Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2013, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 30.01.2013, Qupperneq 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 14 NÝIR STAÐIRStærstu lággjaldaflugfélögin í Evrópu, Ryanair, Easyjet og Norwegian, eru sífellt að bæta við sig nýjum áfangastöðum. Þeir sem ætla að fara á nýjar slóðir í sumar ættu að skoða heimasíður þessara félaga því ódýrustu sætin fást oft með löngum fyrirvara. É g varð alveg heillaður af kletta- og ísklifri eftir ferðina á Mont Blanc. Fljótlega fór ég að draga fólk með mér í þetta og þar á meðal Arnar Jónsson og Óðin Árnason. Við stofnuðum svo síðuna Climbing.is þar sem við setjum inn ýmislegt tengt ferðum okkar,“ segir Guðmundur.Ís- og klettaklifur er ekki eitthvað sem maður hendir sér út í á einum degi. Það krefst æfingar, þekkingar og reynslu. „Fljótlega keypti ég mér ísklifuraxir eftir Mont Blanc-ferðina. Við félagarnir fórum á tvö ísklifurnám-skeið hjá Alpaklúbbnum og erum svo búnir að lesa okkur helling til. Svo erum við bara búnir að vera duglegir að æfa okkur.“ Spurður um áhættuna sem fylgir klifrinu segir Guðmundur að hann hafi ekki dottið neitt alvarlega. „Ef maður gerir hlutina rétt og gætir að örygginu þá er þetta nokkuð öruggt. Klifur byggir líka á mikilli samvinnu og maður þarf að treysta félögunum. Ef það er ekki til staðar þá geturðu bara verið heima.“ Climbing.is er hugarsmíð þeirra félaga og eru þeir mjög ánægðir með útkomuna. Þar er að finna ferðasögur, myndir, pistla, fróðleik um klifur og vandað útivistarkort með upplýsing- um um útivistarsvæði Á TOPPI TILVERUNNARMEÐ BAKTERÍU Guðmundur Jónsson fékk útivistar- og klifurbakteríu árið 2005 eftir að honum var boðið í ferð á Mont Blanc. Hann heldur úti útivistar- síðunni Climbing.is ásamt félögum sínum. TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum OPERA DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Vandaðir, þýskir, herrakuldaskór úr leðri, ullarfóðraðir. Góður sóli Teg: 456703 Stærðir: 42 - 47 Verð: 24.500.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. ÚTFARIRMIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2013 Kynningarblað Útfararþjónusta, blómaskreytingar, legsteinar, útfararsiðir og stuðningur í sorg. Fjölsk ld f i k Útfararþjónustan hefur látið hanna og smíða íslenskar kistur úr íslenskum viði í samstarfi við Þorstein B. Jónmundsson. „Hlýja, auðmýkt og virðing er það leiðarljós sem við fylgjum alltaf,“ segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri sem hér sést ásamt syni sínum Elís við líkbílana þeirra tvo. MYND/STEFÁN 2 SÉRBLÖÐ Útfarir | Fólk Sími: 512 5000 30. janúar 2013 25. tölublað 13. árgangur Karlaflensan er víst til Ólík virkni heila kynjanna leiðir til þess að karlar verða veikari en konur af ýmiss konar umgangspestum. 2 Skattarnir hækka lánin Skatt- kerfisbreytingar hafa hækkað íbúðalán landans um 21 milljarð. 4 Óttast að laxeldi hindri siglingar Heimamenn í Fjarðabyggð óttast að fjöldi sjókvía á Reyðarfirði loki á siglingaleiðir fyrir olíuleitarskip. 6 Pólitískt Pandórubox Icesave-mál- ið hefur skekið íslenska pólitík. Sagan sýnir að stjórnarflokkar hafa verið fylgjandi samningum en stjórnarand- staðan á móti. 12 SPORT Ólafur Stefánsson snýr aftur til Íslands í sumar og tekur þá við þjálfun Vals. 30 SÉRVERKEFNI www.iss.is • Hreingerningar • Iðnaðarþrif • Bónvinna • Parkethreinsun • Steinteppaþrif • ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR Sjá allt úrvalið á ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 569 1500 BÍLTÆKIMP3 SPILARAR ÚTVÖRPFERÐATÆKI MAGNARAR BÍLMAGNARAR ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI MENNING Heimildarmyndin Hvellur eftir Grím Hákonarson fær fjórar stjörnur. 26 MENNING „Hingað til hef ég ein- beitt mér alfarið að herrafatnaði svo þetta er svolítið nýtt fyrir mér. En ég er mjög spenntur fyrir þessu,“ segir Guðmundur Jör- undsson, sem frumsýnir fyrstu dömulínu sína á Reykjavík Fash- ion Festival. Guðmundur hannar bæði undir eigin nafni og fyrir Herra- fataverslun Kor- máks og Skjaldar. Hann stefnir á að opna eigin búð við Laugaveg. Stílisti Chris Brown óskaði eftir fötum frá Kormáki og Skildi í haust en notaði þau ekki. Guð- mundur segist feginn að söngvar- inn hafi ekki farið í fötin hans. - sm / sjá síðu 34 Færir út kvíarnar: Hannar líka fyrir dömurnar GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON SKOÐUN Bullið tröllríður hverjum krók og kima íslenskrar umræðu, skrifar Sif Sigmarsdóttir. 15 Bolungarvík 0° NA 8 Akureyri -1° NA 5 Egilsstaðir 0° NNA 7 Kirkjubæjarkl. 