Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 24

Fréttatíminn - 04.11.2011, Síða 24
Grænt og blátt Epli í fallegri skál og púði í stíl. ’Undirtónn-inn í þessuer að koma við-skiptavinum áóvart með skemmtilegum hugmyndum sem gefa hvers- dagsleikanum gildi og gleði. S vart, grátt, vínrautt, með orange, grænum og bláum tónum eru ráð- andi litir hjá Village í haust og vetur. Ég tel þessa liti falla vel að þeim smekk sem Íslendingar hafa, sér- staklega hvað textílvörur varðar, en þær eru stór þáttur sem stjórnar samsetningu litavals í búðinni,“ segir Hallgunnur Skaptason verslunarstjóri Village á Ís- landi. Taki fyrsta skrefið „Eins og Íslendingar eru áhugasamir um nýstárlega hönnun þarf alltaf svolítið til þess að brjóta ísinn. Frá því við opn- uðum í maí nú í vor hafa erlendir ferða- menn verið allstór hluti viðskiptavina okk- ar og eru þeir óhræddir við að velja sér eitthvað nýtt sem óvíða sést. Íslendingar vilja hins vegar að einhver sé búinn að taka fyrsta skrefið,“ segir Hallgunnur. Í Village er fjölbreytt heimilis- og gjafavöruúrval. Í búðinni á Laugavegi 70 í Reykjavík er byggt á rými og einfaldleika og hver vara fær sitt svæði. Undirtónninn í þessu er að koma viðskiptavinum á óvart með skemmtilegum hugmyndum sem gefa hversdagsleikanum gildi og gleði. Miklar hreyfingar Vörunum er stillt upp til þess að auð- velda viðskiptavininum að velja sér vör- una. Þar má nefna textílvörur, glervörur, trévörur og fleira. „Litir, áferð, textíll; vöruúrvalið allt er sett saman eftir ákveðnu fyrirkomulagi. Miklar hreyfingar eru í Village búðunum árið um kring og hafa þær allar sem eru um það bil fjörutíu í ýmsum borgum Svíþjóðar, sama útlit þrátt fyrir mismunandi umhverfi,“ segir Hallgunnur. www.village.se sbs@mbl.is Hugmyndir með gildi og gleði Sænsk hönnun í skemmtilegum litatónum allsráðandi hjá Village, sem er ný búð við Laugaveginn í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Ný búð „Svart, grátt, vínrautt, með orange, grænum og bláum tónum eru ráðandi litir hjá Village í haust og vetur,“ segir Hallgunnur Skaptason verslunarstjóri í búðinni. Fjólublátt Dúkur, bakki og kertastjaki í stíl. 14 | MORGUNBLAÐIÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll h imili á höfuðbo g r- svæ inu. Ef þú fékkst kki bla ið heim, láttu okku þá vita með tölvupósti á dreifi @frettatiminn.is Sjáðu bla ið líka á frettatiminn.is ótrúlega gaman og heppnaðist mjög vel. Þetta var fífldjörf aðgerð. Brúðkaupið fór fram úti á ballar- hafi, á Flatey á Skjálfanda. Þangað eru engar áætlunarferðir, þannig að við þurftum sjálf að standa fyrir bátsferðum, eða réttara sagt fengum við til liðs við okkur hið frábæra hvalaskoðunarfyrirtæki Gentle Giants á Húsavík. Ég hefði verið hæstánægð að fá tuttugu manns því þetta var langt ferðalag. En ég held að fólk hafi litið á þetta sem tækifæri til að koma á þennan sérstaka stað og á endanum voru gestirnir hátt í hundrað. Svo hafði snjóað fyrir norðan allan júní en við fengum fyrsta sumardaginn. Það var hægt að vera úti á lopapeysunni þótt það væri ekki hlýtt. Þannig að við vorum mjög heppin.