Fréttablaðið - 30.01.2013, Side 14

Fréttablaðið - 30.01.2013, Side 14
30. janúar 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ö gmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. Í greinargerð með frumvarpsdrögum, sem ráðherrann hefur lagt fram til kynningar, segir að heimildir útlendinga til fjárfestinga í fasteignum á Íslandi hafi verið rýmkaðar verulega undanfarin ár, eftir að Ísland gerðist aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæð- ið. Það er rétt og það er líka áreiðanlega rétt að ein afleiðing þeirrar rýmkunar er að útlendingar, reyndar bæði frá ríkjum utan og innan EES, hafa eignazt hér bæði hús- og jarðeignir. Að mati Ögmundar Jónassonar hefur þessi þróun þýtt að „erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum, kaupa jarðir og leggja byggðarlögin í rúst“ eins og hann orðaði það í fréttum Ríkissjónvarpsins. Við þessa lýsingu kannast enginn annar, enda á hún ekki við nein rök að styðjast. Aukn- um fjárfestingum útlendinga í hús- og landareignum á Íslandi hafa ekki fylgt nein sérstök vandamál. Engar af þeim hrakspám, sem hafðar voru uppi um þessi mál þegar EES-samningurinn var til umræðu, hafa rætzt. Ráðherrann virðist vilja þrengja lagaheimildirnar til að bregðast við vandamáli sem er ekki til. Lagabreytingar af þessu tagi væru misráðnar. Þær myndu í fyrsta lagi stuðla að lækkun á verði fasteigna með því að minnka hóp hugsanlegra kaupenda. Það er ekki núverandi eigendum í hag, allra sízt þeim sem eiga eignir utan eftirsóttustu þéttbýlis- svæða. Takmarkanir á rétti erlendra ríkisborgara, þar með talinna EES-borgara, til að eiga hér fasteignir, gætu líka leitt af sér breytingar á rétti íslenzkra ríkisborgara í öðrum ríkjum. Við getum að minnsta kosti ekki ætlazt til að Íslendingar njóti rétt- inda í öðrum ríkjum, sem þegnar þeirra njóta ekki á Íslandi. Áherzla frumvarpsins á að útlendingar, sem á annað borð fá að eiga fasteignir á Íslandi, eigi hvorki vatns- né veiðiréttindi, ber í þriðja lagi vott um að höfundarnir hafi enga trú á innlendu regluverki um meðferð þessara réttinda. Ef erlendir eigendur vatns- eða veiðiréttar geta misnotað þau gegn almannahags- munum, hljóta innlendir eigendur að geta það líka. Loks væri það ákaflega misráðið á þessum tímapunkti, þar sem áform um að auka erlenda fjárfestingu á Íslandi eftir hrun hafa að stórum hluta farið út um þúfur, að leggja enn fleiri steina í götu erlendra fjárfesta en núverandi ríkisstjórn hefur þegar gert. Það er gamalt trix stjórnmálamanna, ekki sízt þegar kosning- ar nálgast, að spila á minnimáttarkennd og ótta gagnvart útlend- ingum. Enda segist innanríkisráðherrann viss um að kjósendur muni styrkja málstað hans í komandi kosningum. Hér er hins vegar verið að hræða fólk með vandamáli sem á sér ekki stoð í veruleikanum, en hætta á að ýmis ný yrðu búin til í leiðinni. Ráðherra vill þrengja fasteignaréttindi útlendinga: Lög gegn vanda sem er ekki til Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Nú er komið fram frumvarp til náttúru- verndarlaga og liggur það fyrir Alþingi. Í þessu nýja frumvarpi er ýmislegt ágætt en einnig margt sem er undarlegt, illa skilgreint eða sem beinist beinlínis gegn ákveðnum hópum ferðamanna. Meðal þess sem ósátt er um er að lagt er til að búinn verði til ríkisgagnagrunnur yfir vegslóða. Verði lögin samþykkt verð- ur bannað að keyra allar leiðir nema þær sem samþykktar hafa verið í gagnagrunn- inn. Þetta gæti hljómað vel í eyrum sumra, sem tæki til náttúruverndar. Raunin er hins vegar sú að þvert á móti vinnur þessi grunnur gegn náttúruvernd. Það er fullkomlega