Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 31

Fréttatíminn - 04.11.2011, Side 31
www.spain.info *L oksins tynd, Litlar eyjur Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Landsins mesta úrval af sófasettum Patti Húsgögn Basel Íslensk framleiðsla og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir) Þú velur Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum B2 3ja sæta 97.900kr. 5 litir í boði Tilboð Verðdæmi: Sófasett 3+1+1 tau áklæði - Verð frá 360.900 kr. Sófasett 3+1+1 leður áklæði - Verð frá 566.600 kr. Hvað er þráhyggja og árátta? Þráhyggja og árátta er hamlandi kvíðaröskun sem einkennist af þrálátri og tímafrekri þráhyggju eða áráttu. Áætla má að vandinn hrjái um það bil 5.000 Íslendinga einhvern tímann á ævinni. Þráhyggja vísar til óboðinna og áleitinna hugsana, hvata eða ímynda, sem algengast er að snúist um smit (til dæmis að smitast við það að snerta peninga), efasemdir (til dæmis hvort slökkt hafi verið á eldavélinni), hryllilegar eða ofbeldisfullar hvatir (eins og að skaða barnið sitt) eða kynóra (sjá eitt- hvað klámfengið fyrir sér). Árátta lýsir sér í síendur- teknu atferli eins og að þvo sér um hendurnar, tékka á, eða raða hlutum. Hún getur einnig verið framkvæmd í huganum til dæmis með því að telja, endurtaka orð eða biðjast fyrir. Áráttan dregur úr kvíða til skamms tíma og er oftast ætlað að afstýra því að þráhyggjuhugsanir verði að veruleika. Fólk gerir sér grein fyrir að þráhyggjan eða áráttan er meiri en eðlilegt er, skammast sín oft fyrir vandann og á því oft erfitt með að leita sér aðstoðar. að hafa komið svona fram við þau, því ég hef áttað mig á því að þetta var það besta í stöðunni. Með því að flytja til þeirra fékk ég líka tækifæri til þess að vera viðstödd mikil- vægustu tímana í lífi hálfsystkina minna, sem eru fædd 2007 og 2009. Ég verð alltaf þakklát fyrir það.“ Lykillinn að viðurkenna veikindin og fá hjálp Í dag er Guðrún á fyrsta ári í Menntaskól- anum í Reykjavík og námið gengur mjög vel. Hún hefur með hjálp fagaðila, lyfja, stuðningi fjölskyldu og heilbrigðs lífsstíls náð góðum tökum á veikindum sínum. „Auðvitað koma vondir dagar inn á milli, eins og hjá öllum, en ég þekki sjálfa mig orðið vel og líka veikindi mín og veit hverju ég þarf að passa mig á til að sökkva ekki niður. Ég kom í þetta viðtal vegna þess að mér finnst svo rosalega mikilvægt að opna umræðuna um geðsjúkdóma. Stærsta skref- ið til að ná bata er að viðurkenna veikindin og þora að horfast í augu við þau. Fyrst vildi ég alls ekki viðurkenna að ég væri að ganga til sálfræðings. Mér fannst það niðurlægj- andi og skammaðist mín fyrir það. Í dag ber ég höfuðið hátt og er búin að segja mörgum stelpum í bekknum mínum að ég sé greind með áráttu og þráhyggju og þunglyndi. Ég tel að gott sé fyrir þær að vita það ef eitt- hvað kemur upp á. Mér finnst umræðan um geðsjúkdóma vera allt of fordómafull. Þetta er eins og í gamla daga þegar fólk þorði ekki að koma út úr skápnum af því að það var samkynhneigt. Sem flestir sjá í dag að er tómt bull. Fólk verður að leita sér aðstoðar lækna og sálfræðinga ef það þarf þess. Og enginn á að skammast sín fyrir það. Þú lagast ekki mikið ef þú burðast með þetta einn úti í horni. Ef þér er illt í maganum eða fætinum gerir þú eitthvað í því. Það sama á að gilda um geðsjúkdóma.“ Guðrún segir veikindi sín hafa þroskað sig gríðarlega og að hún taki lífið alvarlegar eftir þau. Hún finni miklu meiri samkennd Framhald á næstu opnu Helgin 4.-6. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.