Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 8

Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 8
ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 1 -2 0 1 1 VEGAAÐSTOÐ SJÓVÁ Bensínlaus, straumlaus, sprungið, tjónaskýrsla? ÞÚ HRINGIR Í 440 2222 Stýrivaxtahækkun 0,25% hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanki íslands Rýmingarsala! Seljum garðhúsgögn, bastsófasett, blómapotta ofl. með allt að 80% afsl. í nokkra daga! Frábært tækifæri til að eignast vandaða vöru á pallinn, svalirnar eða í sólstofuna. Alicante sett m/4 stólum kr. 219.500,- verð nú kr. 109.750,- m/50% afsl. V ið vinnum á tólf tíma vöktum allan sólarhringinn,“ segir Guðmundur Valgeir Magnússon, verksmiðju- stjóri Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. Rúmlega fimm þúsund tonnum af kalkþörungum var skipað út í nýliðnum október en þrír farmar á ári fara til vatns- hreinsiverksmiðju í Frakklandi. Frönsku kaupendurnir hafa óskað eftir því að fá meira en verksmiðjan annar því ekki að sinni. „Við framleiðum um 35 þúsund tonn á ári. Verkefnið gengur mjög vel og leiðin hefur bara legið upp á við frá því að verk- smiðjan var sett á laggirnar haustið 2007,“ segir Guðmundur Valgeir. Nú er verið að stækka lagerhús um 1000 fermetra og til stendur að stækka verksmiðjuna með því að bæta við öðrum þurrkara. „Við erum að vinna í leyfismálum vegna stækkunarinn- ar en í dag erum við ekki að nýta starfs- leyfið til fulls, það er 57 þúsund tonn af unnu efni á ári,“ segir Guðmundur Valgeir. Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal er nánast að fullu í eigu írska fyrirtækisins CelticSea Minerals. Hún vinnur hráefnið úr setlögum í Arnarfirði en kalkþörung- arnir eru að mestu notaðir sem steinefni fyrir búpening. Stærstu kaupendurnir eru í Sádi-Arabíu. Þess utan nýta Frakkar af- urðirnar í vatnsmeðhöndlun og lítill hluti fer til matvælaframleiðslu, að sögn Guð- mundar Valgeirs. Skipafélagið Nes flytur hráefnið til Írlands en þar er umskipunar- höfn fyrir smásöludreifingu á vegum írska félagsins sem einnig rekur verksmiðju þar. Guðmundur Valgeir segir setlögin vera mest í innanverðum Arnarfirði en einnig hafa svæði verið skoðuð í Ísafjarðardjúpi og innfjörðum Húnaflóa. Í matsskýrslu var áætlað að í Arnarfirðinum væri hægt að vinna 21-22 milljónir rúmmetra en verk- smiðjan hefur leyfi iðnaðarráðuneytisins til að taka 87 þúsund rúmmetra á ári. Í fyrstu nýtti verksmiðjan gas til þurrkunar en í fyrra hófst þurrkun með rafmagni frá Orkubúi Vestfjarða. „Það er mjög þægilegt og hefur í alla staði gengið vel,“ segir verksmiðjustjórinn. Velta verksmiðjunnar nemur hundruð- um milljóna á ári. „Ég hef stundum sagt,“ segir Guðmundur Valgeir, „að þessir 160 íbúar á Bíldudal séu að skapa milljarð í út- flutningstekjur, þ.e. verksmiðjan okkar, frystihúsið og rækjuvinnslan. Það mættu þeir hafa í huga sem stundum virðast ætla að leggja niður landsbyggðina.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is almenningur tjáir sig um íslensk fyrirtæki nýr upplýsinga- og leitarvefur fyrirtækisins Já, stjörnur.is, hefur formlega verið opnaður. um 700 umsagnir um íslensk fyrirtæki og þjónustuaðila eru komnar inn á vefinn en þar eru upplýsingar um öll fyrirtæki og þjónustu- aðila sem skráð eru hjá Já. Þar geta notendur skoðað og/eða gefið íslenskum fyrirtækjum og þjónustuaðilum umsagnir og stjörnur, sem byggðar eru á upplifun og reynslu þeirra af þjónustu fyrirtækjanna. umsagnir eru merktar þeim sem þær veita, en notendur þurfa að vera með aðgang að Facebook til að geta gefið umsagnir. „Við gerum okkur vonir um að umsagnir á stjörnur.is verði komnar í um tíu þúsund næsta vor,“ segir stefán B. Önundar- son, samfélagsstjóri fyrir stjörnur.is. - jh Leiðin hefur bara legið upp á við.  KalKþörungaVerKsmiðjan unnið allan sólarhringinn á Bíldudal Annar ekki eftirspurn Ársfram- leiðslan nemur 35 þúsund tonnum en stefnt er að 57 þúsund tonna framleiðslu með stækkun. hráefnið er unnið úr setlögum í Arnarfirði. kalkþörungaverkmiðjan á Bíldudal annar ekki eftirspurn. stefnt er að stækkun hennar. Ljósmynd Guðmundur Valgeir. Peningastefnunefnd seðlabanka Íslands hækk- aði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. stýrivextir verða því 4,75% og innlánsvextir 3,75%. síðasta vaxtaákvörðun var 21. september. Þá ákvað seðlabankinn að halda vöxtum óbreyttum. Í rök- stuðningi nefndarinnar segir að nýjustu hagtölur og spá Seðlabankans staðfesti að efnahagsbatinn hafi haldið áfram þrátt fyrir að dregið hafi úr hagvexti í heiminum og óvissa aukist. Gert sé ráð fyrir því að hagvöxtur verði nokkru meiri í ár og á næsta ári en spáð var í ágúst. Þá verði verðbólga heldur minni á næstu misserum vegna þess að gengi krónunnar sé sterkt og vegna minni innfluttrar verðbólgu. Fram kom í fréttum að Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambandsins, hafi brugðið vegna vaxtahækkunarinnar. Hann sagði vexti hér þegar vera 3,5-4 prósentum hærri en í nágrannalöndunum. Fjár- festingar séu í sögulegu lágmarki en seðlabankinn glími við þenslu. - jh Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is 8 fréttir helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.