“ Hvernig kynntust þið Marteinn? „Við kynntumst í Stykkishólmi,“ segir Guðrún Eva og brosir. „Hann hafði lesið Yosoy og var spenntur fyrir að gera mynd eftir henni. Hann kynnti sig fyrir mér á bar og sagði mér þetta. Ég kippti mér ekkert upp við það, vitandi hvernig kvikmyndabransinn er, og sagði bara „já, gaman að heyra og gangi þér vel!“. Heilu ári seinna hringdi hann í mig aftur með samstarf í huga. Þá var ég búsett í Vatnasafn- inu í Stykkishólmi og bauð honum bara í heimsókn. Svo kom hann. Ég opnaði fyrir honum og fékk beitta ör í hjartað. Sama kvöld fengum við karl á trillu til að skutla okkur út í Flatey á Breiðafirði. Meðal annars þess vegna var vel við hæfi að gifta okkur í hinni Flateynni.“ Það styttist ekki bara í fjölgun í fjölskyldunni, heldur eru Guðrún Eva og Marteinn að flytja út á land. Þau ætla þó ekki að fara langt. „Við erum að flytja í Hveragerði því okkur verður meira úr verki úti á landi. Ef maður er hérna í bænum verða ekki nógu margir klukkutímar í sólar- hringnum og allt fer í rugl. Marteinn vinnur líka mikið heima og skrifar mikið.“ Guðrún Eva hefur gert mikið af því að fara úr bænum til að skrifa og þau hjónin hafa líka farið mikið í slíkar ferðir. „Svo fórum við Sunna eitt sinn í vinnu- búðir í sumarbústað.“ Þótt Guðrún Eva sé fædd í Reykjavík og hafi búið í Vesturbæn- um fyrstu árin er hún þó aðallega alin upp úti á landi, meðal annars í Mosfellssveit, Kirkjubæjarklaustri og Garði. Þú veist þá alveg hvað þú ert að fara út í? „Já, þannig séð. Þótt ég hafi öll mín fullorðinsár búið í miðbæ Reykjavíkur og kunni ekki einu sinni að keyra. Auðvitað verða þetta viðbrigði. En vonandi gæfuríkt skref.“ Samstarf er lykilatriði Guðrún Eva er með BA-gráðu í heimspeki og skrifaði lokaritgerð- ina sína um brandara. Eftir að hún hafið skilað henni komst hún að því að lokaritgerð afa hennar í lögfræði hefði líka fjallað um brandara. „Það er stórfyndin tilviljun. Ritgerðin mín fjallaði um litla myndasögu af einhyrnin i. Ég hafði myndasög- una fremst í ritgerðinni og lagði svo út frá henni. Ritgerðin fjallar um trú án guðs og um muninn á trú og trúarbrögðum. Fyrir mér er trú eitt- hvað algerlega persónulegt, bara tilfinning. Kórsöngur í hjartanu. Trúarbrögð eru tegund af pólitík sem ég hef engan sérstakan áhuga á, nema bara eins og maður hefur áhuga á mannkynssögu eða stjór- nmálafræði. Alveg tvennt ólíkt.“ Eitthvað hljómar þetta kunnug- lega. Myndasaga í bland við texta. Þær pælingar eru kannski ekki að skjóta upp kollinum fyrsta skipti eð nýju bókinni eftir allt saman. Sunna brosir að þessu: „Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að heyra þetta. Þarna erum við komn- ar hringinn varðandi það hvernig þú tekur hlutunum, hvernig þú trúir hlutunum og hvort þú trúir á þá eða ekki.“ „Meinarðu með því að færa inn á persónulega sviðið hluti sem ekki er alltaf fjallað um á þeim nótum?“ spyr Guðrún Eva. „Eins og hvað sé veruleiki og trú? Já, það er alveg rétt. Þetta er mér greinilega hug- leikið.“ Hvað finnst þér þú hafa lært af þessu samstarfi öllu, Sunna? „Bara svo margt. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég hef aldrei upplifað svona samstarf í mynda- sögugerð. Það var spennandi að fá texta í hendurnar og túlka hann svo sjálf. Vera sjálfstæð en eiga alltaf þessa öruggu endastöð sem alltaf var hægt að bera allt undir.