa mér í aðra hvora fylkinguna eftir aðeins eina kvik- mynd. Sumar senur eru þræl- flottar, en í öðrum verða sjónrænir vankantar augljósari og leiðangur Bilbós og dverganna verður að larpi í Heiðmörk. Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi fyrsta Hobbitamynd þó nokk- uð vel heppnuð. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Skemmtilegri sögu gerð nokkuð góð skil. Hobbiti í Heiðmörk HVAÐ? HVENÆR? HVAR? LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2012 Síðustu Forvöð 11.00 Sýningu Kristins G. Harðarsonar, MÆTING, í Listasafni Kópavogs-Gerðar- safni lýkur um helgina. Safnið er opið frá 11-17. Tónlist 20.00 Í Hörpu flytja Lilja Guðmunds- dóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari íslensk jóla- og áramótalög auk þess að syngja um álfa og tröll, drauga og útilegumenn. Sungið er á íslensku en kynningar á milli laga eru á ensku. Miðaverð er kr. 3.900. 22.00 Goðsagnir gullaldarinnar rokka fram á nótt á Kringlukránni í kvöld. Sveitina skipa Gunnar Þórðarson úr Hljómum frá Keflavík, Ásgeir Óskarsson Stuðmaður, Jón Ólafsson úr Pelican og Óttar Felix úr Pops. 22.00 Hljómsveitin Júpíters heldur sitt árlega áramótaball í Iðnó ásamt Engil- bert Jenssen og Warsjárbandalaginu. SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2012 Tónlist 20.00 Í Hörpu flytja Lilja Guðmunds- dóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari íslensk jóla- og áramótalög auk þess að syngja um álfa og tröll, drauga og útilegumenn. Sungið er á íslensku en kynningar á milli laga eru á ensku. Miðaverð er kr. 3.900. 20.00 Tónlistarhópurinn Elektra Ensemble spilar á áramótagleði á Kjarvalsstöðum. Miðaverð er kr. 2.000/1.500. Leiðsögn 15.00 Þórunn Elísabet Sveinsdóttir tekur þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Lauslega farið með staðreynir - sumt neglt og annað saumað fast í hafnarborg. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is LA utilif. is ÚTILÍFS %

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.