Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 16

Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 16
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Dæmi um kjarabíla Tegund Gerð Árgerð Akstur Tilboðs- Mán. Afborgun km. verð pr. mánuð* Hyundai Getz 06/08 72.000 1.090.000 60 15.890 kr. Volkswagen Touran 04/04 154.000 990.000 24 32.490 kr. Honda Accord 05/08 40.000 2.590.000 72 32.590 kr. Hyundai Santa Fe 02/06 122.000 2.090.000 48 36.990 kr. Volkswagen Passat 03/07 38.000 3.490.000 72 44.590 kr. Toyota Avensis 09/06 80.000 2.590.000 48 45.790 kr. Kia Sorento 12/10 21.000 4.890.000 72 62.390 kr. Nissan Patrol 02/07 79.000 4.590.000 60 66.690 kr. *Afborgun miðast við 30% útborgun og óverðtryggðan bílasamning á 8,95% föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina. Nánari upplýsingar á www.landsbankinn.is. KJARADAGAR Notaðir bílar á góðu verði. Sérstök kjör á völdum bílum og frábærir lánamöguleikar. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 0 -0 8 6 5Kia cee’d 2008 Verð 1.790.000 kr. Útborgun 537.000 kr. 25.990 kr. m.v. 60 mán. 6 ára ábyrgð eftir frá framleiðanda Dæmi um frábær kaup langt að segja að „ekki einu sinni Jesús Kristur gæti verið formaður Sjálfstæðisflokksins utan þings.“ Það sé langt í kosningar og betra sé fyrir hana að bíða þar til í byrjun árs 2013 þegar næsti landsfundur verður haldinn því þá séu kosningar í nánd. Bæði Geir Hallgrímsson og Þorsteinn Pálsson voru formenn Sjálfstæðisflokksins án þess að gegna ráðherraembætti. Það þótti óheppilegt svo mjög að farið var að tala um „stól fyrir Steina“ strax eftir að hann tók við, krafa sem var áberandi veturinn 1983 til 1984. Davíð Oddson var ekki þingmaður þegar hann vann Þorstein árið 1991 en þá komu alþingiskosningar nokkrum vikum seinna og í kjölfarið flaug Davíð inn á þing. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Björn Bjarnason, náfrændi Bjarna, standi á bak við Hönnu Birnu. Þau hafa átt náin samskipti í gegn- um árin og herma heimildir Fréttatímans að Björn hafi hvatt hana dyggilega til að byrja með – allt þar til honum var bent á af ættingjum sínum úr Bjarnaarmi að halda sér til hlés. Einn viðmælandi Fréttatímans sagði að Björn tæki hlýðni fram yfir frændsemi. Þess vegna væri hann hrifnari af Hönnu Birnu en Bjarna frænda sínum. Hún hlýddi honum en hann ekki. Víst er að bæði Þór og Árni Sigfússynir standa þétt við bakið á Hönnu Birnu ásamt Gylfa bróður þeirra sem er for- stjóri Eimskips. Staða Þórs hefur oft verið sterkari innan flokksins en nú vegna laskaðrar ímyndar eftir forstjórsetu hjá Sjóvá en bæði Árni, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, og hann hafa verið at- kvæðamiklir innan flokksins. Helsti stuðningsmaður Hönnu Birnu og hennar nánasti samstarfsmaður er Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjar- stjóri í Garðabæ. Sagt er að hún hafi jafnvel meiri áhuga á því að Hanna Birna verði formaður en Hanna Birna sjálf og eru viðmælendur Frétta- tímans einróma í þeirri skoðun sinni að hún vilji fá framkvæmdastjórastöðu flokksins ef Hönnu Birnu tekst að vinna – og hún muni fá hana. Ásdís Halla hefur unnið grimmt að því að vinna Hönnu Birnu brautargengi í væntanlegum for- mannsslag og er skemmst að minnast uppákomu hennar og Auðar Finnbogadóttur á fundi sjálf- stæðisfélaganna í Garðabæ þar sem þær stöllur reyndu að koma í veg fyrir að Þóra Baldvinsdótt- ir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Kristín Jónsdóttir, bróðurdóttir Bjarna, yrðu landsfunda- fulltrúar. Óhætt er að segja að þær stöllur hafi verið reknar til föðurhúsanna með hugmyndir sínar því báðar tillögurnar voru felldar með 33 atkvæðum gegn tveimur. Þykir mönnum sem Fréttatíminn ræddi við sérstakt í því samhengi hversu lítið bakland bæjarstjórinn fyrrverandi hefur í Garðabæ. Hanna Birna er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og er staða hennar sterk innan borgarstjórnarflokksins ef litið er til hugsanlegs framboðs hennar. Þar hangir einkum tvennt á spýtunni. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, sem er reyndar í fæðingarorlofi þessa dagana, styður Hönnu Birnu algjörlega en Júlíus Vífill Ingvars- son, Kjartan Magnússon og Gísli Marteinn Bald- ursson gætu litið á sigur hennar í formannskjöri sem tækifæri fyrir sig til að komast í oddavita- sætið sem hún hlyti að víkja úr í fyllingu tímans. Með þingflokkinn á bak við sig Samdóma álit viðmælenda Fréttatímans er að staða Bjarna Benediktssonar innan þingflokks Sjálfstæðismanna sé af- skaplega sterk. Ekki er endilega víst að allir þingmennirnir muni kjósa hann en ólíklegt er talið að nokkur þeirra muni vinna gegn honum. Tveir af öflugustu þingmönnum flokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson og Illugi Gunnarsson, sem barist hafa