Fréttablaðið - 30.01.2013, Síða 20
FÓLK|FERÐIR
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Íslensk matargerð og matarmenning er ein af vannýttum auðlindum í ís-lenskri ferðaþjónustu að mati Jóns
Baldurs Þorbjörnssonar, eins eiganda
Ísafold Travel, sem um fjögurra ára
skeið hefur unnið að markaðssetningu
landsins sem áfangastaðar fyrir matar-
áhugamenn. „Þegar kemur að íslensk-
um mat búum við að bestu hráefnum
sem við getum fengið. Við höfum úrvals
hráefni frá norðlægum slóðum og kunn-
um að vinna það. Auk þess er mikið
af vannýttum mat í náttúrunni sem
nútímamaðurinn þekkir lítið í dag, til
dæmis sveppir, fjallagrös og þörungar.“
Það er þó ekki eingöngu hráefnið sem
ferðamönnum finnst spennandi, segir
Jón. „Flestum finnst mest spennandi
að reyna fyrir sér, að útvega matinn og
taka þátt í eldun hans.“
Í lok síðasta árs bauð Ísafold Travel
nokkrum erlendum blaðamönnum í
kynningarferð til landsins. „Hópur-
inn var mjög hrifinn af því sem í boði
var hér á landi, til dæmis hvernig við
nýttum berin, sveppina, fjallagrösin
og skelfiskinn. Margs af þessum mat
er ekki hægt að neyta með sama hætti
erlendis vegna mengunar. Síðan búum
við svo vel að eiga marga matreiðslu-
menn sem kunna að nýta matinn úr
náttúrunni. Þetta er fólk sem er bundið
náttúrunni í tengslum við mat og opnar
marga möguleika. Sannkallaðir boðber-
ar nýrra tíma sem nota það sem er til
í náttúrunni auk þess að rækta eitt og
annað.“
Jón segir mikil tækifæri vera til staðar
hérlendis þegar kemur að þessum
þætti ferðamennskunnar en það taki
alla nýbreytni tíma að festa sig í sessi.
„Við erum ekki dæmigert land sem er
þekkt fyrir matarmenningu erlendis en
það er engin ástæða til að vera með
minnimáttarkennd í þeim efnum. Við
trúum því að matur eigi erindi við alla. Í
raun á allur vestrænn matarmenningar-
heimur erindi hingað en við tökum bara
eitt skref í einu. Nú hafa birst greinar
í þekktum þýskum blöðum sem vakið
hafa athygli á okkur. Þetta mun opna
augu útlendinga sem hafa aldrei hugsað
um Ísland sem matarmenningarland.“
starri@365.is
ÍSLENSK MATARGERÐ
FREISTAR FERÐAMANNA
MATARMENNING Náttúran hefur lengi verið helsta aðdráttarafl erlendra
ferðamanna hérlendis. Nú er íslensk matargerð farin að vekja athygli.
ÚRVALS HRÁEFNI „Þegar kemur að íslenskum mat búum við að bestu hráefnum
sem við getum fengið,“ segir Jón Baldur Þorbjörnsson, einn eigenda Ísafold Travel.
MYNDIR ÚR EINKASAFNI
JEPPAFERÐ Konurnar skemmtu sér vel í jeppaferð en síðan var snætt á veit-
ingahúsi á eftir.
FJÖR Í FERÐUM Jón Baldur tekur í gítarinn í einni ferðinni.
M
yn
d
í b
ak
gr
un
ni
: ©
E
in
ar
G
uð
m
an
n
na
rG
uð
m
an
n
Fyrir árshátíðina
Fleiri myndir á Facebook
50 %
afsláttur
í dag
af síðkjólum og
völdum
stuttum kjólum
Ath. aðeins í dag
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDING!
AF VINSÆLU KULDASKÓNUM
MEÐ MANNBRODDUNUM
FYRI
R DÖ
MUR
OG H
ERRA
Verð
:24.0
00.-
Útvarpsþátturinn
Snorri með Orra
- frá hádegi alla virka daga