1° NA 3 Reykjavík 3° A 7 Lægir Í dag eru horfur á strekkingi á annesjum NV-til og SA-til en vindur verður hægari inn til landsins. Búast má við stöku éljum norðan- og austantil 4 FJÖRUTÍU Í EINANGRUN Guðrún Ellen Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi, býr sig undir að sinna sjúklingi í einangrun. Hátt í 40 sjúklingar hafa verið í einangrun síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VESTFIRÐIR Íbúar á Vestfjörðum eru orðnir langþreyttir vegna langvarandi rafmagnsleysis og -skömmtunar undanfarin miss- eri. Rafmagnslaust var víða á norðanverðum Vestfjörðum í gær vegna skemmda á flutningslín- um í Breiðadal, norður frá Mjólk- árvirkjun í Arnarfirði. Er þetta í annað sinn á stuttum tíma sem Vestfirðingar glíma við rafmagns- truflanir sem raska meðal annars rekstri fyrirtækja. Á fundi sínum í fyrrakvöld skor- aði bæjarráð Ísafjarðarbæjar á stjórnvöld, Landsnet og Orkubú Vestfjarða (OV) að hraða uppbygg- ingu varaaflstöðvar í Bolungarvík og styrkja kerfi svæðisins til að koma í veg fyrir langvarandi raf- magnsleysi. Ljóst væri að afhend- ingaröryggi raforku á svæðinu væri með öllu óviðunandi og það væri orðin regla frekar en undan- tekning að tenging norðanverðra Vestfjarða við dreifikerfi dytti út þegar eitthvað væri að veðri. Guðmundur Ingi Ásmunds- son, aðstoðarforstjóri Landsnets, játar að hinir ýmsu annmarkar í rafveitukerfinu geri afhending- aröryggi minna á Vestfjörðum en annars staðar. Varðandi áskorun bæjarráðs segir hann lítið hægt að gera annað en að halda fram- kvæmdum áfram. „Við getum ein- faldlega ekki hraðað þeim þar sem þær eru á fullri fart,“ segir hann. Gert er ráð fyrir að aflstöðin kom- ist í gagnið næsta haust og nemur kostnaður hundruðum milljóna. Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri OV, tekur undir orð Guð- mundar og segir afhendingarör- yggi ábótavant, þó svo það hafi farið batnandi síðustu ár. „Það er mjög langt síðan við höfum lent í svona langvarandi ástandi, en það stafar af því hversu alvarleg línu- bilunin er núna,“ segir hann. Guðni Einarsson, framkvæmda- stjóri fiskvinnslufyrirtækisins Klofnings á Suðureyri, segir raf- magnsskammtanirnar orsaka eitt- hvert framleiðslutap hjá fyrirtæk- inu, en lítið annað sé hægt að gera en að laga sig að aðstæðum. „Auð- vitað er þetta ekki viðunandi,“ segir Guðni. Einar Valur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri hraðfrystihúss- ins Gunnvarar í Hnífsdal, segir Landsnet og OV hafa staðið sig mun betur nú en um jólin varð- andi upplýsingaflæði, meðal ann- ars með fjöldaskilaboðum í síma. Bilanirnar hafi haft vond áhrif á tölvukerfi Gunnvarar og annan tæknibúnað en framleiðslan hafi náð að halda sér að mestu. Varaaflstöðvar voru notað- ar víða í gær og var rafmagn skammtað á Þingeyri, Flateyri, Ísafirði, Hnífsdal og Bolungarvík þar til viðgerð á Breiðdalslínu lauk síðdegis. - sv / þj Reglan að rafmagnið fari Vestfirðingar langþreyttir á rafmagnstruflunum sem fylgja vondum veðrum. Bæjarráð Ísafjarðar skorar á Lands- net og OV að flýta framkvæmdum við varaaflstöð. Óviðunandi ástand, segir framkvæmdastjóri fiskvinnslu. Guðmundur Ingi hjá Landsneti bendir á að verði af framkvæmdum við göng úr Dýrafirði undir Hrafnseyrarheiði muni Landsnet leggja þar línur í jörð í gegnum göngin. „Þá tökum við af þennan slæma kafla sem fer yfir heiðina og það mun bæta afhendingaröryggið til muna,“ segir hann. Hrafnseyrarheiði er helsti vegartálminn milli norðanverðra og sunnan- verðra Vestfjarða og lokast iðulega yfir vetrartímann. Göng undir heiðina bæti ástandið HEILBRIGÐISMÁL Farið er yfir biðlista vegna aðgerða og lyfjameðferða daglega á Landspítalan- um til að velja úr fólk sem getur ekki beðið lengur. Dregið hefur úr allri slíkri valstarfsemi á spítalan- um eftir að óvissustigi var lýst yfir að nýju í gær vegna plássleysis og flensu. Sjúklingum á biðlist- um er forgangsraðað til að tryggja öryggi þeirra. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, segir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk sýna ástandinu skilning. „Fólk tekur því ótrúlega vel að þurfa að bíða,“ segir hún. „Við köllum veikustu sjúklingana inn af biðlistum, en því sem má bíða er ýtt aftar.“ Sjúkrarýmum á spítalanum hefur verið fjölg- að til að bregðast við ástandinu og nauðsynlegt var að útvega aukadýnur í sjúkrarúmin sem til voru. Fjölgunin hefur verið á kostnað dagdeildar- plássa, en einnig hefur rúmum verið komið fyrir í setustofum, vinnuherbergjum og á göngum. Allt starfsfólk spítalans hefur verið beðið um að aðstoða frekar við vinnuna með því að taka á sig aukavaktir. - sv Þurftu að fá fleiri dýnur til að geta bætt við sjúkrarúmum á Landspítalanum: Velja daglega veikasta fólkið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.