óraunhæft að allar leiðir sem farnar hafa verið rati inn í grunninn. Það eitt og sér takmarkar ferða- lög fólks, því leiðir sem fólk hefur ekið árum eða áratugum saman verða túlk- aðar sem utanvegaakstur, jafnvel þótt þar sé greinileg slóð. Samkvæmt lögunum má sekta eða gera ökutæki upptækt við slíkt athæfi, fjölskyldu sem kannski er að fara að tjalda, fara í veiðiferð eða í berjamó. Því er refsað fyrir það að ferðast, en ekki fyrir að valda landspjöllum. Þá er verið að þröngva fólki til að aka eftir sömu ríkisleiðunum, með auknu álagi á þær og þeirra nærumhverfi. Með auknu álagi er meiri hætta á náttúruskemmdum. Það virðist þó vera í lagi samkvæmt lög- unum, því farið er eftir ríkisleiðinni. Getur það kannski verið að fólk muni samt aka leiðirnar án athugasemda yfirvalda og lagaákvæðin þannig verða marklaus? Eða verður slóðalögga sett á laggirnar sem fylg- ist með öllu hálendinu, vetur sem sumar? Verða kannski settar myndavélar upp um allt hálendið til að fylgjast með fólki? Þetta er í alla staði vont ákvæði fyrir ferðafólk og náttúruna. Ákvæðið virðist frekar ætlað til stjórnunar og eftirlits en til náttúruvernd- ar. Ég tel að í þessu samhengi ætti náttúran að njóta vafans og ákvæðið um ríkisgagna- grunninn að fara út. Hættum nú eftirlits- og forsjárhyggjunni, tökum frekar höndum saman um að vinna regluverk sem við getum sameinast um, sem gefur okkur frelsi til að ferðast en felur okkur jafnframt ábyrgð til að ganga vel um landið okkar. Hjálpumst að við að uppfræða landa okkar og gesti um skynsamlega umgengni á ferðalögum og njótum lands- ins okkar í sátt og samlyndi. Á ferdafrelsi.is er nú í gangi undirskriftasöfnun til að mót- mæla þessu frumvarpi. Ég hvet almenning til að kynna sér það sem þar kemur fram og skrifa undir ef hann er ósáttur. Ég hvet einnig þingmenn til að hafna frumvarpinu eins og það er, svo hægt sé að vinna að nýju frumvarpi í sátt við þjóðina. Gagnagrunnur gegn ferðafrelsi icesave-samningarnir afleikur aldarinnar Á tilboði í Eymundsson - aðeins 990kr. meðan birgðir endast NÁTTÚRA Ólafur Magnússon áhugamaður um útivist og ferðafrelsi Sigur varð að tapi Ýmislegt var látið flakka í kjölfar sýknu Íslands fyrir EFTA-dómstólnum og margir létu tilfinningar sínar bera sig ofurliði. Skiljanlega kannski, málið hafði legið sem mara á þjóðinni um alllanga hríð. Sérkennileg var þó röksemdafærsla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, for- manns Framsóknarflokksins á Alþingi í gær. Hann sagði ríkisstjórnina eiga að hugsa sinn gang enda hefði hún í tvígang verið gerð afturreka með samning „og tapar nú dómsmáli“. Það þarf ansi einbeittan vilja, eða metnaðarfulla Morfístækni, til að fá það út að ríkisstjórnin hafi tapað málinu. Hefði hún þá unnið málið ef Ísland hefði tapað? Ekki rétti tíminn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra lýsti því yfir að ekki væri tími til að leita sökudólga strax eftir dóminn umrædda. Það má vel vera. Jóhönnu hefur hins vegar oft þótt hinn besti tími til að leita sökudólga hins og þessa, hún er til dæmis óþreytandi við að finna sökudólga hrunsins. Hamfaraorðfærið Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði, í þingræðu á mánudag, að stutt væri síðan hér hefði allt verið í kaldakoli. Og af því að hún er vel máli farin er rétt að gefa henni orðið: „Ekki er mjög langt síðan, kannski fjögur ár, þingmenn fóru ekki svo upp í þennan stól að þeir ræddu ekki um brimskafla og kólguský og ýmiss konar boðaföll og hamfarir.“ Vonandi er hamfaraorðfærið horfið úr íslenskum stjórn- málum. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.