Fréttablaðið - 29.12.2012, Page 72

Fréttablaðið - 29.12.2012, Page 72
29. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | 56SPORT ÚRSLIT FÍ DEILDARBIKAR KVENNA VALUR– FRAM 24-28 (10-12) Mörk Vals(skot): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6 (8), Dagný Skúladóttir 5/1 (7/1), Íris Ásta Péturs- dóttir 3 (7), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/1), Karólína Bæhrenz Lárudóttir 2 (3), Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 2/1 (5/1), Þorgerður Anna Atladóttir 2 (9), Rebekka Rut Skúladóttir 1 (1), Varin skot: Jenný Ásmundsdóttir 18 (46/4, 39%). Mörk Fram (skot): Elísabet Gunnarsdóttir 8/4 (8/4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 8 (11), Birna Berg Haraldsdóttir 4 (11), Stella Sigurðardóttir 3 (12), Sunna Jónsdóttir 2 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2 (4), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (3), Varin skot: Guðrún Bjartmarz 15/1 (39/3, 38%). ÆFINGALANDSLEIKUR ÍSLAND– TÚNIS 33-26 (19-9) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 7/4 (7/4), Aron Pálmarsson 5 (5), Vignir Svavarsson 4 (4), Ásgeir Örn Hallgrímsson 4 (6), Ólafur Guðmundsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (4), Arnór Þór Gunnarsson 3 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Ernir Hrafn Arnarson 1 (1), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (3), Ólafur Bjarki Ragnarsson (1), Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 11 (29/1, 38%), Daníel Freyr Andrésson 3 (11, 27%), Hraðaupphlaup: 12 (Ásgeir Örn 3, Vignir 3, Guðjón Valur 2, Arnór 2, Aron, Þórir) Mörk Túnis (skot): Mahmoud Gharbi 6 (7), Amine Bannour 6/1 (9/1), Mohamed Jilani Maaref 5 (6), Selim Hedoui 2 (2), Kamel Alouini 2 (4), Issam Tej 1 (1), Oussama Hosni 1 (1), Wael Jallouz 1 (2), Mosbah Sanai 1 (3), Abdelhak Ben Salah 1 (4). Varin skot: Wassim Helal 4 (23/4, 17%), Mohamed Sfar 3 (17, 18%). ÍÞRÓTTIR Íþróttamaður ársins verður útnefndur í 57. sinn í kvöld. Enginn meðal þeirra tíu efstu í kjöri Samtaka íþrótta- fréttamanna hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins og það er því þegar ljóst að 38. íþróttamaður- inn bætist í frábæran hóp þeirra sem hafa hlotið þann heiður að vera kosinn Íþróttamaður ársins þegar kjörinu verður lýst í Gull- hömrum í Grafarholti. Hófið er með óhefðbundnu sniði þetta árið vegna aldarafmælis ÍSÍ. Við það tilefni verður brotið blað í sögu kjörs íþróttamanns ársins. Í fyrsta sinn verða lið árs- ins og þjálfari ársins verðlaunuð af Samtökum íþróttafréttamanna og verður það framvegis gert árlega, samhliða kjöri íþrótta- manns ársins. Sjö íþróttagreinar eiga fulltrúa meðal þeirra tíu efstu að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá hvaða íþróttamenn eru á topp tíu listanum í ár. - óój TOPP TÍU LISTINN 2012 Alfreð Finnbogason knattspyrna Aron Pálmarsson handbolti Auðunn Jónsson kraftlyftingar Ásdís Hjálmsdóttir frjálsar íþróttir Ásgeir Sigurgeirsson skotfimi Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrna Íris Mist Magnúsdóttir fimleikar Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra Kári Steinn Karlsson frjálsar íþróttir Þóra Björg Helgadóttir knattspyrna Íþróttamaður ársins krýndur HEIÐAR HELGUSON Íþróttamaður ársins í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HJÖRTUR HANDBOLTI Íslenska karla- landsliðið í handbolta hóf loka- undirbúning sinn fyrir HM á Spáni með sannfærandi sjö marka sigri á Túnis, 33-26, í Laugardals- höllinni í gærkvöldi eftir að hafa náð mest fjórtán marka forskoti í seinni hálfleiknum. Íslenski hópur inn hefur mátt þola þung högg á síðustu vikum og lykil- menn hafa helst úr lestinni en það var ekki að sjá að íslenska liðið saknaði þeirra mikið í gær. Aron Kristjánsson leyfði öllum að spreyta sig og liðið var að fá flott framlag frá mörgum mönn- um í þessum leik. Túnis er reynd- ar ekki lið sem er líklegt til afreka á HM á Spáni en strákarnir sýndu með þessari frammistöðu að liðið ætlar ekki að láta áföll síðustu vikna draga úr sér kjarkinn fyrir átökin framundan. „Þetta var fínt, við spilum lengi vel af miklum krafti og þetta