“ Þótt rithöfundarstarfið virðist einmanalegt og einangrandi úr fja - lægð segist Guðrún Eva gera mikið af því að vinna með öðru fólki. „Það er svo merkilegt við samstarf, hvað það kemur oft eitthvað út úr því sem er meira en það sem ein- staklingarnir kunna eða geta. Það verður til þriðja persónan einhvern veginn. Samstarfið hefur persónu- leika. Ég trúi á þannig vinnu. Ég vinn líka þannig með ritstjórum mínum.“ „Að kasta á milli og grípa,“ bætir Sunna við. „Alltaf fær hluturinn einhverja nýja lögun og það er ótrú- lega spennandi.“ Talið berst að muninum á kven- og karlpersónum í hinum ólíku bókmenntaformum. Að sögn Sunnu er lítið um spennandi kven- hlutverk í myndasagnaheiminum. „Þær eru oft bara fylgihlutur karl- mannsins. Nema í þeim bókum, sem ég er mjög hrifin af, sem ganga út á íroníska sjálfsskoðun í dagbókar- formi. Þá má gera grín að konunni á þennan kaldhæðna hátt. Maður sér kvenkaraktera helst þannig í myndasögunum en karlarnir eru allur skalinn.“ Erum öll karla og kerlingar Guðrún Eva skrifar jöfn- um höndum um karl- og kvenpersónur í bókum sínum og segir kyn ekki fæla sig frá neinni persónu. „Einhver höfundur, ég man ekki í svipinn hver það var, sagði að það væri ekki nóg fyrir rithöfund að búa yfir eigin huga, hann þyrfti eiginlega líka að búa yfir huga vina sinna. Ég hef leyft mér að skrifa jafnt um kon- ur og karla af því að ég þekki jafnmargar konur og karla.“ Skipti kyn þig einhverju máli þegar þú varst að leita þér að teiknara? „Alls ekki,“ svarar Guðrún Eva. „Jafnvel þótt uppskáldaði höf- undurinn væri karl þá fannst mér ekki að teiknarinn þyrfti að vera karl. Ég vildi bara finna réttu mann- eskjuna.“ Sunna segist hafa velt þessu að- eins fyrir sér til að byrja með: „Það var pínulítið áhyggjuefni hjá mér að ég væri að teikna fyrir karlmann. Ég var hrædd um að teiknistíllinn minn væri of... ekki kvenlegur, en...“ Hún lætur setninguna hanga í lausu lofti svolitla stund. „Svo var það bara spurning um að ég fengi að kynnast Láka. Um leið og ég var farin að skilja hann betur þá var þetta ekkert mál. Þá gat ég alveg stillt mig inn hann áhy gjulaust.“ „Ég er komin á þá skoð n að við séum öll svo miklir karlar og kerlingar, segir Guðrún Eva. „Við höfum bæði kynin svo mikið í okk- ur og skiljum hvert annað miklu betur en við þykjumst gera. Það er munur á kynjunum en hann er ekki svo mikill eða flókinn. Einhvern tímann sagði rits jóri minn mér, þegar ég var að skrifa eina bókina, að honum þætti karlarnir mínir of kvenlegir. Ég spurði „hv rnig?“ og hann svaraði „ég veit það ekki“. Ég fór heim og hugsaði málið. Svo fór ég yfir alla bókina og fínstillti nokkrar setningar. Tók sjálfsefa- semdirnar úr hugsun karlanna og afsökunartóninn úr tali þeirra. Svo bara skilaði ég. Og ritstjórinn sagði: HVAÐ GERÐIRÐU? Þetta er bara allt annað!“ Afar athyglisvert. „Finnst ykkur það ekki?“ Það sem mér fannst svo stórkostlegt var að fá að vera svona stór hluti af ferlinu. Fá að fylgja sögunni eftir og kynnast þessum karakter almenni- lega sem ég var að teikna fyrir. Sunna 24 viðtal Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.