hatrammlega um yfirráðin í Reykjavík, standa þétt við bak Bjarna og sömu sögu er að segja af Ólöfu Nordal, núverandi varaformanni ásamt þeim formannsframbjóðend- unum Kristjáni V. Júlíussyni og Pétri H. Blöndal. Einu spurningarmerkin er þingkonurnar þrjár; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Rík- harðsdóttir. Þorgerður Katrín og Ragnheiður Elín eru vinkonur Hönnu Birnu og tengdadóttir Ragnheiðar Ríkharðs er Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðismanna og náin sam- starfskona Hönnu Birnu. Viðmæl- endur Fréttatímans eru á einu máli um að þrír síðustu formenn flokksins, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Geir H. Haarde, styðji allir Bjarna. Davíð hefur reyndar tuskað Bjarna til í leiðurum í Morgunblaðinu en hann kýs frekar óþægan mann eins og Bjarna heldur en Hönnu Birnu sem hann hefur lítinn smekk fyrir vegna ákvarðanafælni og lélegrar (að mati Davíðs) stjórnarandstöðu í borgar- stjórn. Þorsteinn Pálsson hefur ráðlagt Hönnu Birnu á opinberum vettvangi að fara ekki fram og Geir H. Haarde stendur þétt við bak Bjarna eftir framgöngu Bjarna í Landsdómsmálinu en í því hefur Bjarni varið Geir með kjafti og klóm. Varla þarf að geta þess að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, og frændur hans Benedikt Jóhann- esson og Halldór Blöndal, sem nú er formaður Félags eldri sjálfstæðismanna, styðja Bjarna. Að hræða Bjarna Ef eitthvað er að marka þær þrjár kannanir sem birtar hafa verið á undanförnum vikum má segja að staða Hönnu Birnu sé sterk. Hún hefur rúllað upp tveimur netkönnunum á vegum MMR og einni Gallup-könnun sem reyndar var geymd í tvo mánuði áður en hún var birt. Í öllum könnun- unum nýtur hún yfirburðarfylgis umfram Bjarna í formannsstólinn hvort heldur sem það er hjá almennum kjósendum eða kjósendum Sjálf- stæðisflokksins. Einn viðmælandi Fréttatímans segir það augljóst að tilgangur þessara kannana hafi verið að stugga við Bjarna jafnvel þannig að hann segði sig sjálfur frá formennsku. Sú sé krafa stuðningsmanna Hönnu Birnu í ljósi niður- stöðu sem kannanirnar bera með sér. Talað hefur verið um að stuðningsmenn hennar hafi lekið því til DV að Bjarni hafi verið yfirheyrður af embætti sérstaks saksóknara í tengslum við málefni Sjóvá en það hefur ekki fengist staðfest. Innan herbúða Bjarna telja menn þó að sú frétt hafi komið sér vel fyrir Bjarna því þar með tókst honum að svara fyrir mál sem hefur reynst honum afskaplega erfitt: Tengsl hans við viðskipti Karls Werners- sonar og Milrstone. Bjarni er þannig langt frá því að vera óumdeildur innan Sjálfstæðisflokksins. Flestir er sammála um að hann hafi styrkst mikið á undanförnum árum og sé öruggari og með sterkari sjálfsmynd sem stjórnarmálamaður en áður. Viðmælendur Fréttatímans telja allir sem einn að það veiki Hönnu Birnu að fátt sé vitað um hennar pólitísku skoðanir. Það viti engin fyrir hvað hún stendur. Allir þeir sem Fréttatíminn ræddi við telja að hik hennar undir lok síðasta kjörtímabils í borginni, þar sem hún talaði niður gjaldskrárhækkanir hjá Orkuveitunni sem og uppsagnir hjá fyrirtækinu, hafi komið illilega í bakið á henni þegar „grínistar“ eins og einn við- mælandinn orðaði það sáu að það eina sem hægt var að gera í stöðunni var að hækka gjaldskrá og segja upp fólki – þveröfugt við það sem Hanna Birna sagði. Flestir hafa mikið álit á Hönnu Birnu, segja hana klára og útsjónarsama þótt einhverjir efist um leiðtogahæfaleika hennar. Það á reyndar við um Bjarna einnig en margoft hefur verið sett spurningarmerki við það innan flokksins hvort hann sé nægilega aðsópsmikill til að leiða flokk eins og Sjálfstæðisflokksins. Hvað sem verður skal þó hafa eitt í huga. Á landsfundinn kemur fólk allstaðar að úr öllum kjördæmum, eða eins ogeinn viðmælandinn orðaði: Landsfundurinn hefur sitt eigið líf. Menn fara inn á fund vissir um eitthvað en koma síðan út af fundinum með allt aðra niðurstöðu í farteskinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Hanna Birna Kristjánsdóttir Aldur: 45 ára Starf: borgarfulltrúi Ábyrgðarstöður: forseti borgarstjórnar 2006 til 2008, borgarstjóri 2008 til 2010 Davíð Oddsson hefur hvorki smekk fyrir Bjarna né Hönnu Birnu en styður að öllum líkindum Bjarna. Ekki af því hann sé svo öflugur heldur af því hann sé skárri. Bjarni Benediktsson Aldur: 41 árs Starf: þingmaður og formaður Sjálfstæðis- flokksins Ábyrgðarstöður: for- maður Sjálfstæðis- flokksins Björn Bjarnason veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga. Ættartengsl hans við Bjarna gera honum nær ómögulegt að styðja eins vel við bakið á Hönnu Birnu og hann vildi. Kjartan Gunnarsson er sagður heil- inn á bak við framboð Hönnu Birnu og er hennar nánasti ráðgjafi 16 fréttaskýring Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.