var nokkuð öruggt og þægilegt allan tímann. Við náðum fjórtán marka forystu þar sem vörnin var að virka vel. Sóknarleikurinn var óaðfinnanlegur í fyrri hálfleikn- um en hikstaði á stórum köfl- um í seinni. Strákarnir slökuðu aðeins á í vörninni eftir að við vorum komnir með svona mikið forskot. Við hrærðum líka í liðinu og ákváðum að nýta tækifærið til þess að skoða menn,“ sagði Aron í sjónvarpsviðtali eftir leik. Það voru mörg augu á Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og hann gaf tóninn með því að skora tvö fyrstu mörkin. Túnisbúar nýttu fyrstu sóknir sínar en svo fór íslenska vörnin í gang. Íslenska liðið skoraði meðal annars níu mörk í röð og breytti stöðunni úr 6-5 í 15-5 og eftir það var orðið nokkuð ljóst hvernig leikurinn myndi fara. Íslenska liðið var síðan tíu mörkum yfir í hálfleik, 19-9. Íslenska liðið náði fjórtán marka forystu í seinni hálfleik en Túnisbúar náðu að laga stöðuna aðeins á loka- kaflanum. Liðin mætast aftur í Laugar- dalshöllinni klukkan 13.30 í dag og er það síðasti heimaleikur íslenska liðsins fyrir HM á Spáni. ooj@frettabladid.is Strákarnir líta vel út Íslenska handboltalandsliðið átti ekki í miklum vandræðum með slakt Túnislið í Höllinni í gær. Áföll síðustu vikna hafa ekki dregið kjarkinn úr strákunum okkar. KLIKKAÐI EKKI Á SKOTI Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, skorar hér eitt marka sinna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Framkonur eru deild- arbikarmeistarar kvenna í hand- bolta 2012 eftir fjögurra marka sigur á Íslands- og bikarmeist- urum Vals í gær, 28-24. Valsliðið virkaði þreytt eftir framlengdan leik í gærkvöldi gegn Stjörnunni á meðan Fram vann leik sinn gegn ÍBV nokkuð auðveldlega. Valsliðið byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 en eftir það tóku Framarar undirtökin og litu aldrei til baka eftir það. „Það var rosalega gaman að ná loksins sigri og titli í Safamýrina, það er kominn tími til,“ sagði Ásta Birna Gunnarsdóttir, leikmaður Fram, eftir leikinn. „Það var kominn tími á annan lit en silfur um hálsinn, mér fannst við vera sterkari í dag allan tímann í dag, þetta var mjög flott- ur sigur, við vorum ákveðnari og spiluðum kraftmeiri vörn. Þrátt fyrir að þær spiluðu 80 mínútur í gær voru þær að keyra hraða- upphlaupin allt fram á síðustu mínútu. Það var kominn tími á að við sýndum hvað í okkur býr og þetta fleytir vonandi meira sjálfs- trausti í liðið fyrir erfiða dagskrá sem bíður okkur eftir áramót,“ sagði Ásta. „Við kunnum varla að tapa en við áttum ekki skilið að vinna í dag, Við áttum varla skilið að spila þennan leik miðað við þessa frammistöðu,“ sagði Valskonan Dagný Skúladóttir. Valsliðið átti möguleika að vinna sinn fimmta titil á árinu 2012 með sigri. - kpt Framkonur stöðvuðu sigurgöngu Vals Valskonur náðu ekki fi mmta titlinum á árinu 2012. BIKAR Í SAFAMÝRINA Framkonurnar Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Ásta Birna Gunnars dóttir lyfta hér bikarnum eftir sigurinn á Val í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í BEINNI UM HELGINA LAUGARDAGUR 12.45 Sunderland - Tottenham Sport 2 & HD 15.00 Man. United - West Brom Sport 2 & HD Norwich - Man. City Sport 3 Reading - West Ham Sport 4 Aston Villa - Wigan Sport 5 Stoke - Southampton Sport 6 17.30 Arsenal - Newcastle Sport 2 & HD SUNNUDAGUR 13.30 Everton - Chelsea Sport 2 & HD 16.00 QPR - Liverpool Sport 2 & HD – Lifið heil www.lyfja.is ÍS LE N S K A /S IA .I S /L Y F 6 2 4 1 9 1 2 /1 2 Gildir út janúar. Lægra verð í Lyfju 20% afsláttur af Nicorette QuickMist munnholsúða 15% afsláttur af ölluNicorette fruitmint Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. febrúar nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 i ið hefst 1 s ptember 2012 í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stella, stella.gunnars@gmail.com stella.gunnarsdottir@reykjavik.is Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. september nk. í Árb jarskóla. 6 r r 2013 í Árbæjarlaug. ll . il. ll . i j i .i s i fyrir r j - r f t l r i 9. janúar nk. r j r l .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.